Ræstingafyrirtækið Dagar velti öllum hækkunum á laun starfsmanna sem kjarasamningar höfðu í för með sér beint út í verðlag. Viðskiptavinir fyrirtækisins fengu í desember senda reikninga þar sem launaliður vegna veittrar þjónustu var hækkaður um 11,9 prósent, sem jafngildir allri kjarasamningsbundinni hækkun launa starfsfólks Daga. Þá fengu viðskiptavinir Daga jafnframt bakreikninga þar sem þeim var einnig gert að standa undir afturvirkri hækkun launa starfsfólks Daga, sem einnig var samið um í síðustu kjarasamningum.
Kjarasamningar milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins voru samþykktir með atkvæðagreiðslu 19. desember síðastliðinn. Samningarnir tóku afturvirkt gildi frá 1. nóvember síðastliðnum. Taxtahækkanir á kjörum ræstingafólks námu á iblinu 9,7 til 13 prósentum, eftir aldursþrepum. Miðað við starfsaldurssamsetningu starfsmanna Daga nemur það 11,9 prósenta hækkun.
„Þar sem umsamin hækkun tekur gildi afturvirkt frá 1. nóvember munu viðskiptavinir okkar fá sendan aukareikning fyrir nóvember og desember“
Strax 20. desember fengu …
Sjáið bara smettið a Benedikt - hann er eins og Voldemort… 🤮