Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Birgir tók boðsferð til Írak framyfir alþjóðastarf Alþingis

Stríð Rússa gegn Úkraínu er meg­in­þema fund­ar ÖSE-þings­ins sem fer fram í vik­unni. Formað­ur Ís­lands­deild­ar ÖSE, Birg­ir Þór­ar­ins­son, mæt­ir ekki vegna þess að hann er í Ír­ak í boði þar­lendra stjórn­valda og kanadískra hjálp­ar­sam­taka. Birg­ir þáði per­sónu­legt boð sem hann fékk frá hjálp­ar­sam­tök­un­um og eft­ir að stjórn­völd í Ír­ak tóku einnig þátt í fjár­mögn­un ferð­ar­inn­ar ákvað Birg­ir að bjóða Jakobi Frí­manni Magnús­syni með sér.

Birgir tók boðsferð til Írak framyfir alþjóðastarf Alþingis


Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, og Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins, eru í vikulangri heimsókn í Írak sem er fjármögnuð af stjórnvöldum í Írak og kanadísku hjálparsamtökunum One Free World International. 

„Við erum búnir að funda með ráðamönnum í Bagdad, með forsetanum og ráðherrum. Meðal annars höfum við fundað með landbúnaðarráðherra, ráðherra innflytjenda og ráðherra öryggismála,“ segir Birgir. „Þeir hafa verið að kynna okkur fyrir því sem þeim liggur á hjarta sem er að ná betra sambandi við Vesturlönd, og að það er ákveðinn uppgangur í Írak. Þeir hafa hagnast töluvert á hækkun olíuverðs, og vilja koma því á framfæri að Bagdad sé örugg borg sem öruggt er að heimsækja,“ segir hann. 

„Tilgangurinn hjá íröskum stjórnvöldum með þessari ferð er að auka tengslin við Evrópu“

„Tilgangurinn hjá íröskum stjórnvöldum með þessari ferð er að auka tengslin við Evrópu. Ég sit í Evrópuráðinu. Þeir vilja sýna fram á að þeir séu búnir að bæta öryggið hér heilmikið, sem er alveg rétt. Þeir eru að falast eftir fjárfestingum og þeir vilja að fólk heimsæki Írak,“ segir Birgir. 

Rússar hafa boðað komu sína

Birgir segist þekkja til hjálparsamtakanna One Free World International og hafa unnið með þeim að ýmsum verkefnum, til að mynda í Afganistan, Nagornó-Karabak og Úkraínu. „Mér var boðið í þessa ferð. Síðan komu írösk stjórnvöld inn í þetta líka. Þá mátti ég bjóða öðrum þingmanni með mér og ég bauð Jakobi Frímanni Magnússyni sem er með mér í utanríkismálanefnd,“ segir hann en Jakob Frímann er þingmaður Flokks fólksins. 

Ferðin er þó ekki á vegum Alþingis á nokkurn hátt. Birgir er sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins formaður Íslandsdeildar Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE). Á morgun hefst þing ÖSE sem haldið er í Austurríki og er umfjöllunarefni þingsins stríð Rússlands gegn Úkraínu. Bæði löndin eiga aðild að ÖSE en þegar ráðstefna stofnunarinnar var haldin í Póllandi í lok síðasta árs bönnuðu pólsk yfirvöld rússnesku sendinefndinni að taka þátt, og hefur stríðið sett störf ÖSE í uppnám á ýmsan hátt. Rússar hafa boðað komu sína á þingið sem hefst í fyrramálið.

Margareta Cederfelt, forseti ÖSE-þingsins, hefur blásið á gagnrýni þess efnis að Rússum sé ekki meinaður aðgangur að þinginu nú. „Fyrir þau forréttindi að fá að breiða út lygar í nokkrar mínútur þarf sendinefnd Rússa að borga með því að sitja undir fjölda klukkustunda þar sem aðgerðir þeirra eru fordæmdar,“ segir hún í aðsendri grein sem birtist á Euronews í dag.

Tveir Íslendingar í stað þriggja

Undir venjulegum kringumstæðum myndu fulltrúar Íslandsdeildarinnar vera þrír - formaður, varaformaður og einn fulltrúi til viðbótar. 

Birgir bendir á að hann sé aðeins nýlega tekinn við sem formaður Íslandsdeildarinnar, fyrr á þessu ári, en ferðin til Írak hafi verið skipulögð löngu áður. „Ég var búinn að þiggja þetta boð og fer því ekki á þennan fund,” segir hann. Birgir telur ekki óheppilegt að hann mæti ekki á fundinn, jafnvel þó þetta sé fyrsti fundur þingsins síðan hann tók við. „Nei. Varaformaðurinn er á þessum fundi. Það eru öflugir fulltrúar á þinginu,“ segir hann. 

„Ég var búinn að þiggja þetta boð og fer því ekki á þennan fund”

Varaformaður Íslandsdeildar ÖSE er Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Hún er þá starfandi formaður á fundinum. Auk hennar mætir Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks. Varamaður Birgis er Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Hún kemst hins vegar ekki heldur. 

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins

Spurð hvort ekki sé bagalegt að enginn fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sé á þinginu, en almennt þykir eftirsóknarvert að fá að sitja í alþjóðanefndum Alþingis, segir hún að þetta sé vissulega áhugavert þing.

„Jú, ég hefði gjarnan viljað fara. Því miður vill þannig til að Birgir komst ekki og ég gat ekki breytt mínum plönum þannig að ég gæti farið. Ekki að það skipti meginmáli frá hvaða flokkum fulltrúarnir eru. Við erum mjög samstíga í nefndinni um þau mál sem verið er að fjalla um á ÖSE-þinginu. Nú er ár frá innrásinni í Úkraínu. Það er mikil umræða um hvað á að gera við þessa Rússa sem því miður var hleypt inn í Austurríki og hafa boðað komu sína á fundinn,“ segir Bryndís. 

Sviðin slóð ISIS

Birgir sagði þá Jakob Frímann vera í Kúrdistan þegar blaðamaður Heimildarinnar náði tali af honum. Raunar væri alls um að ræða níu manna sendinefnd sem samanstæði einnig meðal annars af kanadískum þingmönnum og öryggisvörðum frá Bretlandi. 

„Þessi ferð er mjög vel skipulögð hjá Írökunum. Við erum núna í bæ sem varð mjög illa fyrir barðinu á liðsmönnum ISIS þegar þeir fóru hér um og rændu konum og börnum, og drápu eiginmennina. Við vorum áðan að heimsækja flóttamannabúðir sem í eru um 21 þúsund manns, þar af 12 þúsund börn. Þetta voru frekar föllegar búðir að okkar mati en þó með heilbrigðisþjónustu og menntun fyrir börnin. Hugmyndin er að reyna að hjálpa hér til, börnunum vantar tölvur og skólabækur á ensku. Það vantar líka lækningavörur,“ segir Birgir. 

Spurður hvort hann komi til með að greina frá þessi ferð á einhvern hátt eftir heimkomuna segist hann örugglega munu gera það. „Ég mun minnast á þessa ferð hjá Evrópuráðinu,” segir Birgir sem er þar einn þriggja fulltrúa Íslands. „Ég sit nú í flóttamannanefnd Evrópuráðsins og mun fara yfir stöðuna hér í því sem ég hef séð hvað það varðar.“ 

Og hann telur að ferðin sé mjög gagnleg. „Já, hún er það náttúrulega. Sérstaklega fyrir mig þar sem ég sit í þessari flóttamannanefnd,” segir hann. 

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár