Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Mál á hendur feðgunum í morðmálinu á Blönduósi fellt niður

Hér­aðssak­sókn­ari tel­ur að feðg­arn­ir á Blönduósi hafi beitt neyð­ar­vörn til að verj­ast yf­ir­stand­andi árás Brynj­ars Þórs Guð­munds­son­ar, sem skaut og myrti Evu Hrund Pét­urs­dótt­ur og særði Kára Kára­son al­var­lega í ág­úst síð­ast­liðn­um. Brynj­ar lést í átök­un­um.

Mál á hendur feðgunum í morðmálinu á Blönduósi fellt niður
Málið fellt niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál á hendur feðgunum. Mynd: Unsplash

Embætti héraðssaksóknara hefur fellt niður mál á hendur feðgunum á Blönduósi, sem haft hafa réttarstöðu grunaðra um að hafa orðið valdir að dauða Brynjars Þórs Guðmundssonar. Brynjar ruddist inn í hús á Blönduósi í ágúst síðastliðnum, skaut heimilisföðurinn Kára Kárason í magann og særði alvarlega, og skaut síðan eiginkonu Kára, Evu Hrund Pétursdóttur, í höfuðið og banaði henni.

Brynjar lést eftir átök við Hilmar Þór Kárason, son þeirra Kára og Evu Hrundar, og leiddi réttarkrufning í ljós að dánarorsök hans var köfnun vegna þrýstings á háls og brjóst. Fengu þeir feðgar báðir réttarstöðu sakbornings við rannsókn málsins.

„Það er okkar niðurstaða að þeir hafi þarna verið að afstýra yfirstandandi árás“
Kolbrún Benediktsdóttir
saksóknari
Beittu neyðarvörnKolbrún Benediktsdóttir héraðssaksóknari segir embættið meta það svo að feðgarnir hafi beitt neyðarvörn og verið að afstýra yfirstandandi árás.

Mál á hendur feðgunum var hins vegar fellt niður í gær. Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari staðfestir þetta í samtali við Heimildina. „Já. Það var gert á grundvelli neyðarvarnar, það er okkar niðurstaða að þeir hafi þarna verið að afstýra yfirstandandi árás og ekki farið út fyrir takmörk leyfilegrar neyðarvarnar. Þar af leiðandi er málið ekki talið líklegt til sakfellingar og því fellt niður.“

Málinu er því að öllum líkindum lokið í ljósi þess að Brynjar er látinn og engum sakborningi til að dreifa. Þó segir Kolbrún að eins og með aðrar ákvarðanir héraðssaksóknara sé mögulegt að þeir sem hlut eigi að máli geti kært niðurstöðuna til ríkissaksóknara. „Það verður bara að koma í ljós hvort um eitthvað slíkt verður að ræða eða ekki.“

Átök leiddu til dauða

Samkvæmt rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra, sem fór með málið, fór Brynjar inn um ólæstar dyr á húsi þeirra Kára og Evu á Blönduósi 21. ágúst síðastliðinn. Hafði hann meðferðis afsagaða haglabyssu. Mun hann síðan hafa farið út af heimilinu en Kári farið á eftir honum. Kom til orðaskipta þeirra á milli fyrir utan húsið sem endaði með því að Brynjar skaut Kára. Að því loknu fór hann aftur inn í húsið og banaði Evu Hrund.

Kári mun hafa elt Brynar inn í húsið og náð á honum tökum á meðan hann var að hlaða haglabyssuna. Mun Hilmar þá hafa komið föður sínum til aðstoðar. Hilmar mun hafa náð byssunni af Brynjari og síðan hafi komið til harkalegra átaka þeirra á milli sem enduðu með því að Brynjar lést.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
4
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár