Arnrún María segist hafa haft gaman af að hreyfa sig, en hindranirnar hafi verið margar. Í fyrsta lagi hafi hún verið með mikla minnimáttarkennd yfir því hvernig hún er vaxin. Þess vegna hafi hún ekki haft trú á sér þegar kom að hreyfingu. Síðan hafi hún talið sér trú um að hreyfingin sem fylgdi vinnunni á veitingastaðnum sem hún rak hafi verið nægjanleg. „Maður var á fullu að vinna í kannski 17 til 18 tíma á dag. Einhvern veginn ákvað ég að það væri málið.“
Arnrún María Magnúsdóttir fékk árið 2016 blóðtappa í höfuðið og lamaðist vinstra megin og þurfti að læra að ganga og tala upp á nýtt og tók það ferli nokkra mánuði. Hún segist alltaf hafa tekið allt á hnefanum og nokkrum mánuðum eftir að hún veiktist byrjaði hún í 100% vinnu á ný en hún hafði í gegnum árin meðal annars rekið eigið veitingahús og vann …
Athugasemdir