Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Illfyglið í Happy Valley og víðar

Ill­ugi Jök­uls­son held­ur því fram að óhóf­legt fjöl­skyldu­líf og áhersla á „erkióvini“ gangi af mörg­um góð­um glæpaserí­um dauð­um. Happy Valley sé samt frá­bær.

Illfyglið í Happy Valley og víðar
Illfyglið, löggan og fjölskyldan — James Norton, Sarah Lancashire og Rhys Connah í hlutverkum sínum í þriðju seríu Happy Valley

Tvö nokkuð óbrigðul merki má hafa um að handritshöfundar og leikstjórar glæpaþátta í sjónvarpinu séu að verða uppiskroppa með hugmyndir og ættu kannski að fara að láta gott heita.

Annars vegar að þeir séu farnir að fjalla óhóflega um einkalíf aðalpersónunna, hvort sem það er rannsóknarlögga, einkaspæjari, lögfræðingur, sálfræðingur, réttarmeinafræðingur sem hefur það hlutverk að leysa erfið sakamál í viðkomandi þáttaseríu.

Hins vegar að aðalpersónan sé komin með ERKIÓVIN.

Þykir vænt um illfyglið

Um þetta eru fjölmörg dæmi. Fyrir tæpum 20 árum var til dæmis alveg ljómandi skemmtileg bresk þáttaröð í gangi sem nefndist Wire in the Blood þar sem sálfræðingurinn Tony Hill (Robson Green) kom upp um glæpi viðurstyggilegra illmenna. Þeir þættir fóru í vaskinn þegar eitthvert illfylgið fór að birtast í hverri þáttaröðinni af annarri og þættirnir fóru að snúast um viðureign þeirra Hills.

Ástæðan fyrir ERKIÓVININUM er væntanlega sú að handritshöfundunum þykir orðið svo vænt um morðvarginn sem þeir hafa skapað að þeir tíma ekki að sjá af honum í ævilangt fangelsi, heldur láta hann sleppa hvað eftir annað með nánast yfirnáttúrulegum hætti, svo hann geti haldið áfram að myrða gott fólk – og reynt að hefna sín á aðalpersónunni.

Eins og aðalpersónan eigi þá ekki í nógu að snúast í einkalífi sínu sem líka verður æ fyrirferðarmeira í þáttunum. En þar eru blæbrigðin tiltölulega fá. Er aðalpersónan fyllibytta? Býr hún við helvíti hjónabandsins? Eiga börnin í erfiðleikum í skólanum?

Ótrúlega oft er þetta svo sameinað með því að erkióvinurinn rænir börnum aðalpersónunnar.

Glæpakvendið Alice Morgan

Nefna má fleiri dæmi en Wire in the Blood. Svo ágætir þættir sem Luther, með Idris Elba í aðalhlutverki, fóru alveg í vaskinn þegar þeir fóru að snúast um glæpakvendið voðalega Alice Morgan (Ruth Wilson) og sefasjúka ásókn hennar í hinn prúða (!) Luther.

Alveg ljómandi skemmtilegir pólskir glæpaþættir sem ég hef verið að horfa á undanfarið – Chyłka, þið finnið fyrstu 3 seríurnar á Walter Presents – eru líka um það bil að detta á bólakaf í þessa gryfju. 

Sannleikurinn er auðvitað sá að svona erkióvinir gera alveg út af við allan vott af realisma í svona þáttum. Og það verður þrátt fyrir allt að vera einhver jarðtenging.

Yfirleitt þarf því að grípa til æ kjánalegri bragða til að erkióvinurinn geti gengið laus í hverri seríunni af annarri þótt aðalhetjan sé sífellt að koma upp um myrkraverk hans. Enn fremur eru morðingjar í sjálfu sér fremur óintressant fólk og það verður leiðigjarnt að fylgjast með heimskulegri þráhyggju þeirra og hefndarþorsta lengur en sem nemur einni seríu.

Mikið séní

Það er því óneitanlega svolítið merkilegt að horfa á seríu sem gengur beinlínis út á þetta hvort tveggja – brogað einkalíf aðalpersónunnar og illskeyttan erkióvin.

En finnast hún samt alveg svona ljómandi skemmtileg og bara með þeim allra skástu.

Ég á vitaskuld við Happy Valley, en þriðja þáttaröð þeirrar ágætu seríu var frumsýnd á Bretlandi nú eftir áramótin og er víst væntanleg hingað til Íslands.

Happy Valley er sköpunarverk Sally Wainwright, sem þykir mikið séní í bresku sjónvarpi og skrifaði seríur eins og Unforgiven, Gentleman Jack, Scott & Bailey og Last Tango in Halifax.

Fyrsta serían af Happy Valley birtist 2014 og sú næsta tveim árum síðar en nú kemur sú þriðja og síðasta eftir heil sjö ár – og vekur jafnvel enn meiri fögnuð en hinar fyrri. 

Miðaldra Robocop

Enda er Happy Valley bráðskemmtileg sería þrátt fyrir – og í þetta sinn kannski vegna þess hve mikil áhersla er lögð á fjölskyldulíf aðalpersónunnar sem Sarah Lancashire leikur af þvílíkum þrótti að enginn man nafn löggukonunnar sem hún er að leika.

Líka þótt hún eigi í sífelldri glímu við erkióvin sinn, Tommy Lee Royce (James Norton).

Í raun og veru notar Sally Wainwright í Happy Valley hverja einustu klisju svona þáttaraða og henni ætti í rauninni alls ekki að fyrirgefast það. En þetta er bara svo ljómandi vel skrifað og Sarah Lancashire svo skemmtileg þar sem hún bægslast um í fullum skrúða eins og vel miðaldra Robocop að ég að minnsta lét mér vel líka.

Og flestir aðrir líka, sýnist mér.

En í hina röndina er skiljanlegt að Wainwright skyldi ákveða að setja punkt aftan við þessa þriðju seríu. Þetta samband hinnar samviskusömu Sergeant Catherine Cawood (persónan sem Sarah Lancashire leikur) og erkióvinarins mundi aldrei ganga eina seríu enn.

En áhorfendur geta farið að hlakka til uppgjörsins!

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Halla Gunnarsdóttir
5
PistillUppgjör ársins 2024

Halla Gunnarsdóttir

At­lag­an að kjör­um og rétt­ind­um launa­fólks 2024

„Nið­ur­skurð­ar­stefna er sögð eiga að koma jafn­vægi á rík­is­út­gjöld og örva hag­vöxt, en er í raun­inni skipu­lögð leið til að tryggja hag þeirra sem eiga á kostn­að þeirra sem vinna, skulda og leigja,“ skrif­ar Halla Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur VR. Birt­ing­ar­mynd­ir þess­ar­ar stefnu hafi ver­ið marg­þætt­ar á ár­inu sem er að líða.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
3
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár