Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Illfyglið í Happy Valley og víðar

Ill­ugi Jök­uls­son held­ur því fram að óhóf­legt fjöl­skyldu­líf og áhersla á „erkióvini“ gangi af mörg­um góð­um glæpaserí­um dauð­um. Happy Valley sé samt frá­bær.

Illfyglið í Happy Valley og víðar
Illfyglið, löggan og fjölskyldan — James Norton, Sarah Lancashire og Rhys Connah í hlutverkum sínum í þriðju seríu Happy Valley

Tvö nokkuð óbrigðul merki má hafa um að handritshöfundar og leikstjórar glæpaþátta í sjónvarpinu séu að verða uppiskroppa með hugmyndir og ættu kannski að fara að láta gott heita.

Annars vegar að þeir séu farnir að fjalla óhóflega um einkalíf aðalpersónunna, hvort sem það er rannsóknarlögga, einkaspæjari, lögfræðingur, sálfræðingur, réttarmeinafræðingur sem hefur það hlutverk að leysa erfið sakamál í viðkomandi þáttaseríu.

Hins vegar að aðalpersónan sé komin með ERKIÓVIN.

Þykir vænt um illfyglið

Um þetta eru fjölmörg dæmi. Fyrir tæpum 20 árum var til dæmis alveg ljómandi skemmtileg bresk þáttaröð í gangi sem nefndist Wire in the Blood þar sem sálfræðingurinn Tony Hill (Robson Green) kom upp um glæpi viðurstyggilegra illmenna. Þeir þættir fóru í vaskinn þegar eitthvert illfylgið fór að birtast í hverri þáttaröðinni af annarri og þættirnir fóru að snúast um viðureign þeirra Hills.

Ástæðan fyrir ERKIÓVININUM er væntanlega sú að handritshöfundunum þykir orðið svo vænt um morðvarginn sem þeir hafa skapað að þeir tíma ekki að sjá af honum í ævilangt fangelsi, heldur láta hann sleppa hvað eftir annað með nánast yfirnáttúrulegum hætti, svo hann geti haldið áfram að myrða gott fólk – og reynt að hefna sín á aðalpersónunni.

Eins og aðalpersónan eigi þá ekki í nógu að snúast í einkalífi sínu sem líka verður æ fyrirferðarmeira í þáttunum. En þar eru blæbrigðin tiltölulega fá. Er aðalpersónan fyllibytta? Býr hún við helvíti hjónabandsins? Eiga börnin í erfiðleikum í skólanum?

Ótrúlega oft er þetta svo sameinað með því að erkióvinurinn rænir börnum aðalpersónunnar.

Glæpakvendið Alice Morgan

Nefna má fleiri dæmi en Wire in the Blood. Svo ágætir þættir sem Luther, með Idris Elba í aðalhlutverki, fóru alveg í vaskinn þegar þeir fóru að snúast um glæpakvendið voðalega Alice Morgan (Ruth Wilson) og sefasjúka ásókn hennar í hinn prúða (!) Luther.

Alveg ljómandi skemmtilegir pólskir glæpaþættir sem ég hef verið að horfa á undanfarið – Chyłka, þið finnið fyrstu 3 seríurnar á Walter Presents – eru líka um það bil að detta á bólakaf í þessa gryfju. 

Sannleikurinn er auðvitað sá að svona erkióvinir gera alveg út af við allan vott af realisma í svona þáttum. Og það verður þrátt fyrir allt að vera einhver jarðtenging.

Yfirleitt þarf því að grípa til æ kjánalegri bragða til að erkióvinurinn geti gengið laus í hverri seríunni af annarri þótt aðalhetjan sé sífellt að koma upp um myrkraverk hans. Enn fremur eru morðingjar í sjálfu sér fremur óintressant fólk og það verður leiðigjarnt að fylgjast með heimskulegri þráhyggju þeirra og hefndarþorsta lengur en sem nemur einni seríu.

Mikið séní

Það er því óneitanlega svolítið merkilegt að horfa á seríu sem gengur beinlínis út á þetta hvort tveggja – brogað einkalíf aðalpersónunnar og illskeyttan erkióvin.

En finnast hún samt alveg svona ljómandi skemmtileg og bara með þeim allra skástu.

Ég á vitaskuld við Happy Valley, en þriðja þáttaröð þeirrar ágætu seríu var frumsýnd á Bretlandi nú eftir áramótin og er víst væntanleg hingað til Íslands.

Happy Valley er sköpunarverk Sally Wainwright, sem þykir mikið séní í bresku sjónvarpi og skrifaði seríur eins og Unforgiven, Gentleman Jack, Scott & Bailey og Last Tango in Halifax.

Fyrsta serían af Happy Valley birtist 2014 og sú næsta tveim árum síðar en nú kemur sú þriðja og síðasta eftir heil sjö ár – og vekur jafnvel enn meiri fögnuð en hinar fyrri. 

Miðaldra Robocop

Enda er Happy Valley bráðskemmtileg sería þrátt fyrir – og í þetta sinn kannski vegna þess hve mikil áhersla er lögð á fjölskyldulíf aðalpersónunnar sem Sarah Lancashire leikur af þvílíkum þrótti að enginn man nafn löggukonunnar sem hún er að leika.

Líka þótt hún eigi í sífelldri glímu við erkióvin sinn, Tommy Lee Royce (James Norton).

Í raun og veru notar Sally Wainwright í Happy Valley hverja einustu klisju svona þáttaraða og henni ætti í rauninni alls ekki að fyrirgefast það. En þetta er bara svo ljómandi vel skrifað og Sarah Lancashire svo skemmtileg þar sem hún bægslast um í fullum skrúða eins og vel miðaldra Robocop að ég að minnsta lét mér vel líka.

Og flestir aðrir líka, sýnist mér.

En í hina röndina er skiljanlegt að Wainwright skyldi ákveða að setja punkt aftan við þessa þriðju seríu. Þetta samband hinnar samviskusömu Sergeant Catherine Cawood (persónan sem Sarah Lancashire leikur) og erkióvinarins mundi aldrei ganga eina seríu enn.

En áhorfendur geta farið að hlakka til uppgjörsins!

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár