Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Tvímælalaust“ skoðað að færa stoppistöð Strætó nær Leifsstöð

Það kost­ar næst­um tvisvar sinn­um meira að taka flugrútu en Strætó frá Kefla­vík­ur­flug­velli til höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Inn­viða­ráð­herra seg­ir að horft verði til þess að bæta al­menn­ings­sam­göng­ur til flug­stöðv­ar­inn­ar fyr­ir kom­andi sum­ar. Á með­al þess sem verð­ur skoð­að er að færa stoppi­stöð Strætó nær flug­stöð­inni.

„Tvímælalaust“ skoðað að færa stoppistöð Strætó nær Leifsstöð
Innviðaráðherra Verkefni starfshóps, sem á að skila tillögum að úrbótum fyrir komandi sumar, mun verða að greina leiðir til að bæta almenningssamgöngur milli höfuðborgarinnar og alþjóðaflugvallarins með umhverfisvænum hætti og leggja fram tillögur til úrbóta. Mynd: Eyþór Árnason

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að það sé mikilvægt að almenningssamgöngur milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins verði bættar sem fyrst. Starfshópur, sem hann hefur skipað um bættar og umhverfisvænar almenningssamgöngur milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins sé að hefja störf. Í hópnum eiga sæti fulltrúar ráðuneytisins, Vegagerðarinnar, Isavia, Strætó bs., Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum og Kadeco. Niðurstöður og tillögur að úrbótum fyrir næsta sumar eiga að liggja fyrir í apríl 2023. Tillögur til lengri tíma munu liggja fyrir í september 2023.

Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga við fyrirspurn Hildar Sverrisdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um almenningssamgöngur til Keflavíkurflugvallar sem birt var á vef Alþingis í dag. 

Þar segir að verkefni starfshópsins verði að greina leiðir til að bæta almenningssamgöngur á þessari leið með umhverfisvænum hætti og leggja fram tillögur til úrbóta. „Horft verður m.a. til leiðakerfis, þjónustustigs, verðskrár, staðsetningar og umgjörðar biðstöðva og kolefnisfótspors. Hópurinn mun setja fram tillögu að …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MK
    Matthías Kristiansen skrifaði
    Nauðsynlegt er að koma upp samgöngumiðstöð við flugstöðina þar sem allir farþegar og rútur/strætóar geta athafnað sig undir þaki og eiginlega ótrúlegt að eftir 40 ára notkun skuli það ekki hafa verið gert
    0
  • EH
    Erpur Hansen skrifaði
    Á flugvallarstrætó ekki að stoppa fyrir framan BSÍ líka (svo ekki þurfi að dröslast með farangur 1-200 m yfir drullupollabílastæðið), má hann ekki fara svo til Reykjavíkurvlugvallar? Þá væri þessu skipulagsrugli í samgöngumálum loks lokið.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár