Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lífsvefur Hildar Hákonardóttur

List­fræð­ing­ur­inn Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir rýn­ir í sýn­ingu Hild­ar Há­kon­ar­dótt­ur á Lista­safni Reykja­vík­ur – Kjar­vals­stöð­um.

Lífsvefur Hildar Hákonardóttur
Myndlist

Rauð­ur þráð­ur

Gefðu umsögn

Yfirlitssýning Listasafns Reykjavíkur á verkum Hildar Hákonardóttur markar ákveðin tímamót í sýningargerð á íslensku listasafni vegna þess hvernig staðið var að undirbúningi hennar. Sýningarstjórinn Sigrún Hrólfsdóttir var sérstaklega valin úr hópi umsækjenda til að gegna rannsóknarstöðu til eins árs með það að markmiði að auka þekkingu á myndlist eftir konur.  Niðurstaðan er sýningin Rauður þráður og útgáfa sýningarskrár. Það er viðeigandi að hefja þetta þriggja ára rannsóknarverkefni safnsins á ferli Hildar Hákonardóttur sem hefur snert við mörgum á langri ævi, ekki síst í gegnum virka baráttu sína með Rauðsokkahreyfingunni og fyrir réttindum kvenna sem smitaði yfir í verk hennar með afgerandi hætti á ákveðnu tímabili.

Hildur hefur komið víða við og sinnt fjölbreyttum verkefnum sem öll eiga sér snertiflöt í myndlist og byggja á myndlistarhugsun. Hún var um tíma skólastjóri Myndlista- og handíðaskóla Íslands og leiddi myndlistarnámið í gegnum róttækar breytingar. Sem safnstjóri Byggða- og listasafns Árnesinga í áratug  átti hún frumkvæði að því að gera listasafnið að sýningarstað fyrir samtímalist. Hildur hefur einnig verið ástríðufullur matjurtaræktandi og skrifað bækur sem fræðimaður og þýðandi. Flestum þessara verkefna eru gerð skil á sýningunni Rauður þráður þótt megináhersla sé lögð á listaverkin og að gera grein fyrir ferli Hildar sem myndlistarmanns.

Myndgerð kvenréttinda- og stéttabarátta

Vísunin í þráðinn í heiti sýningarinnar kemur til af því að miðill Hildar í myndgerð var lengst af vefnaðurinn, sem hún sérhæfði sig í þegar hún var við nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands á síðari hluta sjöunda áratugarins. Meginuppistaðan á sýningunni á Kjarvalsstöðum eru veflistaverkin sem flest eru unnin á tuttugu ára tímabili sem spannar frá 1968 til 1988, eða frá útskrift úr skóla til slyss sem hafði þær afleiðingar að Hildur þurfti að segja skilið við vefstólinn. Þessu tuttugu ára tímabili má skipta í þrjú skeið. Hið fyrsta er styst og hefst um það leyti sem Hildur er að ljúka námi. Á því tímabili vinnur Hildur aðallega abstrakt þótt einnig sé að finna skírskotanir í hlutbundin viðfangsefni, eins og í verkinu Hverafugl. Þessi verki hanga á veggnum hægra megin þegar gengið er inn á sýninguna, en hreint fígúratíft verk, Tvívíðungur (Hann sem ekkert sér), tekur á móti gestum þegar gengið er inn í salinn. Titill verksins vísar til skilningsleysis karla á kvenréttindabaráttunni og því viðeigandi að handan við hornið skuli vera stillt upp efni tengt þessari baráttu. Hér er ekki aðeins átt við lýsandi myndasögu um tilurð Kvennafrídagsins (1977) heldur einnig vélritaðan texta sem lýsir Félagsformi Rauðsokkanna (1970). Textanum fylgja teikningar Hildar af „lífrænu félagskerfi“ en bæði myndir og texti kveikja hugrenningatengsl við hugmyndafræði internetsins og kenningar um hnúða og rótarkerfi, sem tákn um samstarf og tengingar. Textinn fjallar um skipulag starfs Rauðsokkahreyfingarinnar sem gagnrýnir valdapýramída þjóðfélagsins. Hildur átti eftir að myndgera gagnrýnina á beinskeyttan hátt í þekkum veflistaverkum, Fiskikonur (1971) og 3ja stéttin (1973). Í Fiskikonum birtist feðraveldið í líki verkstjórans sem trónir yfir fiskverkakonunum sem starfa við færibandið. Síðarnefnda verkið vísar til jaðarsetningar verkakvenna innan verkalýðshreyfingarinnar, og sýnir fulltrúa auðvaldsins, eigendur framleiðslufyrirtækjanna, aka í burtu frá réttlausum verkakonum. Í verkinu fléttar Hildur saman myndmáli og texta, myndasögu og táknrænni frásögn í miðhluta verksins sem sýnir verkamennina sem einsleitan hóp andlitslausra skuggavera. 3ja stéttin lýsir ákveðnum atburðum en talar engu að síður inn í samtímann og reynist þannig hafa almenna og víðtæka skírskotun til baráttu hinna jaðarsettu.

Gróður jarðar

Fram eftir áttunda áratugnum er myndræn frásögn einkennandi fyrir verk Hildar sem hafa beina tengingu við atburði líðandi stundar. Auk þeirra sem þegar hafa verið nefnd má benda á Ísland í NATO (1974), Dagur í lífi fiskikonu (1972), eða Ráðherrastólarnir (1971). Verkin tengjast þjóðfélagsumræðunni og sýna samstöðu með þeim sem berjast fyrir betri heimi, í formi jafnra lífskjara, réttlátari valddreifingu og kröfu um afvopnun. Í verkunum fléttast saman vitund um styrk myndmálsins og rætur vefnaðarins í frásagnarlist, sem þjónar ekki aðeins sem baráttutæki í tíma og rúmi heldur sem virkt skrásetningartæki.

Undir lok áttunda áratugarins fara að birtast vefverk sem ekki eru jafn pólitískt beinskeytt og þau sem þegar hafa verið nefnd. Hildur beinir athyglinni frá pólitískri baráttu að gróðri jarðar og könnun á sambandi manns og náttúru í víðum tilvistarlegum skilningi. Þessi áhugi er ekki nýr heldur hefur fylgt Hildi frá upphafi eins og sést í verkunum Tréð (1969) og Rótleysi (1970) en birtist nú aftur í nýrri mynd í Vættum og Móðir jörð frá árinu 1979. Það má líta á þessi verk sem upphaf að nýju tímabili sem í listsögulegu samhengi má tengja við uppgang nýja málverksins og endurnýjaðan áhuga myndlistarmanna á fortíðinni. Þegar Hildur flytur skömmu síðar úr borg í sveit verða áhrifin frá náttúrunni enn þá sterkari. Leikur að blæbriðgum litarins og áhrifa hans taka við af frásögninni. Meðal verka frá þessum tíma eru Gárur (1985), Vetrargras (1981), Fjall (1982), og Himinn og jörð (1982) sem er unnið með blandaðri tækni. Árshringurinn (1981-1982) sker sig úr sem röð tólf verka sem unnin eru yfir tólf mánaða tímabil. Þótt tvö verkanna séu glötuð má vel sjá að hvert verk er túlkun á breytingu árstíðanna þar sem birta og veður hafa áhrif á lit og gróðurfar hvers mánaðar ársins. Í verkinu birtist næm skynjun á breytingar tímans og hringrás lífsins.

Frelsi hugans

Þróun ferilsins Hildar er fylgt nokkurn veginn í tímaröð á sýningunni í gegnum uppröðun sem raðast í megindráttum á útveggi sýningarsalarins. Nokkur verk, sem komið  hefur verið fyrir í sérsmíðaðri frístandandi og ferningslaga umgjörð í miðju sýningarrýminu  eru ólík öðrum eldri verkum enda undir áhrifum frá austur-asískri myndlist um leið og hluti myndefnisins er byggður á vestrænni hefð módelteikningar. Verkin eru tilraunakennd og bera vitni opnum hug Hildar og óttaleysi við að takast á við nýjar áskoranir. Þetta sama óttaleysi, sem einnig mætti kalla frelsi hugans, kemur einnig fram í yngri verkum sem raðast í hring á milliveggi innarlega í salnum. Elsta verkið í þessum hópi eru mynd- og textaskýringar þar sem Hildur setur fram niðurstöður rannsóknar sinnar á áhrifum ritsins Walden eftir Henry David Thoreau á listamenn og samfélagshópa í gegnum tíðina. Hugmyndir Thoreau höfðu mikil áhrif á Hildi sjálfa og hafa fylgt henni í gegnum lífið. Í þessu verki, sem er frá árinu 2011, stígur Hildur aftur inn á svið myndlistarinnar eftir nokkurt hlé frá sýningarhaldi og þá einnig sem rannsakandi og fræðimaður.

Ef tímalínu verka á sýningunni er fylgt má líta á þetta verk sem nýjan hvarfpunkt á ferli Hildar. Hún tekur upp þráðinn eftir að hafa haldið sig til hlés í rúma tvo áratugi og finnur sköpunarmættinum farveg í nýjum miðlum.  Hún notar ljósmyndir og teikningar unnar á pappír eða tölvu, og fléttar saman texta og myndum á alveg nýjan hátt. Í þessum verkum birtist rauður þráður viðfangsefna, sem ekki eru bundin við vefnaðinn heldur lífsvefinn. Lífsvef Hildar sem manneskju og listakonu, og lífsvef lífveranna sem Hildur fæst við að skoða, hvort sem það eru félagslegir vefir, vefir sögu og hugmynda eða vefir plantna og þeirra samskiptaform. Sýningin Rauður þráður gerir ferli Hildar ítarleg og sanngjörn skil og réttir við listsögulegt mikilvægi verka hennar sem fengu takmarkað vægi í yfirlitsriti um íslenskra listasögu sem kom út árið 2011.


Sýningarstaður: Listasafn Reykjavíkur - Kjarvalsstaðir
Sýningarstjóri: Sigrún Hrólfsdóttir
Tímabil: 14. janúar til 12. mars
Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Jón Kristinn Einarsson
2
PistillUppgjör ársins 2024

Jón Kristinn Einarsson

Hjóm og há­vaði árs­ins 2024

Jón Krist­inn Ein­ars­son, doktorsnemi í sagn­fræði við Há­skól­ann í Chicago, ger­ir upp ár­ið sem fer senn að líða. Eft­ir því sem hann dvel­ur meir í for­tíð­inni hafi mörg af þeim stóru frétta­mál­um sem heltek­ið hafa op­in­bera um­ræðu á Ís­landi tek­ið á sig mynd dægra­stytt­ing­ar fyr­ir fréttafíkla. Á með­an sitji stóru mál­in sem mestu máli skipta gjarn­an eft­ir á hak­an­um. Til að mynda um­hverf­is- og lofts­lags­mál­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
3
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár