Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Enginn eigenda Heimildarinnar með meira en átta prósent hlut

Heim­ild­in er gef­in út af Sam­ein­aða út­gáfu­fé­lag­inu og ný stjórn þess hef­ur ver­ið skip­uð. Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið hef­ur sam­þykkt samruna Stund­ar­inn­ar og Kjarn­ans og hlut­hafalisti ligg­ur fyr­ir. Eng­inn einn hlut­hafi á meira en 7,6 pró­sent hlut.

Enginn eigenda Heimildarinnar með meira en átta prósent hlut
Ritstjórar Helgi Seljan er rannsóknarritstjóri Heimildarinnar. Þórður Snær Júlíusson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir eru ritstjórar miðilsins og á meðal eigenda hans. Mynd: Heiða Helgadóttir

Formlegur samruni Stundarinnar og Kjarnans, undir merkjum Heimildarinnar, er langt kominn. Fyrirkomulag samrunans er með þeim hætti að fyrri hluthafar Stundarinnar eiga samtals 62,5 prósent í sameinuðu útgáfufélagi, sem ber nafnið Sameinaða útgáfufélagið, og fyrri hluthafar Kjarnans eiga 37,5 prósent. 

Ný stjórn hins sameinaða félags er skipuð Birnu Önnu Björnsdóttur, Hjálmari Gíslasyni, Vilhjálmi Þorsteinssyni, Heiðu B. Heiðarsdóttur og Elínu Guðrúnu Ragnarsdóttur, sem er stjórnarformaður og eini stjórnarmaðurinn sem er ekki á meðal hluthafa í félaginu. Erlent heiti útgáfufélagsins er United Publishing. 

Líkt og greint var frá í fyrsta leiðara Heimildarinnar er eignarhald hins sameinaða félags dreift og enginn einn hluthafi fer með stærri hlut en 7,6 prósent í félaginu. Hægt er að sjá yfirlit yfir hluthafa og eign þeirra neðst í þessari frétt. 

StjórninStjórn Sameinaða útgáfufélagsins ehf. er skipuð Hjálmari Gíslasyni, Elínu Guðrúnu Ragnarsdóttur, sem er stjórnarformaður, Birnu Önnu Björnsdóttur, Vilhjálmi Þorsteinssyni og Heiðu B. Heiðarsdóttur.

Tilkynningarskylt til Samkeppniseftirlitsins

Formlegur samruni útgáfufélaganna tveggja tafðist vegna athugunar Samkeppniseftirlitsins á honum. Almennt þarf heimild Samkeppniseftirlitsins til þess að sameina tvö félög sem hafa sameiginlega meira en þrjá milljarða króna í veltu. Þrátt fyrir að Stundin og Kjarninn hafi samtals rétt rúmlega tíunda hluta þess í veltu, sem samanstendur að langmestu leyti af áskriftum og styrkjum almennings, þurftu fjölmiðlarnir að tilkynna samrunann til Samkeppniseftirlitsins. 

Ástæðan er sérákvæði í lögum um fjölmiðla sem skylda fjölmiðla til að tilkynna samruna þeirra félaga sem hafa meira en 100 milljónir króna í veltu. 

Samhliða var óskað eftir undanþáguheimild til að hefja útgáfu á sameinuðum fjölmiðli. Sú undanþáguheimild fékkst 12. janúar, degi áður en prent- og vefútgáfa Heimildinar var sett í loftið. Því var hægt að hefja sameiginlega starfsemi en með þeim formerkjum að áhrif hennar yrðu afturkræf ef niðurstaða eftirlitsins gagnvart samrunanum yrði neikvæð. Því var ekki hægt að stíga nein endanleg skref í samruna útgáfufélaga Stundarinnar og Kjarnans fyrr en endanleg niðurstaða Samkeppniseftirlitsins lá fyrir.

Dreift eignarhald

Samrunaaðilar bentu á að með samrunanum og öflugri ritstjórn yrði hægt að styðja betur við bakið á dýpri rannsóknarblaðamennsku og greiningu á málefnum líðandi stundar. Þar af leiðandi myndi samruninn ekki hafa skaðleg áhrif á fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði. Fjölmiðlanefnd og Samkeppniseftirlitið voru sammála um að eftir samrunann yrði útgáfufélag hins sameinaða fyrirtækis eftir sem áður í dreifðu eignarhaldi. 

Því var það niðurstaða eftirlitsins að ekki væru forsendur til aðhafast neitt vegna samruna Stundarinnar og Kjarnans í Heimildina. Í niðurstöðuskjali þess segir: „Að gögnum málsins virtum telur Samkeppniseftirlitið að samruni Stundarinnar og Kjarnans leiði ekki til þess að markaðsráðandi staða myndist eða styrkist, eða að samkeppni verði raskað að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Þá mun samruninn ekki hafa skaðleg áhrif á fjölræði og/eða fjölbreytni í fjölmiðlun á þeim mörkuðum sem samrunaaðilar starfa.“

Í kjölfar þessa var hægt að stíga næstu skref í samruna félagana. Daginn eftir, 17. febrúar, var haldinn hluthafafundur þar sem samþykkt var breyting á nafni útgáfufélagsins og nýjar samþykktir samþykktar af stjórn. Yfirtökuvarnir eru innbyggðar í samþykktir félagsins og ritstjórar Heimildarinnar hafa skráð formlega hagsmuni sína á opinberum vettvangi.

Fjölmiðlanefnd hefur verið haldið upplýstri um ferlið og Heimildin verður skráð þar sem fjölmiðill á næstu dögum.

Hluthafar í Sameinaða útgáfufélaginu, sem gefur út Heimildina

  • Heiða B. Heiðarsdóttir 7,6%
  • Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir 7,6%
  • Jón Ingi Stefánsson 7,6%
  • Jón Trausti Reynisson 7,6%
  • Höskuldur Höskuldsson 7,6%
  • Góður punktur ehf. (í eigu Reynis Traustasonar) 7,6%
  • Snæbjörn Björnsson Birnir 7,6%
  • HG80 ehf. (í eigu Hjálmars Gíslasonar) 6,9%
  • Miðeind ehf. (í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar) 6,8%
  • Birna Anna Björnsdóttir 4,4%
  • Magnús Halldórsson 3,6%
  • Þórður Snær Júlíusson 3,0%
  • Charlotta María Hauksdóttir 2,8%
  • Kol ehf. (í eigu Helga Más Haraldssonar) 2,5%
  • Hjalti Harðarson 2,3%
  • Vogabakki ehf. (í eigu Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar) 1,9%
  • Fjélagi eignarhaldsfélag (í eigu Jason Whittle (99%) og Steindórs Sigurgeirssonar (1%)) 1,5%
  • Stormur Seafood ehf. (Að mestu í eigu Steindórs Sigurgeirssonar) 1,5%
  • Fagriskógur ehf. (Í eigu Stefáns Hrafnkelssonar) 1,4%
  • Milo ehf. (í eigu Eddu Hafsteinsdóttur og Guðmundar Hafsteinssonar) 1,4%
  • Kjarninn Miðlar ehf. 1,4%
  • Valgerður Oddsdóttir 1,0%
  • Sameinaða útgáfufélagið ehf. 0,9%
  • Birgir Þór Harðarson 0,7%
  • Jónas Reynir Gunnarsson 0,7%
  • Gunnar Tómasson 0,5%
  • Áslaug Karen Jóhannsdóttir 0,5%
  • Kristrún Lind Birgisdóttir 0,3%
  • Egill Sigurðarson 0,2%
Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
2
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
3
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
5
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár