Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Héraðssaksóknari leggst gegn hækkun samræðisaldurs

Embætti hér­aðssak­sókn­ara tel­ur ákveð­ins mis­skiln­ings gæta í frum­varpi Pírata um hækk­un sam­ræðis­ald­urs og tel­ur ekki ráð­legt að gera svo stór­ar breyt­ing­ar, að hækka kyn­ferð­is­leg­an lág­marks­ald­ur, úr 15 ára í 18 ára.

Héraðssaksóknari leggst gegn hækkun samræðisaldurs
Kynferðisofbeldi Héraðssaksóknari setur spurningamerki við að hækka samræðisaldur úr 15 árum í 18 ár. Í umsögn um frumvarp Pírata þess efnis segir embættið að ekki sé vísað til neinna rannsókna hvað þetta varðar og svo stór breyting sem þessi þurfi að eiga sér stað að undangenginni ítarlegri skoðun. Mynd: Shutterstock

Héraðssaksóknari telur ekki ráðlegt að hækka svokallaðan kynferðislegan lágmarksaldur, eða samræðisaldur, út 15 árum í 18 ár, líkt og þingmenn Pírata hafa lagt til með frumvarpi um breytingu á almennum hegningarlögum. 

Aldursmarkið var síðast hækkað árið 2007, út 14 árum í 15 og var þá meðal annars vísað til rannsókna sem lágu fyrir um viðhorf ungmenna sjálfra. „Í frumvarpinu nú er ekki vísað til neinna rannsókna hvað þetta varðar og svo stór breyting sem þessi þarf að eiga sér stað að undangenginni ítarlegri skoðun,“ segir í umsögn embættis héraðssaksóknara til allsherjar- og menntamálanefndar um frumvarpið sem Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, undirritar. 

VarahéraðssaksóknariKolbrún Benediktsdóttir undirritar umsögn héraðssaksónara um frumvarp Pírata til breytinga á almennum hegningarlögum þar sem lagt er til að samræðisaldur verði hækkaður úr 15 árum í 18. Embættið telur slíkt ekki ráðlegt á þessari stundu.

Frumvarpinu var dreift á Alþingi síðasta haust og hafa flutningsmenn þess meðal annars fært rök fyrir því að hækkun samræðisaldurs í 18 ár muni veita börnum aukna vernd í kynferðisbrotamálum. 

Í umsögn héraðssaksóknara segir að ákveðins misskilnings gæti. Í frumvarpinu er lagt til að 200. og 201. grein almennra hegningarlaga verði felld brott og breyting gerð á 202. grein þar sem kynferðislegur lágmarksaldur verði hækkaður í 18 ár. Því sé ekki lengur þörf á ákvæðum 200 og 201. 

Tvenns konar misskilningur

Misskilningurinn, að mati héraðssaksóknara, felst í því að bann við samræði, öðrum kynferðismökum eða kynferðislegri áreitni við barn eða annan ættingja (sifjaspell) er alveg óháð aldri barnsins eða ættingjans. „Er háttsemin því refsiverð þótt brotaþolinn sé eldri en 18 ára. Héraðssaksóknari getur því ekki tekið undir þessa breytingartillögu enda myndi hún rýra rétt brotaþola sifjaspella,“ segir í umsögn héraðssaksóknara. 

Þá segir héraðssaksóknari einnig að misskilnings sé að gæta hvað varðar breytingar á 204. grein almennra hegningarlaga um brot framin í gáleysi. Í frumvarpinu er lagt til að greinin verði felld niður með þeim rökum að aðrar breytingar á lögunum feli í sér að ekki sé ástæða til þess að halda eftir ákvæði um gáleysi þar sem börn eigi ávallt að fá að njóta vafans. 

„Fyrir gáleysisbrot er eingöngu hægt að refsa ef sérstök heimild er til þess í lögunum. Ákæruvaldið ber sönnunarbyrðina þegar kemur að því að sanna að gerandi hafi haft ásetning til brots og þarf í málum sem varða brot gegn börnum að sanna að viðkomandi hafi vitað að brotaþoli var undir aldri á verknaðarstundu. Sú sönnun er stundum torveld og þá er mjög mikilvægt að hafa gáleysisákvæði í lögunum að því er varðar aldurinn,“ segir í umsögn héraðssaksóknara.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
4
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
5
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár