Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Þekkt nöfn sækja um stöðu dagskrárstjóra Rásar 1

Með­al um­sækj­enda eru þrautreynt fjöl­miðla­fólk með mikl­ar teng­ing­ar við Rík­is­út­varp­ið. Þannig sækja þau Lára og Þor­finn­ur Óm­ars­börn bæði um stöð­una. Í hópi um­sækj­enda eru fyrr­ver­andi rit­stjór­ar, frétta­stjór­ar, menn­ing­ar­rit­stjór­ar og fram­kvæmda­stjór­ar.

Þekkt nöfn sækja um stöðu dagskrárstjóra Rásar 1
Mikil reynsla Umsækjendur um dagskrárstjórastöðuna eru margir hverjir þrautreyndir fjölmiðlamenn.

Átján sóttu um starf dagskrárstjóra Rásar 1 sem auglýst var fyrir skemmstu, eftir að Þröstur Helgason sagði upp stöðu sinni. Tveir drógu umsókn sína til baka en í meðal þeirra sextán sem eftir standa er fjöldi kanóna úr stétt fjölmiðlafólks.

Meðal þeirra sem sem sóttu um stöðuna eru Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, blaðamaður á Læknablaðinu. Gunnhildur er fyrrverandi ritstjóri dagblaðsins 24 stunda og fyrrverandi umsjónarmaður Morgunútvarps Rásar 2.

Lára Ómarsdóttir fjölmiðlakona, sem nýverið lét af störfum sem samskiptastjóri fjárfestingafélagsins Aztiq, er einnig á meðal umsækjenda. Áður en Lára tók við stöðu samskiptastjóra þar hafði hún starfað í fjölmiðlum um árabil, sem fréttamaður og dagskrárgerðarkona, og síðast sem fréttamaður í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV.

Þá sækir Þorfinnur Ómarsson, bróðir Láru, einnig um stöðuna en þau systkini eru sem kunnugt er börn Ómars Ragnarssonar fjölmiðlamanns, sem um árabil starfaði á Ríkisútvarpinu. Þorfinnur hefur starfað í fjölmiðlum um árabil og meðal annars stýrt Íslandi í dag á Stöð 2 og Vikulokunum á Rás 1, auk annars.

Fanney Birna Jónsdóttir lögfræðingur og blaðamaður er þá meðal umsækjenda en Fanney Birna á farsælan feril að baki í fjölmiðlum. Hún er fyrrverandi fréttastjóri Fréttablaðsins, fyrrverandi aðstoðarritstjóri Kjarnans og hafði umsjón með Silfrinu á RÚV um árabil.

Guðni Tómasson starfandi dagskrárgerðarmaður á Rás 1 er einnig meðal umsækjenda en hann stýrir þættinum Víðsjá og er fyrrverandi menningarritstjóri Fréttatímans.

María Björk Ingvarsdóttir sækir einnig um stöðuna en hún er fyrrverandi framkvæmdastjóri sjónvarpsstöðvarinnar N4, sem hætti starfsemi í byrjun febrúar. Tölvuverða athygli vakti í desember síðastliðnum þegar meirihluti fjárlaganefndar Alþingis ákvað að veita 100 milljóna króan framlag til reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiddu sjónvarpsefni, eftir að María Björk fór fram á að fá slíkan styrk í beiðni til nefndarinnar. Ekki síst vakti ákvörðunin athygli í ljósi þess að mágur Maríu Bjarkar, Stefán Vagn Stefánsson, situr í meirihluta fjárlaganefndar. Hins vegar var dró fjárlaganefnd í land með veitingu styrksins eftir gagnrýni í fjölmiðlum. María Björk er fyrrverandi fréttamaður á Ríkisútvarpinu og starfaði meðal annars hjá svæðisútvarpinu á Norðurlandi.

Þorsteinn J. Vilhjálmsson er þá meðal umsækjenda en Þorsteinn hefur starfað í fjölmiðlum í áratugi, ýmist hjá fjölmiðlafyrirtækjum eða sjálfstætt. Hann var meðal annars einn stjórnenda í Íslandi í dag á Stöð 2 og hefur starfað bæði á RÚV og Bylgjunni, svo eitthvað sé nefnt. Á síðasta ári fluttti RÚV þætti Þorsteins um Skeggja Ásbjarnarson kennara, þar sem flett var ofan af brotum hans gegn nemendum sínum og vöktu þeir mikla athygli.

Auk þessara umsækjenda má nefna að meðal annarra sem sækja um eru Júlía Margrét Einarsdóttir sem er verkefnastjóri vefútgáfu og dagskrárgerðarkona á RÚV, Hjálmar Hjálmarsson leikari, Matthías Tryggvi Haraldsson, sem titlaður er texta- og hugmyndasmiður en er kannski þekktastur fyrir að vera meðlimur hljómsveitarinnar Hatara og Magnús Lyngdal Magnúson sérfræðingur en hann er eiginmaður Ragnhildar Thorlacius, dagskrárgerðarkonu á Rás 1.

Umsækjendur eru eftirfarandi

  • Ásgrímur Geir Logason leikari og leikstjóri
  • Fanney Birna Jónsdóttir lögfræðingur og blaðamaður
  • Guðni Tómasson dagskrárgerðarmaður og framleiðandi
  • Gunnar Karel Másson tónskáld
  • Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir blaðamaður
  • Hjálmar Hjálmarsson framleiðandi og leikari
  • Jón Hjörtur Sigurðarson vefsíðugerð og netmarkaðssetning
  • Júlía Margrét Einarsdóttir verkefnastjóri vefútgáfu og dagskrárgerðarkona
  • Lára Magnúsdóttir sagnfræðingur og rithöfundur
  • Lára Ómarsdóttir fv. Samskiptastjóri
  • Magnús Lyngdal Magnússon sérfræðingur
  • María Björk Ingvadóttir fv. framkvæmdastjóri
  • Matthías Tryggvi Haraldsson texta- og hugmyndasmiður
  • Óli Valur Pétursson verkefnafulltrúi
  • Þorfinnur Ómarsson upplýsinga- og samskiptastjóri
  • Þorsteinn J. Vilhjálmsson blaðamaður, dagskrárgerðarmaður og ritstjóri
Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár