Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Héraðssaksóknari leggst gegn hækkun samræðisaldurs

Embætti hér­aðssak­sókn­ara tel­ur ákveð­ins mis­skiln­ings gæta í frum­varpi Pírata um hækk­un sam­ræðis­ald­urs og tel­ur ekki ráð­legt að gera svo stór­ar breyt­ing­ar, að hækka kyn­ferð­is­leg­an lág­marks­ald­ur, úr 15 ára í 18 ára.

Héraðssaksóknari leggst gegn hækkun samræðisaldurs
Kynferðisofbeldi Héraðssaksóknari setur spurningamerki við að hækka samræðisaldur úr 15 árum í 18 ár. Í umsögn um frumvarp Pírata þess efnis segir embættið að ekki sé vísað til neinna rannsókna hvað þetta varðar og svo stór breyting sem þessi þurfi að eiga sér stað að undangenginni ítarlegri skoðun. Mynd: Shutterstock

Héraðssaksóknari telur ekki ráðlegt að hækka svokallaðan kynferðislegan lágmarksaldur, eða samræðisaldur, út 15 árum í 18 ár, líkt og þingmenn Pírata hafa lagt til með frumvarpi um breytingu á almennum hegningarlögum. 

Aldursmarkið var síðast hækkað árið 2007, út 14 árum í 15 og var þá meðal annars vísað til rannsókna sem lágu fyrir um viðhorf ungmenna sjálfra. „Í frumvarpinu nú er ekki vísað til neinna rannsókna hvað þetta varðar og svo stór breyting sem þessi þarf að eiga sér stað að undangenginni ítarlegri skoðun,“ segir í umsögn embættis héraðssaksóknara til allsherjar- og menntamálanefndar um frumvarpið sem Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, undirritar. 

VarahéraðssaksóknariKolbrún Benediktsdóttir undirritar umsögn héraðssaksónara um frumvarp Pírata til breytinga á almennum hegningarlögum þar sem lagt er til að samræðisaldur verði hækkaður úr 15 árum í 18. Embættið telur slíkt ekki ráðlegt á þessari stundu.

Frumvarpinu var dreift á Alþingi síðasta haust og hafa flutningsmenn þess meðal annars fært rök fyrir því að hækkun samræðisaldurs í 18 ár muni veita börnum aukna vernd í kynferðisbrotamálum. 

Í umsögn héraðssaksóknara segir að ákveðins misskilnings gæti. Í frumvarpinu er lagt til að 200. og 201. grein almennra hegningarlaga verði felld brott og breyting gerð á 202. grein þar sem kynferðislegur lágmarksaldur verði hækkaður í 18 ár. Því sé ekki lengur þörf á ákvæðum 200 og 201. 

Tvenns konar misskilningur

Misskilningurinn, að mati héraðssaksóknara, felst í því að bann við samræði, öðrum kynferðismökum eða kynferðislegri áreitni við barn eða annan ættingja (sifjaspell) er alveg óháð aldri barnsins eða ættingjans. „Er háttsemin því refsiverð þótt brotaþolinn sé eldri en 18 ára. Héraðssaksóknari getur því ekki tekið undir þessa breytingartillögu enda myndi hún rýra rétt brotaþola sifjaspella,“ segir í umsögn héraðssaksóknara. 

Þá segir héraðssaksóknari einnig að misskilnings sé að gæta hvað varðar breytingar á 204. grein almennra hegningarlaga um brot framin í gáleysi. Í frumvarpinu er lagt til að greinin verði felld niður með þeim rökum að aðrar breytingar á lögunum feli í sér að ekki sé ástæða til þess að halda eftir ákvæði um gáleysi þar sem börn eigi ávallt að fá að njóta vafans. 

„Fyrir gáleysisbrot er eingöngu hægt að refsa ef sérstök heimild er til þess í lögunum. Ákæruvaldið ber sönnunarbyrðina þegar kemur að því að sanna að gerandi hafi haft ásetning til brots og þarf í málum sem varða brot gegn börnum að sanna að viðkomandi hafi vitað að brotaþoli var undir aldri á verknaðarstundu. Sú sönnun er stundum torveld og þá er mjög mikilvægt að hafa gáleysisákvæði í lögunum að því er varðar aldurinn,“ segir í umsögn héraðssaksóknara.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
5
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár