Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segir launakjör forstjóra „úr takti við það sem eðlilegt getur talist í íslensku samfélagi“

Fram­kvæmda­stjóri Gild­is seg­ir líf­eyr­is­sjóð­inn oft­ast vera eina fjár­fest­inn á mark­aði sem mót­mæl­ir starfs­kjara­stefn­um skráðra fyr­ir­tækja. Reynsl­an hagi sýnt að sí­fellt sé ver­ið að bæta við kaupauk­um í ýmsu formi til stjórn­enda án þess að það komi nið­ur á há­um föst­um laun­um.

Segir launakjör forstjóra „úr takti við það sem eðlilegt getur talist í íslensku samfélagi“
Kauphöll Íslands Mikið launaskrið hefur verið hjá forstjórum skráðra fyrirtækja á Íslandi. Mynd: MBL / Þórður Arnar Þórðarson

Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, segir að launakjör forstjóra skráðra fyrirtækja hér á landi, sem eru öll að nokkrum eða stórum hluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða, séu „úr takti við það sem eðlilegt getur talist í íslensku samfélagi.“ Þar nefnir hann sérstaklega launagreiðslur til Ásgeirs Helga Reykfjörð Gylfasonar, forstjóra SKEL, sem Heimildin greindi nýverið frá að hefði verið með tæplega 19 milljónir króna að meðaltali í laun á síðasta ári og laun Orra Haukssonar, forstjóra Símans, sem Heimildin greindi frá að hefði verið með 9,7 milljónir króna að meðaltali á mánuði á síðasta ári. 

Árni segir, í grein sem birtist á Innherja í dag, að Gildi hafi beitt sér gegn þeirri launaþróun sem nú sé að raungerast. Sú vinna hafi byggt á hluthafastefnu sjóðsins þar sem tekin sé einörð afstaða í þeim málum. „Reynslan hefur hins vegar sýnt að sífellt er verið að bæta við kaupaukum í ýmsu formi …

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Thoroddsen skrifaði
    Hafið þið séð viðtalið við BB um laun forstjóra ?
    Mæli með að hann fái kennslu í að sannfæra fólk um að hugur hans fylgi máli. Ömurlegasta framhaldssýning BB til þessa. Sorglegt.
    Munum svo að kjósa Sjálfstæðisflokkinn út úr fjármálaráðuneytinu, varanlega.
    0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Þetta má leysa með einföldum hætti. Það vantar einfaldlega að setja inn nýtt tekjuskattsþrep, sem gæti verið allt að 65% á háar tekjur, t.d. fyrir ofan 3 millj. kr á mánuði. Í leiðinni mætti hækka frítekjumörk þannig að lægstu teljur verði skattfrjálsar. Fjármagnstekjuskattur einstaklinga gæti líka verið þrepaskiptur með frítekjumörkum.
    0
  • Kalla Karlsdóttir skrifaði
    Þetta er ömurlegt að lesa, en nausynlegt að upplýsa, takk fyrir Heimild..
    1
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Þetta finnst yfirvöldum allt í lagi, allt annað með verkalýðinn,
    hann þarf helst ekki á neinu að halda.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár