Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Enginn eigenda Heimildarinnar með meira en átta prósent hlut

Heim­ild­in er gef­in út af Sam­ein­aða út­gáfu­fé­lag­inu og ný stjórn þess hef­ur ver­ið skip­uð. Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið hef­ur sam­þykkt samruna Stund­ar­inn­ar og Kjarn­ans og hlut­hafalisti ligg­ur fyr­ir. Eng­inn einn hlut­hafi á meira en 7,6 pró­sent hlut.

Enginn eigenda Heimildarinnar með meira en átta prósent hlut
Ritstjórar Helgi Seljan er rannsóknarritstjóri Heimildarinnar. Þórður Snær Júlíusson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir eru ritstjórar miðilsins og á meðal eigenda hans. Mynd: Heiða Helgadóttir

Formlegur samruni Stundarinnar og Kjarnans, undir merkjum Heimildarinnar, er langt kominn. Fyrirkomulag samrunans er með þeim hætti að fyrri hluthafar Stundarinnar eiga samtals 62,5 prósent í sameinuðu útgáfufélagi, sem ber nafnið Sameinaða útgáfufélagið, og fyrri hluthafar Kjarnans eiga 37,5 prósent. 

Ný stjórn hins sameinaða félags er skipuð Birnu Önnu Björnsdóttur, Hjálmari Gíslasyni, Vilhjálmi Þorsteinssyni, Heiðu B. Heiðarsdóttur og Elínu Guðrúnu Ragnarsdóttur, sem er stjórnarformaður og eini stjórnarmaðurinn sem er ekki á meðal hluthafa í félaginu. Erlent heiti útgáfufélagsins er United Publishing. 

Líkt og greint var frá í fyrsta leiðara Heimildarinnar er eignarhald hins sameinaða félags dreift og enginn einn hluthafi fer með stærri hlut en 7,6 prósent í félaginu. Hægt er að sjá yfirlit yfir hluthafa og eign þeirra neðst í þessari frétt. 

StjórninStjórn Sameinaða útgáfufélagsins ehf. er skipuð Hjálmari Gíslasyni, Elínu Guðrúnu Ragnarsdóttur, sem er stjórnarformaður, Birnu Önnu Björnsdóttur, Vilhjálmi Þorsteinssyni og Heiðu B. Heiðarsdóttur.

Tilkynningarskylt til Samkeppniseftirlitsins

Formlegur samruni útgáfufélaganna tveggja tafðist vegna athugunar Samkeppniseftirlitsins á honum. Almennt þarf heimild Samkeppniseftirlitsins til þess að sameina tvö félög sem hafa sameiginlega meira en þrjá milljarða króna í veltu. Þrátt fyrir að Stundin og Kjarninn hafi samtals rétt rúmlega tíunda hluta þess í veltu, sem samanstendur að langmestu leyti af áskriftum og styrkjum almennings, þurftu fjölmiðlarnir að tilkynna samrunann til Samkeppniseftirlitsins. 

Ástæðan er sérákvæði í lögum um fjölmiðla sem skylda fjölmiðla til að tilkynna samruna þeirra félaga sem hafa meira en 100 milljónir króna í veltu. 

Samhliða var óskað eftir undanþáguheimild til að hefja útgáfu á sameinuðum fjölmiðli. Sú undanþáguheimild fékkst 12. janúar, degi áður en prent- og vefútgáfa Heimildinar var sett í loftið. Því var hægt að hefja sameiginlega starfsemi en með þeim formerkjum að áhrif hennar yrðu afturkræf ef niðurstaða eftirlitsins gagnvart samrunanum yrði neikvæð. Því var ekki hægt að stíga nein endanleg skref í samruna útgáfufélaga Stundarinnar og Kjarnans fyrr en endanleg niðurstaða Samkeppniseftirlitsins lá fyrir.

Dreift eignarhald

Samrunaaðilar bentu á að með samrunanum og öflugri ritstjórn yrði hægt að styðja betur við bakið á dýpri rannsóknarblaðamennsku og greiningu á málefnum líðandi stundar. Þar af leiðandi myndi samruninn ekki hafa skaðleg áhrif á fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði. Fjölmiðlanefnd og Samkeppniseftirlitið voru sammála um að eftir samrunann yrði útgáfufélag hins sameinaða fyrirtækis eftir sem áður í dreifðu eignarhaldi. 

Því var það niðurstaða eftirlitsins að ekki væru forsendur til aðhafast neitt vegna samruna Stundarinnar og Kjarnans í Heimildina. Í niðurstöðuskjali þess segir: „Að gögnum málsins virtum telur Samkeppniseftirlitið að samruni Stundarinnar og Kjarnans leiði ekki til þess að markaðsráðandi staða myndist eða styrkist, eða að samkeppni verði raskað að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Þá mun samruninn ekki hafa skaðleg áhrif á fjölræði og/eða fjölbreytni í fjölmiðlun á þeim mörkuðum sem samrunaaðilar starfa.“

Í kjölfar þessa var hægt að stíga næstu skref í samruna félagana. Daginn eftir, 17. febrúar, var haldinn hluthafafundur þar sem samþykkt var breyting á nafni útgáfufélagsins og nýjar samþykktir samþykktar af stjórn. Yfirtökuvarnir eru innbyggðar í samþykktir félagsins og ritstjórar Heimildarinnar hafa skráð formlega hagsmuni sína á opinberum vettvangi.

Fjölmiðlanefnd hefur verið haldið upplýstri um ferlið og Heimildin verður skráð þar sem fjölmiðill á næstu dögum.

Hluthafar í Sameinaða útgáfufélaginu, sem gefur út Heimildina

  • Heiða B. Heiðarsdóttir 7,6%
  • Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir 7,6%
  • Jón Ingi Stefánsson 7,6%
  • Jón Trausti Reynisson 7,6%
  • Höskuldur Höskuldsson 7,6%
  • Góður punktur ehf. (í eigu Reynis Traustasonar) 7,6%
  • Snæbjörn Björnsson Birnir 7,6%
  • HG80 ehf. (í eigu Hjálmars Gíslasonar) 6,9%
  • Miðeind ehf. (í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar) 6,8%
  • Birna Anna Björnsdóttir 4,4%
  • Magnús Halldórsson 3,6%
  • Þórður Snær Júlíusson 3,0%
  • Charlotta María Hauksdóttir 2,8%
  • Kol ehf. (í eigu Helga Más Haraldssonar) 2,5%
  • Hjalti Harðarson 2,3%
  • Vogabakki ehf. (í eigu Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar) 1,9%
  • Fjélagi eignarhaldsfélag (í eigu Jason Whittle (99%) og Steindórs Sigurgeirssonar (1%)) 1,5%
  • Stormur Seafood ehf. (Að mestu í eigu Steindórs Sigurgeirssonar) 1,5%
  • Fagriskógur ehf. (Í eigu Stefáns Hrafnkelssonar) 1,4%
  • Milo ehf. (í eigu Eddu Hafsteinsdóttur og Guðmundar Hafsteinssonar) 1,4%
  • Kjarninn Miðlar ehf. 1,4%
  • Valgerður Oddsdóttir 1,0%
  • Sameinaða útgáfufélagið ehf. 0,9%
  • Birgir Þór Harðarson 0,7%
  • Jónas Reynir Gunnarsson 0,7%
  • Gunnar Tómasson 0,5%
  • Áslaug Karen Jóhannsdóttir 0,5%
  • Kristrún Lind Birgisdóttir 0,3%
  • Egill Sigurðarson 0,2%
Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
3
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár