Þegar kóvid virtist sjatna í fyrsta sinn í júní fyrir tæpum þremur árum flaug Sæunn Þorsteinsdóttir – einn fremsti sellóleikari landsins og staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitarinnar á yfirstandandi starfsári – til Íslands og lék allar sellósvítur Johanns Sebastians Bachs á sumarsólstöðum. Tónleikarnir áttu sér stað á einum degi í sex kirkjum á norðanverðum Vestfjörðum. Hún lék eina svítu í hverri kirkju. Tónleikarnir hófust í kirkjunni á Þingeyri á himneskum sólskinsdegi, fólk dreif hvaðanæva að, og undirrituð var svo heppin að vera viðstödd þennan viðburð sem hún skynjaði líkt og trúarlega upplifun. Upplifunina í kirkjunum þennan daginn er ekki hægt að setja í orð, tónarnir voru af öðrum heimi og þó, kannski einmitt ekki, í tónunum bjó veröldin, heimurinn, allt. Tilefnið var að þá voru liðin 300 ár síðan Bach skrifaði svíturnar sex.
Sæunn hefur nú hljóðritað svíturnar sex og þær koma nú út á diski á vegum bandarísku útgáfunnar Sono Luminus í …
Athugasemdir