Sólrún Ósk Lárusdóttir sálfræðingur segir að þegar fólk verður ástfangið myndast mikið flæði af alls konar hormónum og boðefnum. „Við erum kannski ekki alveg með réttu ráði til að byrja með. Heilinn framleiðir mikið af dópamíni sem framkallar vellíðan en hann framleiðir líka streituhormón, þannig að sumir geta jafnvel ekki borðað eða sofið og hugsa stanslaust um viðkomandi. Það er losun á oxýtósíni, ástarhormóninu, sem tengist líka tengslamyndun foreldra og barna og veitir okkur ánægju og öryggi. Þetta eykst eftir því sem líður á sambandið. Á sama tíma dregur úr neikvæðum tilfinningum. Ástfangið fólk verður líka minna gagnrýnið á þann sem ástin beinist að; það eru taugafræðilegar skýringar á því að ástin sé blind eins og sagt er.“
Svo er ástarsorg …
Athugasemdir (1)