Þessi grein birtist upphaflega á Kjarnanum fyrir meira en ári.

Birgir Þórarinsson segir ekkert að því að senda fólk til baka til Grikklands

Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem heim­sótti tvenn­ar flótta­manna­búð­ir í Grikklandi í haust seg­ir að­stæð­ur þar ágæt­lega mann­sæm­andi. Rauði kross­inn, auk fjölda annarra, er á öðru máli.

Birgir Þórarinsson segir ekkert að því að senda fólk til baka til Grikklands
Birgir Þórarinsson Þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: Bára Huld Beck

Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekkert að því að senda fólk til baka til Grikklands sem hefur fengið þar vernd.

„Ég hef skoðað flóttamannabúðir í Grikklandi og spurst sérstaklega fyrir um það hvort aðstæður í Grikklandi væru slæmar og væri í rauninni ekki forsvaranlegt að senda þangað hælisleitendur til baka,“ sagði Birgir á Alþingi í í dag undir liðnum störf þingsins.

Fimmtán umsækj­endum um alþjóð­­lega vernd, sem sumir hverjir hafa dvalið á Íslandi í um tvö ár og höfðu sent beiðni um end­­ur­­upp­­­töku mála sinna til kæru­­nefndar útlend­inga­­mála, voru fluttir í lög­­­reglu­­fylgd úr landi í leiguflug­­vél aðfara­nótt fimmtu­dags í síð­ustu viku. Áfanga­stað­ur­inn var Grikk­land, ríki sem stjórn­­völd hér skil­­greina sem öruggt land þrátt fyrir ábend­ingar fjöl­margra mann­úð­­ar­­sam­­taka um allt ann­að.

Snyrtilegu flóttamannabúðirnar í Grikklandi

Birgir situr í nefnd flóttamannanefndar Evrópuráðsins fyrir Íslands hönd og fór á fund nefndarinnar í Grikklandi í haust. António Vitorino, framkvæmdastjóri stofnunar Sameinuðu þjóðanna um málefni farandsfólks (International Organization for Migration, IOM) var einnig á fundinum. „Hann sagði að flóttamannabúðir í Grikklandi stæðust evrópska staðla,“ fullyrti Birgir á þingi í dag.

[links]Fram kom í viðtali við Birgi í Morgunblaðinu í síðasta mánuði að hann hefði framlengt dvöl sína um einn dag á eigin kostnað til þess að geta skoðað tvennar flóttamannabúðir. „Þessar búðir litu mjög vel út og allt mjög snyrtilegt,“ sagði Birgir í samtali við Morgunblaðið.

„Eftir að ég skoðaði þessar flóttamannabúðir í Grikklandi þá er ég þess fullviss að það er ekkert að því að senda fólk til baka til Grikklands sem hefur fengið þar vernd. Þeir aðilar sem þar eru og búa í þessum flóttamannabúðum búa við mannsæmandi aðstæður að mínu mati. Auk þess er sérstaklega gert ráð fyrir því að þar sé fatlað fólk,“ sagði Birgir í ræðu sinni á þingi í dag.

Meðal þeirra fimmtán sem vísað var úr landi í síðustu viku er Hussein Hussein. Hann er frá Írak og notar hjólastól og hefur fjöldi félagasamtaka fordæmt framgöngu lögreglunnar við brottvísunina, þar sem Hussein var tekinn úr hjólastól sínum og lyft í lögreglubíl. Hussein mun mögulega koma aftur til Íslands vegna yfirstandandi máls hans gegn íslenska ríkinu. RÚV greindi frá því í gær að dómari hefur falið ríkislögmanni við þinghald málsins að kanna hvort ríkið vilji flytja Hussein aftur til Íslands svo hann geti gefið skýrslu fyrir dómi í aðalmeðferð málsins sem fer fram 18. nóvember.

Brottvísanir til Grikklands skapi fólki hættu sem íslensk stjórnvöld beri ábyrgð á

Rauði krossinn á Íslandi er á meðal þeirra sem hafa fordæmt brottvísunina. „Félagið hefur ítrekað gagn­rýnt brott­vís­anir til Grikk­lands og telur að þær skapi fólki hættu sem íslensk stjórn­völd beri ábyrgð á,“ segir í yfirlýsingu sem Rauði krossinn sendi frá sér fyrir helgi.

Rauði kross­inn hefur ítrekað bent á að fjölda heim­ilda beri saman um að aðstæður flótta­fólks í Grikk­landi séu heilt yfir mjög slæm­ar. „Um­sækj­end­ur, sem hlotið hafa alþjóð­lega vernd í Grikk­landi og seinna leitað hingað til lands og óskað eftir alþjóð­legri vernd, hafa jafn­framt und­an­tekn­ing­ar­laust greint frá óvið­un­andi aðstæðum í Grikk­land­i,“ segir í yfir­lýs­ing­unni. „Hefur yfir­gnæf­andi meiri­hluti þeirra búið í yfir­fullum flótta­manna­búðum þar sem öryggi, hrein­læti og aðbún­aði er veru­lega ábóta­vant.“

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, greindi frá því á Sprengisandi á Bylgjunni á sunnudag að tilefni sé til að taka þá umræðu hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands.

Birgir sér ekki ástæðu til að taka þá umræðu. „Aðstæðurnar eins og ég segi eru ágætlega mannsæmandi. Mér finnst rétt að þetta komi hér fram vegna þess að margt sem hefur komið fram hér um að senda flóttamenn til baka til Grikklands er hreinlega rangt,“ sagði Birgir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
1
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
5
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það er ekkert eftir“
2
GreiningMillistétt í molum

„Það er ekk­ert eft­ir“

Þrátt fyr­ir að um helm­ing­ur hjóna­banda endi með skiln­aði virð­ist kerf­ið ekki miða við for­eldra sem vana­lega eru kall­að­ir ein­stæð­ir – en eru í þess­ari grein kall­að­ir sjálf­stæð­ir. Heim­ild­in fékk á þriðja tug þátt­tak­enda til að svara spurn­ing­um um lífs­kjör sín. Svör­in sem bár­ust kall­ast vel á við lífs­kjarak­ann­an­ir sem fram­kvæmd­ar hafa ver­ið að und­an­förnu.
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
9
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
3
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
4
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
„Ég var bara niðurlægð“
5
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
8
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár