Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Alþingi skylt að veita almenningi aðgang að Lindarhvolsskýrslu án takmarkana

Fyr­ir tveim­ur ár­um síð­an fékk for­sæt­is­nefnd Al­þing­is lög­manns­stof­una Magna til að vinna álits­gerð um hvort al­menn­ing­ur ætti að fá að sjá skýrslu Sig­urð­ar Þórð­ar­son­ar, fyrr­ver­andi rík­is­end­ur­skoð­anda, um Lind­ar­hvol. Nið­ur­staða þeirr­ar álits­gerð­ar, sem Heim­ild­in hef­ur und­ir hönd­um, er skýr. Al­menn­ing­ur á skýr­an rétt á að fá að sjá skýrsl­una.

Alþingi skylt að veita almenningi aðgang að Lindarhvolsskýrslu án takmarkana
Forseti Alþingis Birgir Ármansson hefur tafið birtingu á greinargerð Sigurðar Þórðarsonar og sagt að umfjöllun um hana sé ekki lokið í forsætisnefnd. Mynd: Eyþór Árnason

„Með vísan til alls þess sem rakið er hér að framan er það niðurstaða undirritaðs að skylt sé [...] að veita almenningi aðgang að skýrslu ríkisendurskoðanda í þeirri mynd sem hún liggur fyrir hjá Alþingi.“ 

Þetta er megininntakið í niðurstöðuhluta álitsgerðar sem lögmaðurinn Flóki Ásgeirsson, einn eigenda Magna lögmanna, vann fyrir forsætisnefnd Alþingis í tengslum við hvort að hún ætti að veita fjölmiðlum aðgengi að skýrslu Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi ríkisendurskoðanda, um Lindarhvol. Heimildin hefur álitsgerðina, sem hingað til hefur ríkt mikil leynd yfir. Sömu sögu er að segja um minnisblöð sem Flóki vann fyrir forsætisnefnd í kjölfarið.

Flóki skilaði álitsgerð sinni 16. apríl 2021, fyrir næstum tveimur árum síðan. Hún er 37 blaðsíður og í henni rekur hann ítarlega þá niðurstöðu sína að almenningur eigi að fá að sjá umrædda skýrslu. 

Málið snýst um það að Ríkisendurskoðun var falið að fara yfir málefni Lindarhvols, einkahlutafélags sem starfaði á árunum 2016 …

Kjósa
52
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Höll spillingarinnar í Minsk sendi þessa ályktun í dag:

    Íslenska sjalla-spillingin er sannarlega einkamál FLokkins og BjarNa aðalbófa í þessu svokallaða...Leyndarhvolsmáli"

    ,,Látið okkur í friði með spillinguna" voru svo megin-skilaboð HS í Minsk til alþingis.

    Birgir Ármannsson er okkar maður á alþingi.

    Ljúkashenka.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu