Íslenska kalkþörungafélagið ehf. hefur þegar greitt 130 milljónir króna til ríkissjóðs vegna málsins í endurálagða skatta og sekt. Að sögn Halldórs Halldórssonar, forstjóra kalkþörungafélagsins, á sú upphæð eftir að hækka enda mun félagið bæði greiða tekjuskatt fyrr og meira en það hafði reiknað með. Hann fullyrðir engu að síður að félagið hafi fylgt öllum reglum í hvívetna.
Yfirskattanefnd staðfesti hins vegar fyrri ákvörðun Skattsins nokkrum dögum fyrir jól. Þar var aðferðum kalkþörungafélagsins og móðurfélags þess lýst sem skólabókardæmi og í engu samræmi við reglur.
Stóriðjan vestfirska
Íslenska kalkþörungafélagið hf. hefur frá árinu 2007 rekið kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal og áformar byggingu annarrar í Súðavík. Framleiðslan byggir á söfnun kalkþörungasets úr botni Arnarfjarðar, sem síðan er unnið í verksmiðju fyrirtækisins á Bíldudal og flutt út. Afurðin er nýtt ýmist sem áburður, dýrafóður eða til vinnslu fæðubótarefna, eftir því sem fram kemur í kynningarefni fyrirtækisins.
Uppsetning verksmiðjunnar þótti og þykir enn mikil lyftistöng …
Athugasemdir (3)