Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Eitt barn á dag að jafnaði til bráðateymis BUGL – Sjálfsvígshætta algengasta ástæðan

Teym­is­stjóri bráðat­eym­is BUGL seg­ir auk­inn hraða í sam­fé­lagi nú­tím­ans og skort á mót­læta­þoli stuðla að al­var­legri van­líð­an barna og ung­linga. Þá sé mik­il notk­un sam­fé­lags­miðla áhættu­þátt­ur fyr­ir sjálfs­víg­um. Bráðat­eym­ið gríp­ur inn í þar sem ör­yggi barns er ógn­að og meta þarf hættu vegna virkra sjálfs­vígs­hugs­ana eða ann­ars bráðs vanda. Álag á bráðat­eym­ið minnk­ar þeg­ar skóla­frí nálg­ast. Teym­is­stjóri seg­ir það hollt börn­um að láta sér leið­ast.

Eitt barn á dag að jafnaði til bráðateymis BUGL – Sjálfsvígshætta algengasta ástæðan

Bráðateymi fyrir börn og ungmenni í bráðri hættu vegna alvarlegrar vanlíðunar eða geðræns ástands er með starfsstöð á BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Bráðateymið grípur inn í þar sem öryggi barns er ógnað og meta þarf hættu vegna virkra sjálfsvígshugsana eða annars bráðs vanda á borð við geðrofseinkenni eða geðhvarfaeinkennum. 

„Þetta þrennt þolir enga bið, öryggisins vegna fyrir barnið,“ segir Kristín Inga Grímsdóttir, teymisstjóri bráðateymis BUGL og sérfræðingur í geðhjúkrun barna og unglinga.  Bráðateymið sinnir ekki öðrum vanda og er hugsað sem stutt inngrip til að tryggja öryggi barns og meta hættu á sjálfsvígi. 

Nýkomum í bráðateymi fjölgar

Árið 2022 voru nýkomur í bráðateymið 352 en nýkomur voru 361 árið 2021. Þessi tölfræði miðast við þau börn sem koma í fyrsta viðtal sitt hjá bráðateyminu það ár. Samkvæmt þessu er nánast eitt barn að jafnaði að leita til bráðateymisins á hverjum einasta degi.“

Inni í þessum tölum eru bæði börn …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár