Rio Tinto greiðir milljarðasekt vegna mútubrota

Rio Tinto sam­þykkti að greiða jafn­virði 2,2 millj­arða króna í sekt.

Rio Tinto greiðir milljarðasekt vegna mútubrota
Rio Tinto í Straumsvík Rio Tinto á og rekur álverið í Straumsvík. Fyrirtækið neyddist á dögunum til að gangast undir greiðslu sektar eftir að rannsókn bandarískra yfirvalda leiddi í ljós að fyrirtækið hafði reynt að bera fé á embættismenn í afríkuríkinu Gíneu. Mynd: Haukur Herbertsson / Flickr

Rio Tinto, sem meðal annars á og rekur álverið í Straumsvík, samþykkti í byrjun mánaðar að greiða jafnvirði 2,2 milljarða króna í sekt vegna tilrauna fyrirtækisins til að bera fé á embættis- og stjórnmálamenn í Afríkuríkinu Gíneu.

Bandaríska fjármálaeftirlitið (SEC) rannsakaði framferði Rio Tinto, sem staðið var að því að ráða franskan bankamann, með tengsl við áhrifafólk í Gíneu, sem ráðgjafa vegna áhuga Rio Tinto á því að komast yfir námaréttindi í landinu.

Í ljós kom að ráðgjöfin fólst fyrst og síðast í því að bjóða og reyna að bera fé á embættis- og stjórnmálamenn, í því skyni að tryggja Rio Tinto fram fyrir í röð eftir námaréttindunum. Sátt Rio Tinto við bandarísk yfirvöld fólst í því að fyrirtækið greiddi áðurnefnda sekt, án þess þó að játa eða neita fyrir brotin. Í fréttatilkynningu bandarískra yfirvalda var haft eftir einum yfirmanna SEC að Rio Tinto hefði einungis ráðið umræddan ráðgjafa til starfa, vegna aðgengis hans að áhrifafólki í Gíneu.

Rio Tinto er annað stærsta fyrirtæki heims á sviði málm- og námavinnslu og er til að mynda annar stærsti álframleiðandi heimsins. Fyrirtækið hefur ítrekað verið staðið að og gagnrýnt fyrir brot á umhverfislöggjöf og verið sakað um spillingu, einkum og sér í lagi í fátækari hluta heimsins. 

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Violation tracker birtir lista yfir fyrirtæki og banka og fleiri sem brjóta lög og reglur. Og listinn er langur og meirihluti tilkynningarskyldra aðila sem Seðló sá ekki ástæðu til að gera DD eða KYC greiningar á finnst þar... varðandi Rio Tinto hafa þeir yfir 100 brot og sektir yfir 25 milljónir dollara
    Það er víst skilst mér fyrir utan mútusektirnar, 15 milljónir dollara.
    Samherja og stuðningsmönnum innan ríkis og kerfis til fróðleiks er Rio Tinto með höfuðstöðvar í UK og brotið framið í Afríku... og UK ríkisstjórnin segir ekki orð. Svo það er hrein óskhyggja að SEC og DOJ eða aðrir geti ekki náð í skottið á þeim. Og keðjuábyrgðin gerir það að verkum að líklega sitja Hollendingar uppi með Svartapétur.

    Svo nei... Samherji er langt í frá sloppinn ... og mun ekki sleppa.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár