Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Segir ekkert samtal eiga sér stað innan nefnda Alþingis

Þing­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar virð­ist sem ráð­herr­a­ræð­ið sé orð­ið svo al­gjört hjá meiri­hlut­an­um að full­trú­ar hans í hverri fasta­nefnd­inni á fæt­ur ann­arri „kyngi æl­unni dag eft­ir dag“ í hverju mál­inu á fæt­ur öðru – bara til þess að breiða yf­ir hvað rík­is­stjórn­in sé „brjál­æð­is­lega ósam­stiga“.

Segir ekkert samtal eiga sér stað innan nefnda Alþingis
Nefndarmenn bíði eftir tillögum ráðherra Helga Vala segir að meirihlutinn inni í nefndunum sitji og bíði tillagna frá ráðherra sínum og leggi svo fram í sínu nafni. Mynd: Bára Huld Beck

Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að inn í nefndunum Alþingis eigi sér ekki stað neitt samtal um þau málefni sem þar rata inn. Þar bíði meirihlutinn eftir skilaboðum frá tilteknum ráðherra um hvað eigi að gerast. Þetta kom fram í máli þingmannsins undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 

Hún hóf ræðu sína á að spyrja hvað það þýddi á ríkisstjórnarfundum að setja fyrirvara við mál samráðherra. „Ríkisstjórnin er jú ekki fjölskipað stjórnvald en ég held að það sé óhætt að segja að ráðherrar í annarri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur séu að setja Íslandsmet í að bera af sér stefnu hver annars. Já, og yfirleitt með orðunum að ríkisstjórnin sé ekki fjölskipað stjórnvald. Hvers konar skilaboð eru það eiginlega til almennings að vera svona ósammála í nánast öllum grundvallarmálum?“ spurði hún enn frekar.  

„Þá er það einnig þannig að þegar þeim hentar þá kasta ráðherrar ábyrgð sinni á þingið. Nýjasta dæmið er þegar hæstvirtur fjármálaráðherra var spurður út í stjórnlaus ríkisútgjöld án tekjuöflunar, annarrar en þeirrar að seilast ofan í vasa almennings með jafnri krónutölu sem bitnar auðvitað verst á þeim tekjulægstu. Aðspurður hafnaði ráðherrann allri ábyrgð, sagði Alþingi fara með fjárveitingavaldið og að það væri Alþingi sem tæki ákvörðun um hækkun útgjalda,“ sagði hún. 

Nefndarmenn „kyngi ælunni dag eftir dag“

Helga Vala sagði að þetta væri eiginlega með hreinum ólíkindum. „Ráðherra er með þessum orðum að blekkja almenning. Við vitum að meirihluti inni í nefndunum situr og bíður tillagna frá ráðherra sínum og leggur svo fram í sínu nafni. Þetta gerist, frú forseti, á hverju einasta ári við afgreiðslu fjárlaga og hefur núna smitast yfir á önnur mál.

Fyrst ég er byrjuð þá er auðvitað ótrúlegt að heyra hvern ráðherrann á fætur öðrum koma fram og segjast bíða breytingartillagna frá nefndum þingsins, svona eins og til að fría sig frá stefnu samráðherra sinna. Inni í nefndunum, leyfi ég mér að upplýsa, á sér hins vegar ekki stað neitt samtal. Þar bíður meirihlutinn eftir skilaboðum frá tilteknum ráðherra um hvað eigi að gerast,“ sagði hún. 

Þingmanninum virðist sem ráðherraræðið sé orðið svo algjört hjá meirihlutanum að fulltrúar hans í hverri fastanefndinni á fætur annarri „kyngi ælunni dag eftir dag“ í hverju málinu á fætur öðru – bara til þess að breiða yfir hvað þessi ríkisstjórn sé brjálæðislega ósamstiga. „Er ekki komið gott af þessu málamyndahjónabandi?“ spurði hún að lokum. 

Kjósa
38
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár