Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ræstingafyrirtækið Dagar velti öllum kjarasamningshækkunum út í verðlag

Ræst­inga­fyr­ir­tæk­ið Dag­ar hækk­aði launa­lið í þjón­ustu­samn­ing­um sín­um um sem nam allri taxta­hækk­un í kjara­samn­ing­um SA og SGS. Þá sendi fyr­ir­tæk­ið við­skipta­vin­um sín­um bak­reikn­inga fyr­ir aft­ur­virkri hækk­un kjara­samn­ing­anna. Yf­ir tveir millj­arð­ar króna hafa ver­ið greidd­ir út í arð til hlut­hafa fyr­ir­tæk­is­ins á síð­ustu sjö ár­um. Stærstu eig­end­ur Daga eru Ein­ar og Bene­dikt Sveins­syn­ir.

Ræstingafyrirtækið Dagar velti öllum kjarasamningshækkunum út í verðlag
Taka ekkert á sig Öllum kjarasamningsbundnum hækkunum var velt yfir á viðskiptavini Daga. Mynd: Samsett / Heimildin - Davíð Þór

Ræstingafyrirtækið Dagar velti öllum hækkunum á laun starfsmanna sem kjarasamningar höfðu í för með sér beint út í verðlag. Viðskiptavinir fyrirtækisins fengu í desember senda reikninga þar sem launaliður vegna veittrar þjónustu var hækkaður um 11,9 prósent, sem jafngildir allri kjarasamningsbundinni hækkun launa starfsfólks Daga. Þá fengu viðskiptavinir Daga jafnframt bakreikninga þar sem þeim var einnig gert að standa undir afturvirkri hækkun launa starfsfólks Daga, sem einnig var samið um í síðustu kjarasamningum.

Kjarasamningar milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins voru samþykktir með atkvæðagreiðslu 19. desember síðastliðinn. Samningarnir tóku afturvirkt gildi frá 1. nóvember síðastliðnum. Taxtahækkanir á kjörum ræstingafólks námu á iblinu 9,7 til 13 prósentum, eftir aldursþrepum. Miðað við starfsaldurssamsetningu starfsmanna Daga nemur það 11,9 prósenta hækkun.

„Þar sem umsamin hækkun tekur gildi afturvirkt frá 1. nóvember munu viðskiptavinir okkar fá sendan aukareikning fyrir nóvember og desember“
Finnbogi Gylfason
fjármálastjóri Daga í tölvupósi til viðskiptavina fyrirtækisins

Strax 20. desember fengu …

Kjósa
87
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (9)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • KJM
    Karl Jóhann Magnússon skrifaði
    Já en launin hækkuðu ekki nema um 8,4% og ekkert afturvirkt :(
    0
  • HR
    Hilmar Ragnarsson skrifaði
    Engeyjargræðgin
    1
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Sumir fá aldrei nóg, aldrei.
    3
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Mjög dæmigerð viðbrögð auðmanna
    4
  • Erlingur Gunnarsson skrifaði
    Fordæmalaus og alveg glórulaus græðgi hjá þessu Engeyinga hyski
    8
  • Ólafur Sigurgeirsson skrifaði
    Hvernig í ósköpunum getur þú rukkað fyrir þjónustu svona afturvirkt. Það er búið að greiða þessa reikninga og svo koma afturvirkar hækkanir. Er þetta löglegt? Ég myndi neita að borga þessa afturvirku rukkanir og hóta þeim bara á móti að samningum við þá sé rift
    9
    • Guðrún Aðalsteinsdóttir skrifaði
      Ég hefði gaman af að vita hvort þetta fyrirtæki sjái um um öll þrif á stjórnarheimilinu, alþingi og skrifstofum tengdu og öðru húsnæði
      0
  • Thordis Arnadottir skrifaði
    Þetta er svo sjúkt af græðgi að það fattar ekki þegar það “fer yfir strikið”
    Sjáið bara smettið a Benedikt - hann er eins og Voldemort… 🤮
    5
    • Siggi Rey skrifaði
      Hverju orði sannarra! Græðgin er gjörsamlega glórulaus hjá þessum glæpalýð!
      4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Aðstoð Brynjars við Jón átti þátt í yfirburðahæfi
2
Fréttir

Að­stoð Brynj­ars við Jón átti þátt í yf­ir­burða­hæfi

Hæfn­is­nefnd­in sem komst að nið­ur­stöðu um að Brynj­ar Ní­els­son vara­þing­mað­ur væri hæf­ast­ur til að verða dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur horfði sér­stak­lega til starfa hans sem póli­tísks að­stoð­ar­manns Jóns Gunn­ars­son­ar í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Meiri­hluti um­sækj­enda dró um­sókn­ina til baka eft­ir að þeir voru upp­lýst­ir um hverj­ir aðr­ir sóttu um.
Þegar borgin fór á taugum
3
Greining

Þeg­ar borg­in fór á taug­um

Meiri­hlut­inn í borg­inni sprakk óvænt í lok síð­ustu viku rétt eft­ir ham­fara­veð­ur sem geis­að hafði á land­inu öllu. Öskureið­ur odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar leiddi til þess að Fram­sókn ákvað að leita hóf­anna í mis­heppn­uð­um póli­tísk­um leið­angri sem sprengdi meiri­hluta­sam­starf­ið. Póli­tísk­ir eld­inga­storm­ar og rauð­ar við­var­an­ir voru víða í stjórn­mál­um vik­una ör­laga­ríku.
Svona græddu allir bankarnir milljarða
6
Greining

Svona græddu all­ir bank­arn­ir millj­arða

Ís­lensku við­skipta­bank­arn­ir fjór­ir, Lands­banki, Ís­lands­banki, Ari­on banki og Kvika, græddu sama­lagt 96 millj­arða króna. All­ir hafa þeir skil­að upp­gjöri og vilja stjórn­ir þeirra greiða eig­end­um sín­um meira en 50 millj­arða króna í arð. Ís­lenska rík­ið og líf­eyr­is­sjóð­ir eru lang­stærstu eig­end­ur ís­lenska banka­kerf­is­ins og mega því vænta stærsta hluta arðs­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er náttúrlega gangandi kraftaverk“
6
Viðtal

„Ég er nátt­úr­lega gang­andi krafta­verk“

Þeg­ar Thelma Björk Jóns­dótt­ir fata­hönn­uð­ur, jóga- og hug­leiðslu­kenn­ari og þriggja barna móð­ir, fann fyr­ir hnúð í öðru brjóst­inu fékk hún ekki að fara strax í skimun. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar greind­ist hún með mein­vörp í bein­um, sem hald­ið er niðri með lyfj­um. Hún seg­ir vald­efl­andi að eiga þátt í eig­in bata, með heild­rænni nálg­un og já­kvæðu hug­ar­fari. Hún seg­ir frá þessu, stóru ást­inni og gjöf­inni sem fólst í því að eign­ast barn með downs-heil­kenni.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu