Bráðateymi fyrir börn og ungmenni í bráðri hættu vegna alvarlegrar vanlíðunar eða geðræns ástands er með starfsstöð á BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Bráðateymið grípur inn í þar sem öryggi barns er ógnað og meta þarf hættu vegna virkra sjálfsvígshugsana eða annars bráðs vanda á borð við geðrofseinkenni eða geðhvarfaeinkennum.
„Þetta þrennt þolir enga bið, öryggisins vegna fyrir barnið,“ segir Kristín Inga Grímsdóttir, teymisstjóri bráðateymis BUGL og sérfræðingur í geðhjúkrun barna og unglinga. Bráðateymið sinnir ekki öðrum vanda og er hugsað sem stutt inngrip til að tryggja öryggi barns og meta hættu á sjálfsvígi.
Nýkomum í bráðateymi fjölgar
Árið 2022 voru nýkomur í bráðateymið 352 en nýkomur voru 361 árið 2021. Þessi tölfræði miðast við þau börn sem koma í fyrsta viðtal sitt hjá bráðateyminu það ár. Samkvæmt þessu er nánast eitt barn að jafnaði að leita til bráðateymisins á hverjum einasta degi.“
Inni í þessum tölum eru bæði börn …
Athugasemdir