Þótt vísindamenn víða um heim hafi árum saman bent á þá ógn sem öllu lífi á jörðinni stafi af áhrifum hlýnunar voru þeir lengst af eins og hrópandinn í eyðimörkinni. Það er fyrst nú, á allra síðustu árum, að stjórnmálamenn og almenningur hafa fyrir alvöru gefið orðum vísindamannanna gaum.
Þriðjudaginn 14. febrúar síðastliðinn var haldinn fundur í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Út af fyrir sig er það ekki sérlega fréttnæmt en þetta var í fyrsta skipti sem hlýnun jarðar og sú loftslagsvá sem yfir vofir var rædd í öryggisráðinu.
António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, var ekki að skafa af því í ræðu sinni við upphaf fundarins þegar hann dró upp mynd af því sem við blasir. „Hækkandi sjávarborð veldur breytingum sem við höfum hingað til talið óhugsandi. Stór landsvæði fara undir vatn. Við erum þegar farin að sjá þessara breytinga gæta á svæðum, til dæmis í Karíbahafinu. Við erum ekki að …
Athugasemdir