Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Tvímælalaust“ skoðað að færa stoppistöð Strætó nær Leifsstöð

Það kost­ar næst­um tvisvar sinn­um meira að taka flugrútu en Strætó frá Kefla­vík­ur­flug­velli til höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Inn­viða­ráð­herra seg­ir að horft verði til þess að bæta al­menn­ings­sam­göng­ur til flug­stöðv­ar­inn­ar fyr­ir kom­andi sum­ar. Á með­al þess sem verð­ur skoð­að er að færa stoppi­stöð Strætó nær flug­stöð­inni.

„Tvímælalaust“ skoðað að færa stoppistöð Strætó nær Leifsstöð
Innviðaráðherra Verkefni starfshóps, sem á að skila tillögum að úrbótum fyrir komandi sumar, mun verða að greina leiðir til að bæta almenningssamgöngur milli höfuðborgarinnar og alþjóðaflugvallarins með umhverfisvænum hætti og leggja fram tillögur til úrbóta. Mynd: Eyþór Árnason

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að það sé mikilvægt að almenningssamgöngur milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins verði bættar sem fyrst. Starfshópur, sem hann hefur skipað um bættar og umhverfisvænar almenningssamgöngur milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins sé að hefja störf. Í hópnum eiga sæti fulltrúar ráðuneytisins, Vegagerðarinnar, Isavia, Strætó bs., Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum og Kadeco. Niðurstöður og tillögur að úrbótum fyrir næsta sumar eiga að liggja fyrir í apríl 2023. Tillögur til lengri tíma munu liggja fyrir í september 2023.

Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga við fyrirspurn Hildar Sverrisdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um almenningssamgöngur til Keflavíkurflugvallar sem birt var á vef Alþingis í dag. 

Þar segir að verkefni starfshópsins verði að greina leiðir til að bæta almenningssamgöngur á þessari leið með umhverfisvænum hætti og leggja fram tillögur til úrbóta. „Horft verður m.a. til leiðakerfis, þjónustustigs, verðskrár, staðsetningar og umgjörðar biðstöðva og kolefnisfótspors. Hópurinn mun setja fram tillögu að …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MK
    Matthías Kristiansen skrifaði
    Nauðsynlegt er að koma upp samgöngumiðstöð við flugstöðina þar sem allir farþegar og rútur/strætóar geta athafnað sig undir þaki og eiginlega ótrúlegt að eftir 40 ára notkun skuli það ekki hafa verið gert
    0
  • EH
    Erpur Hansen skrifaði
    Á flugvallarstrætó ekki að stoppa fyrir framan BSÍ líka (svo ekki þurfi að dröslast með farangur 1-200 m yfir drullupollabílastæðið), má hann ekki fara svo til Reykjavíkurvlugvallar? Þá væri þessu skipulagsrugli í samgöngumálum loks lokið.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
4
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár