Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Alþingi skylt að veita almenningi aðgang að Lindarhvolsskýrslu án takmarkana

Fyr­ir tveim­ur ár­um síð­an fékk for­sæt­is­nefnd Al­þing­is lög­manns­stof­una Magna til að vinna álits­gerð um hvort al­menn­ing­ur ætti að fá að sjá skýrslu Sig­urð­ar Þórð­ar­son­ar, fyrr­ver­andi rík­is­end­ur­skoð­anda, um Lind­ar­hvol. Nið­ur­staða þeirr­ar álits­gerð­ar, sem Heim­ild­in hef­ur und­ir hönd­um, er skýr. Al­menn­ing­ur á skýr­an rétt á að fá að sjá skýrsl­una.

Alþingi skylt að veita almenningi aðgang að Lindarhvolsskýrslu án takmarkana
Forseti Alþingis Birgir Ármansson hefur tafið birtingu á greinargerð Sigurðar Þórðarsonar og sagt að umfjöllun um hana sé ekki lokið í forsætisnefnd. Mynd: Eyþór Árnason

„Með vísan til alls þess sem rakið er hér að framan er það niðurstaða undirritaðs að skylt sé [...] að veita almenningi aðgang að skýrslu ríkisendurskoðanda í þeirri mynd sem hún liggur fyrir hjá Alþingi.“ 

Þetta er megininntakið í niðurstöðuhluta álitsgerðar sem lögmaðurinn Flóki Ásgeirsson, einn eigenda Magna lögmanna, vann fyrir forsætisnefnd Alþingis í tengslum við hvort að hún ætti að veita fjölmiðlum aðgengi að skýrslu Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi ríkisendurskoðanda, um Lindarhvol. Heimildin hefur álitsgerðina, sem hingað til hefur ríkt mikil leynd yfir. Sömu sögu er að segja um minnisblöð sem Flóki vann fyrir forsætisnefnd í kjölfarið.

Flóki skilaði álitsgerð sinni 16. apríl 2021, fyrir næstum tveimur árum síðan. Hún er 37 blaðsíður og í henni rekur hann ítarlega þá niðurstöðu sína að almenningur eigi að fá að sjá umrædda skýrslu. 

Málið snýst um það að Ríkisendurskoðun var falið að fara yfir málefni Lindarhvols, einkahlutafélags sem starfaði á árunum 2016 …

Kjósa
52
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Höll spillingarinnar í Minsk sendi þessa ályktun í dag:

    Íslenska sjalla-spillingin er sannarlega einkamál FLokkins og BjarNa aðalbófa í þessu svokallaða...Leyndarhvolsmáli"

    ,,Látið okkur í friði með spillinguna" voru svo megin-skilaboð HS í Minsk til alþingis.

    Birgir Ármannsson er okkar maður á alþingi.

    Ljúkashenka.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár