Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Félag Samherja kvartar yfir að missa kvóta eftir Brexit en berst gegn inngöngu í Íslands í ESB

Fyr­ir­tæki Sam­herja í Bretlandi missti mik­inn kvóta sem það fékk frá Evr­ópu­sam­band­inu eft­ir að land­ið gekk úr því. Unn­ið hef­ur ver­ið að því að tryggja fyr­ir­tæk­inu nýj­an þorkskvóta með samn­ing­um milli Bret­lands og Nor­egs. For­stjóri fyr­ir­tæk­is Sam­herja, Jane Sand­ell, hef­ur kvart­að yf­ir því að út­gang­an úr Evr­ópu­sam­band­inu hafi kippt rekstr­ar­grund­vell­in­um und­an fyr­ir­tæk­inu. Sam­tím­is hef­ur Sam­herji bar­ist gegn inn­göngu Ís­lands í sam­band­ið með bein­um hætti af því það vill ekki missa kvóta hér til annarra rikja.

Félag Samherja kvartar yfir að missa kvóta eftir Brexit en berst gegn inngöngu í Íslands í ESB
Berjast á öðrum forsendum í Bretlandi en á Íslandi Félag Samherja í Bretlandi hefur kvartað yfir því að hafa misst bolfiskkvóta sem það fékk á meðan landið var ennþá í Evrópusambandinu. Stjornarmaður í Samherja hefur viðurkennt að félagið hafi fjárfest í Morgunblaðinu til að berjast gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja. Mynd: Stundin / Davíð Þór

„Við gengum úr Evrópusambandinu og vorum þá með þrjá togara sem veiddu fisk utan Bretlands og í lok þessa árs verðum við bara með einn togara eftir,“ sagði Jane Sandell, forstjóri bresks útgerðarfyrirtækis sem er að hluta til í eigu Samherja, í lok árs í fyrra þegar hún ræddi um rekstrarerfiðleika fyrirtækisins í kjölfar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í ársbyrjun 2020. „Við höfum þurft að segja upp 72 starfsmönnum í áhöfnunum.“ 

Eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hættu þeir fiskveiðisamningar sem sambandið gerði við einstaka þjóðir, eins og til dæmis Noreg, að gilda um bresk útgerðarfélög. Bretland þurfti því í kjölfarið að semja upp á nýtt um veiðar og kvóta breskra útgerða við einstaka ríki. Breska blaðið The Guardian fjallaði meðal annars um þessa þróun í blaðinu í lok árs 2021 og hvernig Brexit hefði hefði verið reiðarslag fyrir bresk útgerðarfélög.

Brexit lamaði starfseminaJane Sandell, forstjóri U.K. Fisheries, hefur ítrekað rætt um það í fjölmiðlum hvernig Brexit lamaði starfsemi félagsins. Hún sést hér um borð í togaranum Kirkella sem gerður hefur verið út frá borginni Hull.

Misstu kvótann í kjölfar Brexit

Útgerðarfyrirtækið, U.K. Fisheries, var meðal annars með 14 þúsund tonna þorskvóta sem veiddur var við í lögsögu Noregs, meðal annars við Svalbarða, auk kvóta í Norðursjó, áður en Bretland gekk úr Evrópusambandinu. Fyrirtækið hefur hins vegar misst mikið af þessum kvóta eftir Brexit og hefur nú þurft að leggja þeim. 

Eina skipið sem er eftir í flota U.K. Fisheries er togarinn  Kirkella sem fjárfest var í fyrir 52 milljónir punda, tæplega 8,3 milljarðar króna. Kirkella hefur verið flaggskip útgerðarinnar sem Samherji á til jafns með hollenska útgerðarfélaginu Parlevliet & Van der Plas.

Þegar Kirkella var sjósett var fjallað sérstaklega um það á heimasíðu Samherja en íslensk fyrirtæki komu meðal annars að því að leggja skipinu til búnað. Sem dæmi um skertan kvóta Kirkellu eftir Brexit þá veiddi togarann 10 þúsund tonn af þorski á ári í lögsögu Noregs en fékk aðeins leyfi til að veiða 500 tonn eftir Brexit. 

Kirkella á Thames-ánniFlaggskip U.K. Fisheries sést hér á ánni Thames í London. Þetta útgerðarfyrirtæki Samherja hefur barmað sér yfir því að hafa misst kvóta sem aðild Bretlands að Evrópusambandinu veitti félaginu.

Segir breska félaginu mismunað vegna erlends eignarhalds

Áðurnefndur forstjóri U.K. Fisheries hefur haldið því fram í fjölmiðlum að bresk stjórnvöld hafi mismunað fyrirtækinu vegna erlends eignarhalds þess. Þessi mismunun á að hafa komið fram í samningsgerð breskra stjórnvalda við Noreg um að tryggja útgerðarfyrirtækjum í Bretlandi nýja kvóta eftir útgöngu landsins úr Evrópusambandinu. 

Í viðtali við sjávarútvegsblaðið Undercurrent News í fyrra sagði hún meðal annars að bresk stjórnvöld skildu ekki mikilvægi erlendrar fjárfestingar fyrir breska hagkerfið. „Það er eins og þeir skilji ekki, eða vilji ekki skilja, mikilvægi erlendrar fjárfestingar eða hvernig við leggjum okkar af mörkum í breska hagkerfinu. Það er nú ekki mikið á bak við fullyrðingarnar um „hafsjó tækifæra“ eftir Brexit.

Með þessum orðum um „hafsjó tækifæra“  vísaði Jane Sandall till orða sem lobbísti Íhaldsflokksins í London, Ramsay Johnson, lét falla árið 2016 um aukna möguleika breskra útgerðarfélaga eftir Brexit. Með háðskri notkun sinni á orðum Ramsay Jones var Jane Sandall að vísa til þess að Brexit hefði einmitt, þvert á orð hans, skert möguleika og tækifæri breskra útgerðarfélaga eins og U.K. Fisheries. 

Í lok árs í fyrra var greint frá því að bresk og norsk stjórnvöld hefðu gert samning um auknar veiðar breskra útgerða í norskri lögsögu. Jane Sandall sagði hins vegar þá að samningurinn kæmi of seint fyrir U.K. Fisheries þar sem útgerðin væri meðal annars búin að leggja togaranum Farnella. 

Brexit hefur því haft verulega slæm áhrif á rekstrargrundvöll þessa breska fyrirtækis Samherja og Parlevliet & Van der Plas vegna þess að útgerðin stólaði á kvóta sem byggði á samningum Evrópusambandsins en ekki einhliða samningum Bretlands við einstaka ríki eins og Noreg. 

Berjast gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið

Viðurkenndi markmiðiðÓskar Magnússon, sem lengi hefur verið stjórnarmaður í Samherja og handgenginn eigendunum, viðurkenndi tilgang kaupanna á Morgunblaðinu í viðtali árið 2016. Markmiðið var að breyta umræðunni í samfélaginu um þrjú mál, meðal annar Evrópusambandið.

Gagnrýni þessa breska félags Samherja á áhrifin á útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu er áhugaverð meðal annars fyrir þær sakir að útgerðin hefur barist gegn inngöngu Íslands með kjafti og klóm. Á meðan byggði rekstrargrundvöllur erlendra fyrirtækja Samherja hins vegar meðal annars á kvótum sem fengust í gegnum samninga Evrópusambandsins. Þetta átti ekki bara við um U.K. Fisheries því útgerð í eigu Samherja fékk einnig aðgang að hafsvæðum fyrir utan vesturströnd Afríku, meðal annars Marokkó, á grundvelli Evrópusambandsins.

Rök útgerðarfyrirtækja og samtaka þeirra fyrir því að Ísland eigi ekki að ganga í Evrópusambandið eru meðal annars þau að með því móti þá missi landið yfirráðarétt sinn yfir fiskveiðiauðlindinni. Á sama tíma hefur Samherji, í gegnum eignarhald sitt á öðrum útgerðum í Evrópu, verið að nýta sér kvóta sem byggja á Evrópusambandsaðild annarra þjóða.

Eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum sagði Óskar Magnússon, sem leiddi hluthafahópinn í Þórsmörk þegar Morgunblaðið var keypt út úr Íslandsbanka árið 2009, þá vildu útgerðirnar sem keyptu blaðið breyta umræðunni í samfélaginu um þrjá málaflokka. Ein af þessum útgerðum sem keypti Morgunblaðið var Samherji. Óskar sagði orðrétt um þetta í viðtali við Hringbraut árið 2016 að útgerðirnar hafi viljað „fá öðru­vísi tök á umræð­unn­i“. Þessi mál voru sjávarútvegsmál almennt, umræða um inngöngu í Evrópusambandið og svo loks Icesave.

„Við erum ánægð með hvernig til tókst“
Þorsteinn Már Baldvinsson,
forstjóri Samherja

Samherji var ánægt með fjárfestinguna í Morgunblaðinu þrátt fyrir að útgerðin hafi tapað á fjórða hundrað milljónum á henni.  Þegar útgerðarfélagið seldi hlutabréf sín í Mogganum til Eyþórs Arnalds árið 2017 sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, til dæmis að blaðið hafi hjálpað til við að leiða ýmis mál til lykta: „Við erum ánægð með hvernig til tókst, blaðið hef­ur náð að halda velli, staðið vörð um fag­lega blaðamennsku og miðlað upp­lýs­ing­um um mál sem vörðuðu þjóðina gríðarlega miklu og hafa nú sum hver verið far­sæl­lega til lykta leidd.“

Þorsteinn sagði þetta þrátt fyrir að Samherji hafi tapað 325 milljónum króna á fjárfestingunni í Mogganum.  Samherji var því tilbúinn að greiða samtals rúmlega 300 milljónir króna fyrir það að hafa áhrif á tiltekin hagsmunamál sem brunnu á eigendunum. Eitt af þessum málum var umræðan um Evrópusambandið. 

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár