Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1062. spurningaþraut: „Söngvararnir voru með gula uppþvottahanska“

1062. spurningaþraut: „Söngvararnir voru með gula uppþvottahanska“

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá fífldjarfa en víðfræga hernaðaraðgerð breskrar riddaraliðsdeildar. Í hvaða stríði gerðist þetta?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað heitir barnaleikritið sem Þjóðleikhúsið frumsýndi nýlega?

2.  Í undankeppni Íslands fyrir Eurovision 2008 lenti hljómsveit nokkur í þriðja sæti með fjörugt lag sem nefndist Hvar ertu nú? og vakti athygli að báðir aðalsöngvararnir voru með gula uppþvottahanska. Stærri hanskar voru og á sviðinu. Hvað hét hljómsveitin sem flutti lagið?

3.  Annar söngvaranna varð síðar ráðherra í ríkisstjórn Íslands í tæpt ár 2017. Hver var það?

4.  Og hvaða ráðherraembætti gegndi hann þennan tíma?

5.  Hvaða þjóðhöfðingi Rússa lagði Krímskaga undir ríki sitt? Var það Valdimar hinn mikli 1013 Ívan grimmi 1577 Pétur mikli 1721 Katrín mikla 1783 Alexander 1. árið 1817 Nikulás 1. árið 1854?

6.  Hvers konar dýr er coyote?

7.  Geðlæknir sem einnig hefur fengist við skrif af ýmsu tagi og t.d. tekið sér fyrir hendur að sálgreina ýmsar helstu hetjur Íslendingasagnanna, hvað heitir hann?

8.  Hvað er eina ríki Bandaríkjanna sem nefnt er eftir Bandaríkjamanni?

9.  Í hvaða land er upprunnin leikhúshefð sem kallast kabuki?

10.  Hverjir eru leikarnir í kabuki leikhúsinu? Eru það dúkkulísur — karlar eingöngu — konur eingöngu — leikbrúður — vændiskonur (geishur)

***

Seinni aukaspurning:

„Nafn Vikunnar“ í Vikunni í júlí 1987. Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Draumaþjófurinn.

2.  Dr. Spock.

3.  Óttar Proppé.

4.  Heilbrigðisráðherra.

5.  Katrín mikla 1783.

6.  Villihundur.

7.  Óttar Guðmundsson.

8.  Washington.

9.  Japan.

10.  Karlar eingöngu (síðan 1629).

***

Svör við aukaspurningum:

„Árás léttsveitarinnar“ eða „Charge of the Light Brigade“ átti sér stað í Krímstríðinu 1854. Um það orti skáldið Tennyson: 

Rétt er að taka fram að mér varð á í messunni þegar ég birti hér fyrst fræga mynd af framrás skoskrar riddarasveitar í orrustunni við Waterloo 1815.

Sú mynd, máluð af Lady Butler, er mjög víða — en ranglega — talin vera af árás léttsveitarinnar. Myndina af henni málaði hins vegar Richard Caton Woodville.

Á neðri mynd er Steinunn Ólína.

Hér er svo myndin Scotland Forever eftir Elisabeth Thompson, sem yfirleitt var kölluð Lady Butler:

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Emil Kristjánsson skrifaði
    Coyote er ekki villihundur. Það er sléttuúlfur, sem er sérstök dýrategund (canis latrans), náskyld bæði úlfi o.þ.l. hundi.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stendur með því sem hjartað segir að sé rétt
4
Viðtal

Stend­ur með því sem hjart­að seg­ir að sé rétt

Ás­dís María Við­ars­dótt­ir hef­ur sleg­ið í gegn í þýsku­mæl­andi lönd­um. Með­al ann­ars átt lag í fyrsta sæti vin­sældal­ista út­varps­stöðva í Þýskalandi og ver­ið til­nefnd þar fyr­ir besta popp­lag árs­ins. Hér heima vakti hún um­ræðu í fyrra þeg­ar hún dró sig frá lagi sínu í Eurovisi­on vegna hern­að­ar­ins á Gaza. Ás­dís María ræð­ir allt þetta í við­tali – og meira til!

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár