Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Enginn eigenda Heimildarinnar með meira en átta prósent hlut

Heim­ild­in er gef­in út af Sam­ein­aða út­gáfu­fé­lag­inu og ný stjórn þess hef­ur ver­ið skip­uð. Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið hef­ur sam­þykkt samruna Stund­ar­inn­ar og Kjarn­ans og hlut­hafalisti ligg­ur fyr­ir. Eng­inn einn hlut­hafi á meira en 7,6 pró­sent hlut.

Enginn eigenda Heimildarinnar með meira en átta prósent hlut
Ritstjórar Helgi Seljan er rannsóknarritstjóri Heimildarinnar. Þórður Snær Júlíusson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir eru ritstjórar miðilsins og á meðal eigenda hans. Mynd: Heiða Helgadóttir

Formlegur samruni Stundarinnar og Kjarnans, undir merkjum Heimildarinnar, er langt kominn. Fyrirkomulag samrunans er með þeim hætti að fyrri hluthafar Stundarinnar eiga samtals 62,5 prósent í sameinuðu útgáfufélagi, sem ber nafnið Sameinaða útgáfufélagið, og fyrri hluthafar Kjarnans eiga 37,5 prósent. 

Ný stjórn hins sameinaða félags er skipuð Birnu Önnu Björnsdóttur, Hjálmari Gíslasyni, Vilhjálmi Þorsteinssyni, Heiðu B. Heiðarsdóttur og Elínu Guðrúnu Ragnarsdóttur, sem er stjórnarformaður og eini stjórnarmaðurinn sem er ekki á meðal hluthafa í félaginu. Erlent heiti útgáfufélagsins er United Publishing. 

Líkt og greint var frá í fyrsta leiðara Heimildarinnar er eignarhald hins sameinaða félags dreift og enginn einn hluthafi fer með stærri hlut en 7,6 prósent í félaginu. Hægt er að sjá yfirlit yfir hluthafa og eign þeirra neðst í þessari frétt. 

StjórninStjórn Sameinaða útgáfufélagsins ehf. er skipuð Hjálmari Gíslasyni, Elínu Guðrúnu Ragnarsdóttur, sem er stjórnarformaður, Birnu Önnu Björnsdóttur, Vilhjálmi Þorsteinssyni og Heiðu B. Heiðarsdóttur.

Tilkynningarskylt til Samkeppniseftirlitsins

Formlegur samruni útgáfufélaganna tveggja tafðist vegna athugunar Samkeppniseftirlitsins á honum. Almennt þarf heimild Samkeppniseftirlitsins til þess að sameina tvö félög sem hafa sameiginlega meira en þrjá milljarða króna í veltu. Þrátt fyrir að Stundin og Kjarninn hafi samtals rétt rúmlega tíunda hluta þess í veltu, sem samanstendur að langmestu leyti af áskriftum og styrkjum almennings, þurftu fjölmiðlarnir að tilkynna samrunann til Samkeppniseftirlitsins. 

Ástæðan er sérákvæði í lögum um fjölmiðla sem skylda fjölmiðla til að tilkynna samruna þeirra félaga sem hafa meira en 100 milljónir króna í veltu. 

Samhliða var óskað eftir undanþáguheimild til að hefja útgáfu á sameinuðum fjölmiðli. Sú undanþáguheimild fékkst 12. janúar, degi áður en prent- og vefútgáfa Heimildinar var sett í loftið. Því var hægt að hefja sameiginlega starfsemi en með þeim formerkjum að áhrif hennar yrðu afturkræf ef niðurstaða eftirlitsins gagnvart samrunanum yrði neikvæð. Því var ekki hægt að stíga nein endanleg skref í samruna útgáfufélaga Stundarinnar og Kjarnans fyrr en endanleg niðurstaða Samkeppniseftirlitsins lá fyrir.

Dreift eignarhald

Samrunaaðilar bentu á að með samrunanum og öflugri ritstjórn yrði hægt að styðja betur við bakið á dýpri rannsóknarblaðamennsku og greiningu á málefnum líðandi stundar. Þar af leiðandi myndi samruninn ekki hafa skaðleg áhrif á fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði. Fjölmiðlanefnd og Samkeppniseftirlitið voru sammála um að eftir samrunann yrði útgáfufélag hins sameinaða fyrirtækis eftir sem áður í dreifðu eignarhaldi. 

Því var það niðurstaða eftirlitsins að ekki væru forsendur til aðhafast neitt vegna samruna Stundarinnar og Kjarnans í Heimildina. Í niðurstöðuskjali þess segir: „Að gögnum málsins virtum telur Samkeppniseftirlitið að samruni Stundarinnar og Kjarnans leiði ekki til þess að markaðsráðandi staða myndist eða styrkist, eða að samkeppni verði raskað að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Þá mun samruninn ekki hafa skaðleg áhrif á fjölræði og/eða fjölbreytni í fjölmiðlun á þeim mörkuðum sem samrunaaðilar starfa.“

Í kjölfar þessa var hægt að stíga næstu skref í samruna félagana. Daginn eftir, 17. febrúar, var haldinn hluthafafundur þar sem samþykkt var breyting á nafni útgáfufélagsins og nýjar samþykktir samþykktar af stjórn. Yfirtökuvarnir eru innbyggðar í samþykktir félagsins og ritstjórar Heimildarinnar hafa skráð formlega hagsmuni sína á opinberum vettvangi.

Fjölmiðlanefnd hefur verið haldið upplýstri um ferlið og Heimildin verður skráð þar sem fjölmiðill á næstu dögum.

Hluthafar í Sameinaða útgáfufélaginu, sem gefur út Heimildina

  • Heiða B. Heiðarsdóttir 7,6%
  • Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir 7,6%
  • Jón Ingi Stefánsson 7,6%
  • Jón Trausti Reynisson 7,6%
  • Höskuldur Höskuldsson 7,6%
  • Góður punktur ehf. (í eigu Reynis Traustasonar) 7,6%
  • Snæbjörn Björnsson Birnir 7,6%
  • HG80 ehf. (í eigu Hjálmars Gíslasonar) 6,9%
  • Miðeind ehf. (í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar) 6,8%
  • Birna Anna Björnsdóttir 4,4%
  • Magnús Halldórsson 3,6%
  • Þórður Snær Júlíusson 3,0%
  • Charlotta María Hauksdóttir 2,8%
  • Kol ehf. (í eigu Helga Más Haraldssonar) 2,5%
  • Hjalti Harðarson 2,3%
  • Vogabakki ehf. (í eigu Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar) 1,9%
  • Fjélagi eignarhaldsfélag (í eigu Jason Whittle (99%) og Steindórs Sigurgeirssonar (1%)) 1,5%
  • Stormur Seafood ehf. (Að mestu í eigu Steindórs Sigurgeirssonar) 1,5%
  • Fagriskógur ehf. (Í eigu Stefáns Hrafnkelssonar) 1,4%
  • Milo ehf. (í eigu Eddu Hafsteinsdóttur og Guðmundar Hafsteinssonar) 1,4%
  • Kjarninn Miðlar ehf. 1,4%
  • Valgerður Oddsdóttir 1,0%
  • Sameinaða útgáfufélagið ehf. 0,9%
  • Birgir Þór Harðarson 0,7%
  • Jónas Reynir Gunnarsson 0,7%
  • Gunnar Tómasson 0,5%
  • Áslaug Karen Jóhannsdóttir 0,5%
  • Kristrún Lind Birgisdóttir 0,3%
  • Egill Sigurðarson 0,2%
Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
3
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
4
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu