Umræða um undirfjármögnun Háskóla Íslands (HÍ) er varla ný af nálinni en hún tók óvænta stefnu þegar deildarforseti á Hugvísindasviði skólans gagnrýndi Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra harðlega í grein á Vísi fyrir stuttu. Talaði hann um fúsk og óráðsíu ráðherrans. Hún segist skilja gremjuna að einhverju leyti en telur „ekki skynsamlegt til að ná árangri í háskólamálum að viðhalda bara óbreyttu kerfi“. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir að margt jákvætt hafi komið út úr Samstarfssjóði ráðherra og tekur því ekki undir gagnrýni Geirs hvað sjóðinn varðar. Rektor ítrekar að háskólinn sé undirfjármagnaður en er bjartsýnn á framhaldið.
Geir Sigurðsson, deildarforseti mála- og menningardeildar á Hugvísindasviði HÍ, skrifaði harðorða grein um málið í aðsendri grein á Vísi fyrir skömmu. Þar gagnrýndi hann ráðherra og benti á að Háskóla Íslands vantaði milljarð til að ná endum saman á þessu ári vegna niðurskurðar háskólastigsins. Ljóst væri að niðurskurðurinn myndi …
Athugasemdir