Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Helmingur hótelþerna undir grunnlaunataxta

Á einu af minni hót­el­um Ís­lands­hót­ela voru helm­ing­ur hót­el­þerna und­ir grunn­launataxta í októ­ber á síð­asta ári sem er rétt rúm­ar 369 þús­und krón­ur sam­kvæmt kjara­samn­ingi Sam­taka at­vinnu­lífs­ins og Efl­ing­ar.

Helmingur hótelþerna undir grunnlaunataxta
Sár yfir umræðu um „niðursett laun“ Davíð Torfi Ólafssson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, sagði í viðtali við Mannlíf vera sár yfir umræðu um að Íslandshótel væru að borga „niðursett laun“. Útreikningar Íslandshótela á launakjörum hótelþerna sýna hins vegar að helmingur hótelþerna á minni hótelI hjá honum náðu ekki upp í grunnlaunataxta í október síðastliðnum. Mynd: Samsett / Heimildin - Davíð Þór

Á einu af minni hótelum Íslandshótela vinna hótelþernur eftir vaktafyrirkomulagi sem gerir það að verkum að þær ná ekki upp í grunnlaun samkvæmt kjarasamningum Eflingar sem eru rétt rúmar 369 þúsund krónur á mánuði.

Erna Dís Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs-og gæðasviðs Íslandshótela, segir vaktafyrirkomulagið, eða vaktarúllan, sé þannig að suma mánuði sé hótelþernunum úthlutað færri vöktum en hundrað prósent starf gerir ráð fyrir en aðra mánuði sé þeim úthlutað vöktum sem fara yfir hundrað prósent og þannig sé vaktafjöldin að meðaltali hundrað prósent. „Þær eru að fá 20 til 21 vakt og þær eru átta og hálfan tíma á dag,“ segir Erna en fullt vaktaplan gerir ráð fyrir 173,3 tímum á mánuði. Tuttugu vaktir á mánuði, átta og hálfan tíma á dag gera 170 tíma samtals á meðan 21 vaktir, átta og hálfan tíma á dag gera 178,5 tíma.  

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thordis Malmquist skrifaði
    Það er svo dapurlegt hvernig atvinnurekendur hafa notfært sér útlent vinnuafl í mörg ár og sett upp sakleysissvip þegar fjallað er um málið. Hver er SÁR??? Ég mundi halda sá starfsmaður sem kemst að því að hann er hlunnfarinn, á ekki fyrir húsaleigu og er sagt að svona eigi þetta að vera. Skömm sé þeim sem haga sér svona gagnvart duglegu starfsfólki sem kemur hingað til að bjarga sér.
    0
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Staða sem kemur mér ekki á óvart.

    Að erlent launafólk er starfar hér á hótelum og reyndar um allt samfélagið sé að vinna á launum sem ekki ná umsömdum lágmarkslaunum.

    Þetta eru auðvitað afleiðingar af ládeyðu verkalýðshreyfingarinnar í þrjá áratugi.

    Tímabilið þar sem nær engin raunveruleg verkalýðsbarátta á sér stað.

    Þetta er ekki bara ástandið á félagssvæði Eflingar því þetta er auðvitað ástandið um land allt.

    Nú þegar ný forysta Eflingar tekur við innan félagsins fær hún þessi ósköp í fangið sem hefur verið þetta máttleysi félagsins á flestum sviðum þeir sem réðu ferð var fólk á skrifstofu og sat á mjúkum sessum allan ársins hring.

    Eina leiðin til að bjarga þessu er að koma upp trúnaðar-mönnum á hverjum einasta vinnustað þar sem fleiri en 5 starfa. Sterkt trúnaðaðarmannakerfi er forsenda þess að eitt verkalýðsfélag geti verið öflugt.

    Félagið verður að koma sér upp vinnulagi um hvernig trún-aðarmenn nýtast félaginu best og félagsfólki til heilla.

    Nýta þarf rétt félagsins til að halda uppi reglulegum nám-skeiðum fyrir þessa fulltrúa félagsins um hvaðeina sem trúnaðarmaður þarf að vita og einnig um vinnubrögð hans sem trúnaðarmannaráð hefur mótað.

    Þá er nauðsynlegt að sérstakur starfsmaður félagsmaður og í fjölmennu félagi fleiri en einn heimsæki vinnustaðina reglulega, fylgist þannig með kjörum fólksins og rækti tengslin við félagsfólk.

    Þetta er mín reynsla, svo hægt sé að halda uppi öflugu verkalýðsfélagi sem borin er full virðing fyrir. M.ö.o. það er ekki fjöldin sem gerir verkalýðsfélögin virðingarverð og sterk heldur traustir innviðir félaganna.

    Ég velti því fyrir mér hvernig ýmis réttindi þessa launafólks eru hér á Íslandi. Í morgun fór ég í ristil-speglun sem kostaði um 90.000 kr. Sjálfur greiddi ég rúmar 19 þúsund og sjúkratrygg-ingin rest.

    Nýtur erlent launafólk slíkra trygginga á Íslandi? Erlenda launafólkið greiðir fulla skatta hér á Íslandi þótt erlent sé.
    0
  • HK
    Hallur Kristvinsson skrifaði
    Þetta eru svo miklir aular.
    Verður vonandi skoðað eins langt aftur og má.
    Lágmarkslaun eru lágmarkslaun.
    Marklaust að nota meðallaun til viðmiðunar, segir ekkert sem skiptir máli.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjaradeila Eflingar og SA

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár