Netsvikarar náðu að hafa rúmar 372 milljónir króna af Íslendingum á síðasta ári, að minnsta kosti. Upphæðir voru allt frá tíu þúsund krónum upp í tugi milljóna króna. Upphæðirnar byggja á fjölda tilkynntra netglæpa og fjársvik á netinu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu 2022.
Alls voru 119 mál skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári þar sem einhvers konar svik á netinu var um að ræða eða tilraun til slíkra svika. Heimildin óskaði eftir upplýsingum frá lögreglu um umfang netglæpa og þar kemur fram að í 16 af málunum 119 sem skráð voru í fyrra tókst svikatilraunin ekki, upphæð svikanna var óþekkt eða ekki var um augljósan fjárhagsskaða að ræða.
119
Í 103 málum lágu fyrir upplýsingar um fjárhæð svikanna og í nokkrum tilvikum tókst að endurheimta tapað fé að öllu eða nokkru leyti. Það var þó mjög sjaldgæft og tókst aðeins …
Athugasemdir (3)