Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Mál á hendur feðgunum í morðmálinu á Blönduósi fellt niður

Hér­aðssak­sókn­ari tel­ur að feðg­arn­ir á Blönduósi hafi beitt neyð­ar­vörn til að verj­ast yf­ir­stand­andi árás Brynj­ars Þórs Guð­munds­son­ar, sem skaut og myrti Evu Hrund Pét­urs­dótt­ur og særði Kára Kára­son al­var­lega í ág­úst síð­ast­liðn­um. Brynj­ar lést í átök­un­um.

Mál á hendur feðgunum í morðmálinu á Blönduósi fellt niður
Málið fellt niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál á hendur feðgunum. Mynd: Unsplash

Embætti héraðssaksóknara hefur fellt niður mál á hendur feðgunum á Blönduósi, sem haft hafa réttarstöðu grunaðra um að hafa orðið valdir að dauða Brynjars Þórs Guðmundssonar. Brynjar ruddist inn í hús á Blönduósi í ágúst síðastliðnum, skaut heimilisföðurinn Kára Kárason í magann og særði alvarlega, og skaut síðan eiginkonu Kára, Evu Hrund Pétursdóttur, í höfuðið og banaði henni.

Brynjar lést eftir átök við Hilmar Þór Kárason, son þeirra Kára og Evu Hrundar, og leiddi réttarkrufning í ljós að dánarorsök hans var köfnun vegna þrýstings á háls og brjóst. Fengu þeir feðgar báðir réttarstöðu sakbornings við rannsókn málsins.

„Það er okkar niðurstaða að þeir hafi þarna verið að afstýra yfirstandandi árás“
Kolbrún Benediktsdóttir
saksóknari
Beittu neyðarvörnKolbrún Benediktsdóttir héraðssaksóknari segir embættið meta það svo að feðgarnir hafi beitt neyðarvörn og verið að afstýra yfirstandandi árás.

Mál á hendur feðgunum var hins vegar fellt niður í gær. Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari staðfestir þetta í samtali við Heimildina. „Já. Það var gert á grundvelli neyðarvarnar, það er okkar niðurstaða að þeir hafi þarna verið að afstýra yfirstandandi árás og ekki farið út fyrir takmörk leyfilegrar neyðarvarnar. Þar af leiðandi er málið ekki talið líklegt til sakfellingar og því fellt niður.“

Málinu er því að öllum líkindum lokið í ljósi þess að Brynjar er látinn og engum sakborningi til að dreifa. Þó segir Kolbrún að eins og með aðrar ákvarðanir héraðssaksóknara sé mögulegt að þeir sem hlut eigi að máli geti kært niðurstöðuna til ríkissaksóknara. „Það verður bara að koma í ljós hvort um eitthvað slíkt verður að ræða eða ekki.“

Átök leiddu til dauða

Samkvæmt rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra, sem fór með málið, fór Brynjar inn um ólæstar dyr á húsi þeirra Kára og Evu á Blönduósi 21. ágúst síðastliðinn. Hafði hann meðferðis afsagaða haglabyssu. Mun hann síðan hafa farið út af heimilinu en Kári farið á eftir honum. Kom til orðaskipta þeirra á milli fyrir utan húsið sem endaði með því að Brynjar skaut Kára. Að því loknu fór hann aftur inn í húsið og banaði Evu Hrund.

Kári mun hafa elt Brynar inn í húsið og náð á honum tökum á meðan hann var að hlaða haglabyssuna. Mun Hilmar þá hafa komið föður sínum til aðstoðar. Hilmar mun hafa náð byssunni af Brynjari og síðan hafi komið til harkalegra átaka þeirra á milli sem enduðu með því að Brynjar lést.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu