Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Kolsvört framtíðarsýn

Heim­kynn­um 900 millj­óna fólks staf­ar sí­auk­in ógn af hækk­andi sjáv­ar­borði á næstu ára­tug­um sagði fram­kvæmda­stjóri Sam­ein­uðu þjóð­anna á fundi í ör­ygg­is­ráð­inu. Marg­ar borg­ir og stór land­svæði verða illa úti ef svo fer fram sem horf­ir. Kaup­manna­höfn var ein þeirra borga sem fram­kvæmda­stjór­inn nefndi sér­stak­lega.

Kolsvört framtíðarsýn
Hlýnun jarðar Kaupmannahöfn er á meðal þeirra borga sem Antonio Gutteres, framkvæmastjóri Sameinuðu þjóðanna, nefndi nýverið sem dæmi um borgir sem breytingar á yfirborði sjávar hefðu mikil áhrif á. Mynd: AFP

Þótt vísindamenn víða um heim hafi árum saman bent á þá ógn sem öllu lífi á jörðinni stafi af áhrifum hlýnunar voru þeir lengst af eins og hrópandinn í eyðimörkinni. Það er fyrst nú, á allra síðustu árum, að stjórnmálamenn og almenningur hafa fyrir alvöru gefið orðum vísindamannanna gaum. 

Þriðjudaginn 14. febrúar síðastliðinn var haldinn fundur í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Út af fyrir sig er það ekki sérlega fréttnæmt en þetta var í fyrsta skipti sem hlýnun jarðar og sú loftslagsvá sem yfir vofir var rædd í öryggisráðinu. 

António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, var ekki að skafa af því í ræðu sinni við upphaf fundarins þegar hann dró upp mynd af því sem við blasir. „Hækkandi sjávarborð veldur breytingum sem við höfum hingað til talið óhugsandi. Stór landsvæði fara undir vatn. Við erum þegar farin að sjá þessara breytinga gæta á svæðum, til dæmis í Karíbahafinu. Við erum ekki að …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár