Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Mál á hendur feðgunum í morðmálinu á Blönduósi fellt niður

Hér­aðssak­sókn­ari tel­ur að feðg­arn­ir á Blönduósi hafi beitt neyð­ar­vörn til að verj­ast yf­ir­stand­andi árás Brynj­ars Þórs Guð­munds­son­ar, sem skaut og myrti Evu Hrund Pét­urs­dótt­ur og særði Kára Kára­son al­var­lega í ág­úst síð­ast­liðn­um. Brynj­ar lést í átök­un­um.

Mál á hendur feðgunum í morðmálinu á Blönduósi fellt niður
Málið fellt niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál á hendur feðgunum. Mynd: Unsplash

Embætti héraðssaksóknara hefur fellt niður mál á hendur feðgunum á Blönduósi, sem haft hafa réttarstöðu grunaðra um að hafa orðið valdir að dauða Brynjars Þórs Guðmundssonar. Brynjar ruddist inn í hús á Blönduósi í ágúst síðastliðnum, skaut heimilisföðurinn Kára Kárason í magann og særði alvarlega, og skaut síðan eiginkonu Kára, Evu Hrund Pétursdóttur, í höfuðið og banaði henni.

Brynjar lést eftir átök við Hilmar Þór Kárason, son þeirra Kára og Evu Hrundar, og leiddi réttarkrufning í ljós að dánarorsök hans var köfnun vegna þrýstings á háls og brjóst. Fengu þeir feðgar báðir réttarstöðu sakbornings við rannsókn málsins.

„Það er okkar niðurstaða að þeir hafi þarna verið að afstýra yfirstandandi árás“
Kolbrún Benediktsdóttir
saksóknari
Beittu neyðarvörnKolbrún Benediktsdóttir héraðssaksóknari segir embættið meta það svo að feðgarnir hafi beitt neyðarvörn og verið að afstýra yfirstandandi árás.

Mál á hendur feðgunum var hins vegar fellt niður í gær. Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari staðfestir þetta í samtali við Heimildina. „Já. Það var gert á grundvelli neyðarvarnar, það er okkar niðurstaða að þeir hafi þarna verið að afstýra yfirstandandi árás og ekki farið út fyrir takmörk leyfilegrar neyðarvarnar. Þar af leiðandi er málið ekki talið líklegt til sakfellingar og því fellt niður.“

Málinu er því að öllum líkindum lokið í ljósi þess að Brynjar er látinn og engum sakborningi til að dreifa. Þó segir Kolbrún að eins og með aðrar ákvarðanir héraðssaksóknara sé mögulegt að þeir sem hlut eigi að máli geti kært niðurstöðuna til ríkissaksóknara. „Það verður bara að koma í ljós hvort um eitthvað slíkt verður að ræða eða ekki.“

Átök leiddu til dauða

Samkvæmt rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra, sem fór með málið, fór Brynjar inn um ólæstar dyr á húsi þeirra Kára og Evu á Blönduósi 21. ágúst síðastliðinn. Hafði hann meðferðis afsagaða haglabyssu. Mun hann síðan hafa farið út af heimilinu en Kári farið á eftir honum. Kom til orðaskipta þeirra á milli fyrir utan húsið sem endaði með því að Brynjar skaut Kára. Að því loknu fór hann aftur inn í húsið og banaði Evu Hrund.

Kári mun hafa elt Brynar inn í húsið og náð á honum tökum á meðan hann var að hlaða haglabyssuna. Mun Hilmar þá hafa komið föður sínum til aðstoðar. Hilmar mun hafa náð byssunni af Brynjari og síðan hafi komið til harkalegra átaka þeirra á milli sem enduðu með því að Brynjar lést.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár