Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Verið að láta stúdenta borga meira, af því að stjórnvöld gera það ekki“

Stúd­enta­ráð seg­ir Há­skóla Ís­lands reyna að fjár­magna þann millj­arð sem skól­ann vant­ar með því að hækka skrá­setn­ing­ar­gjöld nem­enda úr 75 þús­und krón­um í 95 þús­und krón­ur á ári.

„Verið að láta stúdenta borga meira, af því að stjórnvöld gera það ekki“
Herferð Stúdentaráð Háskóla Íslands hóf herferð í byrjun vikunnar gegn mögulegri hækkun á skrásetningargjaldi nemenda. Mynd: Eik Arnþórsdóttir

Samkvæmt Stúdentaráði Háskóla Íslands vantar skólann milljarð sem hann hyggst meðal annars sækja í vasa nemenda sinna með því að hækka skrásetningargjöld í 95 þúsund krónur. Á síðasta ári var niðurskurður til Háskóla Íslands samþykktur í fjárlögum. Stúdentaráð gagnrýnir háskólayfirvöld með herferðinni „Stúdentar gjalda misbresti stjórnvalda“. 

Grunnnámslán stúdenta er rúmar 106 þúsund krónur á mánuði. Nemandi á grunnnámslánum fengi því rúmlega eina milljón króna til að framfleyta sér í níu mánuði. Fyrir nemenda sem býr á stúdentagörðum er mánaðarlegur kostnaður við leigu á einstaklingsíbúð yfir 100 þúsund krónur. 

Í samtali við Heimildina segir forseti Stúdentaráðs, Rebekka Karlsdóttir, að niðurskurðurinn og hækkun skrásetningagjalda haldist augljóslega í hendur. „Beiðnin kemur strax í kjölfar þess að niðurskurður er boðaður milli annarrar og þriðju umræðu fjárlaga á þingi. Það er bókstaflega verið að láta stúdenta borga meira, af því að stjórnvöld gera það ekki.“

Ekki hlutverk stúdenta að fjármagna opinbera menntun

 „Við erum búin að setja spurningarmerki við lögmæti gjaldsins. Við drögum í efa að gjaldið standist lög um opinbera háskóla. Það sé í rauninni verið að rukka stúdenta mun meira en lög leyfa og svo á að fara að hækka þau gjöld enn frekar þegar það liggur vafi á hvort að þau standist lög,“ segir Rebekka.

Jón Ingvi Ingimundarson, þriðja árs nemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir mögulega hækkun vera kjaftshögg. „Nemendur eru búnir að öskra sig hása að benda á hvað er að en það heyrist ekki múkk. Það sýnir hvar áherslur flokkana liggja og það er ekki hjá nemendum.“ Hann segir hagsmuni nemenda vera hagsmuni þjóðar.  

Jón Ingvi segir sig og aðra nemendur í háskólanum þakka guði fyrir að vera að útskrifast nú í vor. Aðspurður hvort staða stúdenta hafi áhrif á hvort Jón Ingvi geti hugsað sér að fara í framhaldsnám segir hann svo vera. „Mér finnst framkoma HÍ við nemendur svo fáránleg að mig langar ekki að koma hingað aftur. Að ég þurfi að borga svona ótrúlega mikinn pening fyrir ekki einu sinni bætta þjónustu. Það er ekkert grín að taka lán sem námsmaður. Þau eru undir framfærsluviðmiðum sem eru gefin út. Ef maður er í vinnu með 30 einingum þá er maður bara kominn í „burnout“ við útskrift.“

Er ekki eðlilegt að skrásetningargjald hækki?

Heimildin fjallaði nýverið um gagnrýni af hálfu deildarforseta Hugvísindasviðs í garð Samstarfssjóðs Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Í þeirri umfjöllun lýsti rektor Háskóla Íslands einnig yfir áhyggjum af fjármálaáætlun skólans fyrir árið 2024.

Stúdentaráð telur forsendur þess að hækka eigi skráningargjaldið ekki fullnægjandi. Á vefsíðu Stúdentaráðs segir:

Það er eðlilegt að gjöld taki mið af verðlagsbreytingum milli ára, en lykilatriðið er að hluti skrásetningargjaldsins á að dekka kostnað sem er alls ótengdur eiginlegri skrásetningu stúdenta. Stúdentaráð telur því ekki halda vatni að rökstyðja hækkun gjaldsins nú með vísitöluhækkunum á núverandi kostnaðarliðum, þar sem vafi leikur á um hvort þeir standist lög.

„Þetta snýst líka um aðgengi að námi almennt. Við höfum verið að benda á að gjaldið er margfallt hærra en á Norðurlöndunum nú þegar,“ segir Rebekka. Í stjórnarsáttmála ríkistjórnarinnar er markmið um að fjármagna háskóla eins og þekkist á Norðurlöndum.  

Stúdentaráð stefnir á afhendingu ítarlegrar samantektar um kröfur sínar og málflutning til ráðherra í vikulok. Rebekka telur hækkun skrásetningargjaldsins vera örvæntingafulla tilraun hjá háskólanum til að reyna að stoppa í gatið sem við blasir. „Það þarf að ráðast á rót vandans í stað þess að kafa dýpra í vasa stúdenta.“

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
1
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
2
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár