Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segir ekkert samtal eiga sér stað innan nefnda Alþingis

Þing­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar virð­ist sem ráð­herr­a­ræð­ið sé orð­ið svo al­gjört hjá meiri­hlut­an­um að full­trú­ar hans í hverri fasta­nefnd­inni á fæt­ur ann­arri „kyngi æl­unni dag eft­ir dag“ í hverju mál­inu á fæt­ur öðru – bara til þess að breiða yf­ir hvað rík­is­stjórn­in sé „brjál­æð­is­lega ósam­stiga“.

Segir ekkert samtal eiga sér stað innan nefnda Alþingis
Nefndarmenn bíði eftir tillögum ráðherra Helga Vala segir að meirihlutinn inni í nefndunum sitji og bíði tillagna frá ráðherra sínum og leggi svo fram í sínu nafni. Mynd: Bára Huld Beck

Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að inn í nefndunum Alþingis eigi sér ekki stað neitt samtal um þau málefni sem þar rata inn. Þar bíði meirihlutinn eftir skilaboðum frá tilteknum ráðherra um hvað eigi að gerast. Þetta kom fram í máli þingmannsins undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 

Hún hóf ræðu sína á að spyrja hvað það þýddi á ríkisstjórnarfundum að setja fyrirvara við mál samráðherra. „Ríkisstjórnin er jú ekki fjölskipað stjórnvald en ég held að það sé óhætt að segja að ráðherrar í annarri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur séu að setja Íslandsmet í að bera af sér stefnu hver annars. Já, og yfirleitt með orðunum að ríkisstjórnin sé ekki fjölskipað stjórnvald. Hvers konar skilaboð eru það eiginlega til almennings að vera svona ósammála í nánast öllum grundvallarmálum?“ spurði hún enn frekar.  

„Þá er það einnig þannig að þegar þeim hentar þá kasta ráðherrar ábyrgð sinni á þingið. Nýjasta dæmið er þegar hæstvirtur fjármálaráðherra var spurður út í stjórnlaus ríkisútgjöld án tekjuöflunar, annarrar en þeirrar að seilast ofan í vasa almennings með jafnri krónutölu sem bitnar auðvitað verst á þeim tekjulægstu. Aðspurður hafnaði ráðherrann allri ábyrgð, sagði Alþingi fara með fjárveitingavaldið og að það væri Alþingi sem tæki ákvörðun um hækkun útgjalda,“ sagði hún. 

Nefndarmenn „kyngi ælunni dag eftir dag“

Helga Vala sagði að þetta væri eiginlega með hreinum ólíkindum. „Ráðherra er með þessum orðum að blekkja almenning. Við vitum að meirihluti inni í nefndunum situr og bíður tillagna frá ráðherra sínum og leggur svo fram í sínu nafni. Þetta gerist, frú forseti, á hverju einasta ári við afgreiðslu fjárlaga og hefur núna smitast yfir á önnur mál.

Fyrst ég er byrjuð þá er auðvitað ótrúlegt að heyra hvern ráðherrann á fætur öðrum koma fram og segjast bíða breytingartillagna frá nefndum þingsins, svona eins og til að fría sig frá stefnu samráðherra sinna. Inni í nefndunum, leyfi ég mér að upplýsa, á sér hins vegar ekki stað neitt samtal. Þar bíður meirihlutinn eftir skilaboðum frá tilteknum ráðherra um hvað eigi að gerast,“ sagði hún. 

Þingmanninum virðist sem ráðherraræðið sé orðið svo algjört hjá meirihlutanum að fulltrúar hans í hverri fastanefndinni á fætur annarri „kyngi ælunni dag eftir dag“ í hverju málinu á fætur öðru – bara til þess að breiða yfir hvað þessi ríkisstjórn sé brjálæðislega ósamstiga. „Er ekki komið gott af þessu málamyndahjónabandi?“ spurði hún að lokum. 

Kjósa
38
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Helgi Gunnlaugsson
4
PistillUppgjör ársins 2024

Helgi Gunnlaugsson

Hug­leið­ing­ar af­brota­fræð­ings við ára­mót

Helgi Gunn­laugs­son af­brota­fræð­ing­ur er orð­inn 67 ára og seg­ir ár­in líða sí­fellt hrað­ar með hækk­andi aldri. Í per­sónu­legu sem og fræði­legu upp­gjöri seg­ir hann fjölda mann­drápa veru­legt áhyggju­efni, en þau hafa aldrei ver­ið fleiri á einu ári hér á landi. Þá veki það ugg að börn sem gerend­ur og þo­lend­ur komi meira við sögu í mann­dráps­mál­um en áð­ur.
Árið í myndum: Fólkið sem flúði og fólkið sem mótmælti
5
FréttirUppgjör ársins 2024

Ár­ið í mynd­um: Fólk­ið sem flúði og fólk­ið sem mót­mælti

Ís­lend­ing­ar kynnt­ust þó nokkr­um Palestínu­mönn­um á ár­inu, fólki sem flúði sprengjuregn Ísra­els­hers í heimalandi þeirra. Fjöl­marg­ir stóðu upp og köll­uðu eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd stigu fast­ar til jarð­ar hvað varð­aði and­stöðu við stríð­ið og ein­kennd­ist fyrri hluti árs­ins af mót­mæl­um. Hér er far­ið yf­ir þessa at­burði í mynd­um og nokkr­um orð­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár