Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Héraðssaksóknari leggst gegn hækkun samræðisaldurs

Embætti hér­aðssak­sókn­ara tel­ur ákveð­ins mis­skiln­ings gæta í frum­varpi Pírata um hækk­un sam­ræðis­ald­urs og tel­ur ekki ráð­legt að gera svo stór­ar breyt­ing­ar, að hækka kyn­ferð­is­leg­an lág­marks­ald­ur, úr 15 ára í 18 ára.

Héraðssaksóknari leggst gegn hækkun samræðisaldurs
Kynferðisofbeldi Héraðssaksóknari setur spurningamerki við að hækka samræðisaldur úr 15 árum í 18 ár. Í umsögn um frumvarp Pírata þess efnis segir embættið að ekki sé vísað til neinna rannsókna hvað þetta varðar og svo stór breyting sem þessi þurfi að eiga sér stað að undangenginni ítarlegri skoðun. Mynd: Shutterstock

Héraðssaksóknari telur ekki ráðlegt að hækka svokallaðan kynferðislegan lágmarksaldur, eða samræðisaldur, út 15 árum í 18 ár, líkt og þingmenn Pírata hafa lagt til með frumvarpi um breytingu á almennum hegningarlögum. 

Aldursmarkið var síðast hækkað árið 2007, út 14 árum í 15 og var þá meðal annars vísað til rannsókna sem lágu fyrir um viðhorf ungmenna sjálfra. „Í frumvarpinu nú er ekki vísað til neinna rannsókna hvað þetta varðar og svo stór breyting sem þessi þarf að eiga sér stað að undangenginni ítarlegri skoðun,“ segir í umsögn embættis héraðssaksóknara til allsherjar- og menntamálanefndar um frumvarpið sem Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, undirritar. 

VarahéraðssaksóknariKolbrún Benediktsdóttir undirritar umsögn héraðssaksónara um frumvarp Pírata til breytinga á almennum hegningarlögum þar sem lagt er til að samræðisaldur verði hækkaður úr 15 árum í 18. Embættið telur slíkt ekki ráðlegt á þessari stundu.

Frumvarpinu var dreift á Alþingi síðasta haust og hafa flutningsmenn þess meðal annars fært rök fyrir því að hækkun samræðisaldurs í 18 ár muni veita börnum aukna vernd í kynferðisbrotamálum. 

Í umsögn héraðssaksóknara segir að ákveðins misskilnings gæti. Í frumvarpinu er lagt til að 200. og 201. grein almennra hegningarlaga verði felld brott og breyting gerð á 202. grein þar sem kynferðislegur lágmarksaldur verði hækkaður í 18 ár. Því sé ekki lengur þörf á ákvæðum 200 og 201. 

Tvenns konar misskilningur

Misskilningurinn, að mati héraðssaksóknara, felst í því að bann við samræði, öðrum kynferðismökum eða kynferðislegri áreitni við barn eða annan ættingja (sifjaspell) er alveg óháð aldri barnsins eða ættingjans. „Er háttsemin því refsiverð þótt brotaþolinn sé eldri en 18 ára. Héraðssaksóknari getur því ekki tekið undir þessa breytingartillögu enda myndi hún rýra rétt brotaþola sifjaspella,“ segir í umsögn héraðssaksóknara. 

Þá segir héraðssaksóknari einnig að misskilnings sé að gæta hvað varðar breytingar á 204. grein almennra hegningarlaga um brot framin í gáleysi. Í frumvarpinu er lagt til að greinin verði felld niður með þeim rökum að aðrar breytingar á lögunum feli í sér að ekki sé ástæða til þess að halda eftir ákvæði um gáleysi þar sem börn eigi ávallt að fá að njóta vafans. 

„Fyrir gáleysisbrot er eingöngu hægt að refsa ef sérstök heimild er til þess í lögunum. Ákæruvaldið ber sönnunarbyrðina þegar kemur að því að sanna að gerandi hafi haft ásetning til brots og þarf í málum sem varða brot gegn börnum að sanna að viðkomandi hafi vitað að brotaþoli var undir aldri á verknaðarstundu. Sú sönnun er stundum torveld og þá er mjög mikilvægt að hafa gáleysisákvæði í lögunum að því er varðar aldurinn,“ segir í umsögn héraðssaksóknara.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
4
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
6
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár