Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Verðbólgan ætlar að verða þrálátari en spáð var“

For­sæt­is­ráð­herra seg­ir að ástæð­ur þrálátr­ar verð­bólgu séu marg­þætt­ar. Þær séu með­al ann­ars vegna að­stæðna – fyrst í heims­far­aldri og svo þeg­ar stríð­ið í Úkraínu skall á. „Kost­ur­inn fyr­ir okk­ur hér á Ís­landi, mið­að við ann­ars stað­ar í Evr­ópu, er að það er margt sem vinn­ur með okk­ur. Þá vil ég sér­stak­lega nefna að hér er kröft­ug­ur vöxt­ur, það eru mik­il um­svif í hag­kerf­inu og skuldastað­an er ágæt í al­þjóð­legu sam­hengi.“

„Verðbólgan ætlar að verða þrálátari en spáð var“
Vonast eftir farsælli lendingu í kjaramálum Katrín segir að gríðarlegu máli skipti að farsæl lending náist í viðræðum um kjarasamninga á vinnumarkaði. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að til þess að ná tökum á verðbólgunni verði ákveðnir þættir að vinna saman; peningastefnan, ríkisfjármálin og vinnumarkaðurinn. 

Þetta kom fram í máli hennar í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar spurði hana meðal annars hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera til að Íslendingar næðu í langþráðan stöðugleika.

Heimildin greindi frá því í morgun að verð­bólga hefði aukist milli mán­aða en hún fór í tveggja stafa tölu í fyrsta sinn í 14 ár og mælist nú 10,2 prósent. Þetta er í fyrsta sinn síðan í september 2009 sem verðbólga fer yfir 10 prósent. Þá var verðbólgan á niðurleið eftir efnahagshrunið og mældist 10,8 prósent.

Aðstæður kalli á meiri aga í ríkisfjármálunum

Þorgerður Katrín benti á þessa hækkun í fyrirspurn sinni. „Við erum að upplifa vinnumarkaðinn, þar er rembihnútur í gangi og allir í dag að tala meðal annars um hvaða þátt krónan spilar í þessu öllu saman. Aðstæður, eins og þær eru í dag, vinna að minnsta kosti ekki með heimilunum, almenningi eða venjulegu fólki, þvert á móti. Við sjáum meðal annars miklar hækkanir á matarkörfunni og þar eru liðirnir sem hækka mest undanþegnir samkeppni. Það ýtir undir að mínu mati, og við sjáum það, auknar verðhækkanir á kostnað neytenda og heimila en ríkisstjórnin sjálf gerir ekkert til að liðka fyrir. 

Það liggur við að þurfi að senda út leitarhunda að ráðherrum í ríkisstjórninni sem hafa raunverulegan áhuga á frelsi og samkeppni og hvaða þýðingu það hefur fyrir neytendur. Við sjáum líka í fréttum að mörg heimili núna hafa ekki tækifæri á að endurfjármagna sig og sín lán og bæta stöðu sína, því þau eru föst. Þau hafa staðið í skilum með lánin fram að þessu en geta ekki endurfjármagnað sig. Því bitnar þetta á allan hátt á heimilum í landinu. En þau þurfa að sjálfsögðu, eins og fyrirtækin, fyrirsjáanleika og stöðugleika, en við vitum að það þarf að fara í raunverulegar aðgerðir til að ná þessum stöðugleika. Við þurfum að fara í það að endurskoða vinnumarkaðslíkanið. En þessi aðstaða kallar líka á meiri aga í ríkisfjármálunum og honum er ekki fyrir að fara í dag,“ sagði þingmaðurinn. 

Stöðugleikinn í forgangÞorgerður Katrín segir að setja þurfi stöðugleika í forgang.

Spyrði hún ráðherrann hvort eitthvert plan væri til að taka á þessum „lausatökum í ríkisfjármálum“ eða væri áætlunin bara að halda áfram á bensíngjöfinni í ríkisútgjöldum og víkka út lántökuheimildir út í hið óendanlega og „reka ríkið í rauninni áfram á okurlánum“. „Þið munið að við erum með hæstu vaxtagjöldin innan OECD og því má segja að ríkið sé að taka lán til að redda sér fyrir horn vegna útgjaldaþenslu í ríkisfjármálum. Það virkar nokkurn veginn eins og ríkið sé komið af stað í blússandi „bissness“ í smálánaviðskiptum. Því þurfum við að setja stöðugleika í forgang. Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera til að við náum í langþráðan stöðugleika, því það er langt í hann?“ spurði hún. 

Mikilvægt að skoða leiðir til að beita frekara aðhaldi án þess að skerða grunnþjónustu

Katrín svaraði og sagði að það að ná tökum á verðbólgunni væri stærsta viðfangsefnið sem Íslendingar stæðu frammi fyrir núna. „Ég viðurkenni að ég hefði viljað sjá að mælingin í dag hefði ekki farið upp fyrir 10 prósent markið. Verðbólgan ætlar að verða þrálátari en spáð var, það liggur fyrir. Ástæðurnar eru margþættar og við gerum okkur öll grein fyrir því sem hér erum að meðal annars vegna aðstæðna, fyrst í heimsfaraldri og svo þegar stríðið skall á, erum við að kljást við verðbólgu á mjög breiðum grunni. Kosturinn fyrir okkur hér á Íslandi, miðað við annars staðar í Evrópu, er að það er margt sem vinnur með okkur. Þá vil ég sérstaklega nefna að hér er kröftugur vöxtur, það eru mikil umsvif í hagkerfinu og skuldastaðan er ágæt í alþjóðlegu samhengi,“ sagði hún. 

„Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera? Ríkisstjórnin hefur auðvitað við framlagningu fjárlagafrumvarps boðað ákveðið aðhald. Hins vegar er það alveg rétt að útgjöld jukust milli umræðna en það var vegna brýnna mála. Ég vil þá sérstaklega nefna heilbrigðismál og löggæslu sem háttvirtur þingmenn voru sammála um að bæta þyrfti meira í. Aðra aukningu mátti að mörgu leyti rekja til annarra þátta sem meðal annars eru tæknilegir þættir og varða það hreinlega hvernig við stöndum skil á reikningum okkar,“ sagði Katrín jafnframt. 

Henni finnst hins vegar mikilvægt núna að skoða leiðir til að beita frekara aðhaldi án þess að skerða þessa grunnþjónustu sem sé mikilvæg og samstaða hafi verið um á Alþingi að bæta. „Að við skoðum leiðir til frekari tekjuöflunar. Síðast en ekki síst skiptir máli að við horfum líka á hvað við getum gert, ekki bara í gegnum ríkisfjármálin heldur í samfélaginu.

Ég vil nefna ábendingar Samkeppniseftirlitsins. Ég vil nefna matvælaverð í landinu þar sem ný matvörugátt verður opnuð í næsta mánuði sem mun gera neytendum kleift að fylgjast með þróun á verðlagningu matvöru og ég vil nefna þá vinnu sem stendur yfir í innviðaráðuneytinu varðandi leigumarkaðinn,“ sagði hún í fyrra svari. 

Vill fá skýrari tóna frá ríkisstjórninni

Þorgerður Katrín sagði í framhaldinu að henni fyndist sviðsskrekkur í ríkisstjórninni. „Við munum COVID, þá voru haldnir blaðamannafundir liggur við vikulega hjá ríkisstjórninni. En þegar við erum að upplifa núna verðbólgu sem er komin í blússandi sókn þá er eins og það sé enginn í marki hjá ríkisstjórninni þegar kemur að heimilum landsins, bara enginn. Ríkisstjórnin er ekki til staðar. Ég vil minna á að útgjöldin á milli umræðna fóru úr 90 milljörðum miðað við framlagningu fjárlagafrumvarpsins í 120 milljarða og varðandi þá þætti sem hæstvirtur ráðherra bendir á þá fór ekki nema brotabrot í aukningu á nákvæmlega þeim grunnþáttum samfélagsins. Það er einhver beygur í ríkisstjórninni við að taka almennilega á ríkisútgjöldum. 

Ég undirstrika að það er eins og ríkisstjórnin vilji reka sig áfram á smálánum frá degi til dags eða mánuði til mánaðar. Viðreisn var eini flokkurinn sem sagði bókstaflega nei við auknum lántökuheimildum til ríkissjóðs af því að við vildum strax setja aga í þennan galskap hjá hæstvirtri ríkisstjórn. Mér finnst miður að það skuli ekki koma hér skýrari tónar frá ríkisstjórninni um hvernig hún ætlar að vinna bug á þessari verðbólgu sem er orðin mjög alvarleg og er með mun breiðari skírskotun nú en áður,“ sagði hún. 

Skiptir gríðarlegu máli að farsæl lending náist í kjarasamninga á vinnumarkaði

Forsætisráðherra kom aftur í pontu og þakkaði Þorgerði Katrínu fyrir „túlkun hennar á ríkisstjórninni“. 

„Að sjálfsögðu get ég ekki tekið undir þá túlkun. Það sést best á því að við gripum strax til aðgerða þegar verðbólgan fór af stað við að verja hina tekjulægri hópa. Ég tel að við munum áfram þurfa að hafa augun á þeim bolta því að það eru þeir hópar sem finna mest fyrir áhrifum verðbólgunnar. Ég nefndi hér áðan þá vinnu sem stendur yfir hjá hæstvirtum innviðaráðherra og varðar leigumarkaðinn. Þar er gert ráð fyrir því að sá hópur, þar sem aðilar vinnumarkaðarins sitja, geti skilað tillögum jafnt og þétt og þar verður að horfa sérstaklega á leigumarkaðinn því þar eru tekjulægstu hóparnir. 

Ég vil líka nefna það aðhald sem ég tel að við höfum verið að sýna og eigum að halda áfram að sýna í ríkisrekstri án þess þó að ganga á grunnþjónustuna. Svo vil ég náttúrlega segja það sem blasir við, það skiptir gríðarlegu máli að farsæl lending náist í kjarasamninga á vinnumarkaði. Það er auðvitað lykilþáttur í því að við náum tökum á verðbólgunni, að allir þessir þættir vinni saman; peningastefna, ríkisfjármál og vinnumarkaður,“ sagði Katrín. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Svik, lygar og fals þessarar tuðru katrínar jakopsdóttur ætlar að vera þrálátari en riðuveiki í íslensku sauðféi.
    Endaðu þetta riðlunar samband við foringja stærstu skipulögðu glæpasamtök Íslands, sjálfstæðisflokkinn og þá gætir þú katrín jakopsdóttir ef til vill komið í veg fyrir að þinn falski flokkur þurkist út í næstu kosningum.
    1
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Eins og vanalega er öllu og öllum öðrum um kennt í stað þess að viðurkenna að þetta er heimatibúinn vandi fræðingliðs á mála auðugra lögaðila. Frekar einfalt.. tökum "follow the money" á dæmið og staðreyndirnar blasa við. Og mann hryllir við því að menn tali um að þetta sé eitthvað óvænt.. því verðbólgan er hönnuð... kerfið er manngert og erlendu breytistærðirnar vikta miklu minna en menn halda fram. Einföld tölfræðileg greining sýnir hvar fylgnin liggur milli orsaka og afleiðinga... og nær alltaf er hún sterkust milli óráðsíu óvandaðra ótryggra vinnubragða fagurgalanna og aukins hagnaðs auðugra lögaðila og lélegri lífsgæða lifandi lögaðila.

    Ef peningalíkan Seðlo yrði lögð sem prófverkefni fyrir útskrift úr Háskóla er eins gott að prófdómararnir þurfi ekki að dæma eftir árangri.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár