Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hið óáþreifanlega – það er það!

Á sunnu­dag, 26. fe­brú­ar, mun Sæ­unn Þor­steins­dótt­ir leika þrjár sellósvít­ur eft­ir Bach í til­efni þess að svít­urn­ar koma nú út á diski á veg­um banda­rísku út­gáf­unn­ar Sono Lum­in­us í júní. Hún flyt­ur einnig kafla úr sellósvítu eft­ir Benja­mín Britten og verk eft­ir Þuríði Jóns­dótt­ur, 48 Ima­ges of the Moon.

Hið óáþreifanlega – það er það!
Með Sæunni á skjánum Greipur mætti með tölvuna, en hann heldur utan um viðburðahald fyrir Sæunni. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Þegar  kóvid virtist sjatna í fyrsta sinn í júní fyrir tæpum þremur árum flaug Sæunn Þorsteinsdóttir – einn fremsti sellóleikari landsins og staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitarinnar á yfirstandandi starfsári – til Íslands og lék allar sellósvítur Johanns Sebastians Bachs á sumarsólstöðum. Tónleikarnir áttu sér stað á einum degi í sex kirkjum á norðanverðum Vestfjörðum. Hún lék eina svítu í hverri kirkju. Tónleikarnir hófust í kirkjunni á Þingeyri á himneskum sólskinsdegi, fólk dreif hvaðanæva að, og undirrituð var svo heppin að vera viðstödd þennan viðburð sem hún skynjaði líkt og trúarlega upplifun. Upplifunina í kirkjunum þennan daginn er ekki hægt að setja í orð, tónarnir voru af öðrum heimi og þó, kannski einmitt ekki, í tónunum bjó veröldin, heimurinn, allt. Tilefnið var að þá voru liðin 300 ár síðan Bach skrifaði svíturnar sex.

Sæunn hefur nú hljóðritað svíturnar sex og þær koma nú út á diski á vegum bandarísku útgáfunnar Sono Luminus í …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár