Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Netsvikarar höfðu 372 milljónir af Íslendingum í fyrra: Einn tapaði 80 milljónum

Lög­regl­unni bár­ust 119 til­kynn­ing­ar um netsvik í fyrra. Fjár­hæð svik­anna nem­ur rúm­um 372 millj­ón­um króna. Eitt mál sker sig úr þar sem netsvik­ar­ar höfðu 80 millj­ón­ir af ein­um ein­stak­lingi.

Netsvikarar höfðu 372 milljónir af Íslendingum í fyrra: Einn tapaði 80 milljónum
Netglæpir Lögreglunni bárust 119 tilkynningar um netsvik á síðasta ári. Upphæðir sem sviknar voru út voru á bilinu 10.000 krónur upp í tugi milljóna, mest 80 milljónir í einu tilviki. Samtals var tilkynnt um netsvik fyrir rúmar 372 milljónir króna. Mynd: Unsplash

Netsvikarar náðu að hafa rúmar 372 milljónir króna af Íslendingum á síðasta ári, að minnsta kosti. Upphæðir voru allt frá tíu þúsund krónum upp í tugi milljóna króna. Upphæðirnar byggja á fjölda tilkynntra netglæpa og fjársvik á netinu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu 2022.

Alls voru 119 mál skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári þar sem einhvers konar svik á netinu var um að ræða eða tilraun til slíkra svika. Heimildin óskaði eftir upplýsingum frá lögreglu um umfang netglæpa og þar kemur fram að í 16 af málunum 119 sem skráð voru í fyrra tókst svikatilraunin ekki, upphæð svikanna var óþekkt eða ekki var um augljósan fjárhagsskaða að ræða.

119
fjöldi tilkynninga til lögreglu um netsvindl árið 2022

Í 103 málum lágu fyrir upplýsingar um fjárhæð svikanna og í nokkrum tilvikum tókst að endurheimta tapað fé að öllu eða nokkru leyti. Það var þó mjög sjaldgæft og tókst aðeins …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GV
    Grétar Vésteinsson skrifaði
    Hvert og hverning á að tilkynna netglæpi ? Ég hef fengið ítrekað svikapóst um að ég eigi að greiða smá upphæð fyrir póstsendingu eða frá DHL. Það mætti koma fram í greininni. Kv. GV
    0
    • Bryndís Dagbjartsdóttir skrifaði
      Getur líklega sent á cybercrime@lrh.is allavega var það þannig síðast þegar ég vissi
      1
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Mamma gamla sagði oft yllur fengur ylla forgengur.Svo arðræningin hlær ekki um þessar mundir.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár