Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lífsvefur Hildar Hákonardóttur

List­fræð­ing­ur­inn Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir rýn­ir í sýn­ingu Hild­ar Há­kon­ar­dótt­ur á Lista­safni Reykja­vík­ur – Kjar­vals­stöð­um.

Lífsvefur Hildar Hákonardóttur
Myndlist

Rauð­ur þráð­ur

Gefðu umsögn

Yfirlitssýning Listasafns Reykjavíkur á verkum Hildar Hákonardóttur markar ákveðin tímamót í sýningargerð á íslensku listasafni vegna þess hvernig staðið var að undirbúningi hennar. Sýningarstjórinn Sigrún Hrólfsdóttir var sérstaklega valin úr hópi umsækjenda til að gegna rannsóknarstöðu til eins árs með það að markmiði að auka þekkingu á myndlist eftir konur.  Niðurstaðan er sýningin Rauður þráður og útgáfa sýningarskrár. Það er viðeigandi að hefja þetta þriggja ára rannsóknarverkefni safnsins á ferli Hildar Hákonardóttur sem hefur snert við mörgum á langri ævi, ekki síst í gegnum virka baráttu sína með Rauðsokkahreyfingunni og fyrir réttindum kvenna sem smitaði yfir í verk hennar með afgerandi hætti á ákveðnu tímabili.

Hildur hefur komið víða við og sinnt fjölbreyttum verkefnum sem öll eiga sér snertiflöt í myndlist og byggja á myndlistarhugsun. Hún var um tíma skólastjóri Myndlista- og handíðaskóla Íslands og leiddi myndlistarnámið í gegnum róttækar breytingar. Sem safnstjóri Byggða- og listasafns Árnesinga í áratug  átti hún frumkvæði að því að gera listasafnið að sýningarstað fyrir samtímalist. Hildur hefur einnig verið ástríðufullur matjurtaræktandi og skrifað bækur sem fræðimaður og þýðandi. Flestum þessara verkefna eru gerð skil á sýningunni Rauður þráður þótt megináhersla sé lögð á listaverkin og að gera grein fyrir ferli Hildar sem myndlistarmanns.

Myndgerð kvenréttinda- og stéttabarátta

Vísunin í þráðinn í heiti sýningarinnar kemur til af því að miðill Hildar í myndgerð var lengst af vefnaðurinn, sem hún sérhæfði sig í þegar hún var við nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands á síðari hluta sjöunda áratugarins. Meginuppistaðan á sýningunni á Kjarvalsstöðum eru veflistaverkin sem flest eru unnin á tuttugu ára tímabili sem spannar frá 1968 til 1988, eða frá útskrift úr skóla til slyss sem hafði þær afleiðingar að Hildur þurfti að segja skilið við vefstólinn. Þessu tuttugu ára tímabili má skipta í þrjú skeið. Hið fyrsta er styst og hefst um það leyti sem Hildur er að ljúka námi. Á því tímabili vinnur Hildur aðallega abstrakt þótt einnig sé að finna skírskotanir í hlutbundin viðfangsefni, eins og í verkinu Hverafugl. Þessi verki hanga á veggnum hægra megin þegar gengið er inn á sýninguna, en hreint fígúratíft verk, Tvívíðungur (Hann sem ekkert sér), tekur á móti gestum þegar gengið er inn í salinn. Titill verksins vísar til skilningsleysis karla á kvenréttindabaráttunni og því viðeigandi að handan við hornið skuli vera stillt upp efni tengt þessari baráttu. Hér er ekki aðeins átt við lýsandi myndasögu um tilurð Kvennafrídagsins (1977) heldur einnig vélritaðan texta sem lýsir Félagsformi Rauðsokkanna (1970). Textanum fylgja teikningar Hildar af „lífrænu félagskerfi“ en bæði myndir og texti kveikja hugrenningatengsl við hugmyndafræði internetsins og kenningar um hnúða og rótarkerfi, sem tákn um samstarf og tengingar. Textinn fjallar um skipulag starfs Rauðsokkahreyfingarinnar sem gagnrýnir valdapýramída þjóðfélagsins. Hildur átti eftir að myndgera gagnrýnina á beinskeyttan hátt í þekkum veflistaverkum, Fiskikonur (1971) og 3ja stéttin (1973). Í Fiskikonum birtist feðraveldið í líki verkstjórans sem trónir yfir fiskverkakonunum sem starfa við færibandið. Síðarnefnda verkið vísar til jaðarsetningar verkakvenna innan verkalýðshreyfingarinnar, og sýnir fulltrúa auðvaldsins, eigendur framleiðslufyrirtækjanna, aka í burtu frá réttlausum verkakonum. Í verkinu fléttar Hildur saman myndmáli og texta, myndasögu og táknrænni frásögn í miðhluta verksins sem sýnir verkamennina sem einsleitan hóp andlitslausra skuggavera. 3ja stéttin lýsir ákveðnum atburðum en talar engu að síður inn í samtímann og reynist þannig hafa almenna og víðtæka skírskotun til baráttu hinna jaðarsettu.

Gróður jarðar

Fram eftir áttunda áratugnum er myndræn frásögn einkennandi fyrir verk Hildar sem hafa beina tengingu við atburði líðandi stundar. Auk þeirra sem þegar hafa verið nefnd má benda á Ísland í NATO (1974), Dagur í lífi fiskikonu (1972), eða Ráðherrastólarnir (1971). Verkin tengjast þjóðfélagsumræðunni og sýna samstöðu með þeim sem berjast fyrir betri heimi, í formi jafnra lífskjara, réttlátari valddreifingu og kröfu um afvopnun. Í verkunum fléttast saman vitund um styrk myndmálsins og rætur vefnaðarins í frásagnarlist, sem þjónar ekki aðeins sem baráttutæki í tíma og rúmi heldur sem virkt skrásetningartæki.

Undir lok áttunda áratugarins fara að birtast vefverk sem ekki eru jafn pólitískt beinskeytt og þau sem þegar hafa verið nefnd. Hildur beinir athyglinni frá pólitískri baráttu að gróðri jarðar og könnun á sambandi manns og náttúru í víðum tilvistarlegum skilningi. Þessi áhugi er ekki nýr heldur hefur fylgt Hildi frá upphafi eins og sést í verkunum Tréð (1969) og Rótleysi (1970) en birtist nú aftur í nýrri mynd í Vættum og Móðir jörð frá árinu 1979. Það má líta á þessi verk sem upphaf að nýju tímabili sem í listsögulegu samhengi má tengja við uppgang nýja málverksins og endurnýjaðan áhuga myndlistarmanna á fortíðinni. Þegar Hildur flytur skömmu síðar úr borg í sveit verða áhrifin frá náttúrunni enn þá sterkari. Leikur að blæbriðgum litarins og áhrifa hans taka við af frásögninni. Meðal verka frá þessum tíma eru Gárur (1985), Vetrargras (1981), Fjall (1982), og Himinn og jörð (1982) sem er unnið með blandaðri tækni. Árshringurinn (1981-1982) sker sig úr sem röð tólf verka sem unnin eru yfir tólf mánaða tímabil. Þótt tvö verkanna séu glötuð má vel sjá að hvert verk er túlkun á breytingu árstíðanna þar sem birta og veður hafa áhrif á lit og gróðurfar hvers mánaðar ársins. Í verkinu birtist næm skynjun á breytingar tímans og hringrás lífsins.

Frelsi hugans

Þróun ferilsins Hildar er fylgt nokkurn veginn í tímaröð á sýningunni í gegnum uppröðun sem raðast í megindráttum á útveggi sýningarsalarins. Nokkur verk, sem komið  hefur verið fyrir í sérsmíðaðri frístandandi og ferningslaga umgjörð í miðju sýningarrýminu  eru ólík öðrum eldri verkum enda undir áhrifum frá austur-asískri myndlist um leið og hluti myndefnisins er byggður á vestrænni hefð módelteikningar. Verkin eru tilraunakennd og bera vitni opnum hug Hildar og óttaleysi við að takast á við nýjar áskoranir. Þetta sama óttaleysi, sem einnig mætti kalla frelsi hugans, kemur einnig fram í yngri verkum sem raðast í hring á milliveggi innarlega í salnum. Elsta verkið í þessum hópi eru mynd- og textaskýringar þar sem Hildur setur fram niðurstöður rannsóknar sinnar á áhrifum ritsins Walden eftir Henry David Thoreau á listamenn og samfélagshópa í gegnum tíðina. Hugmyndir Thoreau höfðu mikil áhrif á Hildi sjálfa og hafa fylgt henni í gegnum lífið. Í þessu verki, sem er frá árinu 2011, stígur Hildur aftur inn á svið myndlistarinnar eftir nokkurt hlé frá sýningarhaldi og þá einnig sem rannsakandi og fræðimaður.

Ef tímalínu verka á sýningunni er fylgt má líta á þetta verk sem nýjan hvarfpunkt á ferli Hildar. Hún tekur upp þráðinn eftir að hafa haldið sig til hlés í rúma tvo áratugi og finnur sköpunarmættinum farveg í nýjum miðlum.  Hún notar ljósmyndir og teikningar unnar á pappír eða tölvu, og fléttar saman texta og myndum á alveg nýjan hátt. Í þessum verkum birtist rauður þráður viðfangsefna, sem ekki eru bundin við vefnaðinn heldur lífsvefinn. Lífsvef Hildar sem manneskju og listakonu, og lífsvef lífveranna sem Hildur fæst við að skoða, hvort sem það eru félagslegir vefir, vefir sögu og hugmynda eða vefir plantna og þeirra samskiptaform. Sýningin Rauður þráður gerir ferli Hildar ítarleg og sanngjörn skil og réttir við listsögulegt mikilvægi verka hennar sem fengu takmarkað vægi í yfirlitsriti um íslenskra listasögu sem kom út árið 2011.


Sýningarstaður: Listasafn Reykjavíkur - Kjarvalsstaðir
Sýningarstjóri: Sigrún Hrólfsdóttir
Tímabil: 14. janúar til 12. mars
Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
1
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
2
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
,,Aðgerðin hafði aldrei verið framkvæmd“
3
ÚttektStríðið um líkamann

,,Að­gerð­in hafði aldrei ver­ið fram­kvæmd“

Kona sem taldi sig hafa geng­ist und­ir skurð­að­gerð vegna offitu á sjúkra­húsi er­lend­is fékk síð­ar stað­fest af lækni hér­lend­is að að­gerð­in hefði ekki ver­ið fram­kvæmd. Lækn­ir kon­unn­ar seg­ir að maga­spegl­un hafi strax sýnt það. Lög­fræð­ing­ar sjúkra­húss­ins ytra segja þetta af og frá og hót­uðu kon­unni lög­sókn ef hún op­in­ber­aði nafn lækn­is­ins eða sjúkra­húss­ins.
Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Leigubílstjórinn handtekinn
9
VettvangurÁ vettvangi

Á vett­vangi með kyn­ferð­is­brota­deild­inni: Leigu­bíl­stjór­inn hand­tek­inn

„Halló. Þú þarft að koma með okk­ur,“ seg­ir lög­regl­an við mann sem verð­ur færð­ur á lög­reglu­stöð vegna gruns um kyn­ferð­is­brot. Áð­ur hafði leigu­bíl­stjóri ver­ið hand­tek­inn vegna sama máls. Báð­ir menn­irn­ir eru komn­ir í far­bann. Á vett­vangi er ný hlað­varps­sería þar sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hér er fyrsti þátt­ur.
Varð vitni að handtöku í leigubílstjóramálinu
10
FréttirÁ vettvangi

Varð vitni að hand­töku í leigu­bíl­stjóra­mál­inu

Í fe­brú­ar var leigu­bíl­stjóri hand­tek­inn, en hann var grun­að­ur um al­var­legt kyn­ferð­is­brot gegn konu sem hafði ver­ið far­þegi í bíl hans. Blaða­mað­ur­inn Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fékk að fylgja lög­reglu eft­ir við rann­sókn máls­ins. En hann varð með­al ann­ars vitni að hand­töku ann­ars sak­born­ings­ins og fékk að sjá meint­an vett­vang glæps­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
7
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
10
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár