Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Tvímælalaust“ skoðað að færa stoppistöð Strætó nær Leifsstöð

Það kost­ar næst­um tvisvar sinn­um meira að taka flugrútu en Strætó frá Kefla­vík­ur­flug­velli til höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Inn­viða­ráð­herra seg­ir að horft verði til þess að bæta al­menn­ings­sam­göng­ur til flug­stöðv­ar­inn­ar fyr­ir kom­andi sum­ar. Á með­al þess sem verð­ur skoð­að er að færa stoppi­stöð Strætó nær flug­stöð­inni.

„Tvímælalaust“ skoðað að færa stoppistöð Strætó nær Leifsstöð
Innviðaráðherra Verkefni starfshóps, sem á að skila tillögum að úrbótum fyrir komandi sumar, mun verða að greina leiðir til að bæta almenningssamgöngur milli höfuðborgarinnar og alþjóðaflugvallarins með umhverfisvænum hætti og leggja fram tillögur til úrbóta. Mynd: Eyþór Árnason

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að það sé mikilvægt að almenningssamgöngur milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins verði bættar sem fyrst. Starfshópur, sem hann hefur skipað um bættar og umhverfisvænar almenningssamgöngur milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins sé að hefja störf. Í hópnum eiga sæti fulltrúar ráðuneytisins, Vegagerðarinnar, Isavia, Strætó bs., Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum og Kadeco. Niðurstöður og tillögur að úrbótum fyrir næsta sumar eiga að liggja fyrir í apríl 2023. Tillögur til lengri tíma munu liggja fyrir í september 2023.

Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga við fyrirspurn Hildar Sverrisdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um almenningssamgöngur til Keflavíkurflugvallar sem birt var á vef Alþingis í dag. 

Þar segir að verkefni starfshópsins verði að greina leiðir til að bæta almenningssamgöngur á þessari leið með umhverfisvænum hætti og leggja fram tillögur til úrbóta. „Horft verður m.a. til leiðakerfis, þjónustustigs, verðskrár, staðsetningar og umgjörðar biðstöðva og kolefnisfótspors. Hópurinn mun setja fram tillögu að …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MK
    Matthías Kristiansen skrifaði
    Nauðsynlegt er að koma upp samgöngumiðstöð við flugstöðina þar sem allir farþegar og rútur/strætóar geta athafnað sig undir þaki og eiginlega ótrúlegt að eftir 40 ára notkun skuli það ekki hafa verið gert
    0
  • EH
    Erpur Hansen skrifaði
    Á flugvallarstrætó ekki að stoppa fyrir framan BSÍ líka (svo ekki þurfi að dröslast með farangur 1-200 m yfir drullupollabílastæðið), má hann ekki fara svo til Reykjavíkurvlugvallar? Þá væri þessu skipulagsrugli í samgöngumálum loks lokið.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu