Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1061. spurningaþraut: Hvaða tæknifyrirtæki er EKKI frá Japan?

1061. spurningaþraut: Hvaða tæknifyrirtæki er EKKI frá Japan?

Fyrri aukaspurning:

Hver málaði málverkið hér að ofan?

Og svo fæst lárviðarstig fyrir að vita hver er þarna að snæðingi?

***

Aðalspurningar:

1.  Á dögunum vakti athygli þegar Kristófer Kristófersson lauk með glæsibrag háskólaprófi í tiltekinni grein eftir að hafa áður lokið meistaraprófi í viðskiptafræði. Hvaða grein var það — býsna ólík viðskiptafræðinni — sem Kristófer lagði fyrir sig eftir að hafa lagt viðskiptafræðina á hilluna?

2.  Til hvaða eyjaklasa telst Luzon-eyja?

3.  Hvað er hæsta fjallið sem sést frá Reykjavík?

4.  Hverjir voru húgenottar?

5.  Hvað af þessum tæknifyrirtækjum á ekki uppruna sinn í Japan? Mitsubishi — Nintendo — Samsung — Sony — Toshiba — Yamaha.

6.  Leikkona sem fer með allstórt hlutverk í mynd Hilmars Oddssonar Á ferð með mömmu hefur áður gert garðinn frægan í myndum eins og Vonarstræti og Eiðinum, sem og útlensku sjónvarpsþáttunum Da Vinci's Demons og fleira. Hvað heitir hún?

7.  Við Beringssund og Alaska á Norður-Kyrrahafi býr sjaldgæfasta hvalategund heims en sumir telja að aðeins örfáir tugir hvala af tegundinni séu eftir. Þessi tegund er sú næstþyngsta í heimi á eftir steypireyði (hún er ekki næstlengst samt). Náfrændur tegundarinnar búa í Suður-Kyrrahafi og Atlantshafi og eru öllu fleiri, en reyndar ekki eins stórir. Hvaða hvalategund er þetta?

8.  Meðal þeirra listamanna sem fengu heiðurslaun Alþingis nú síðast var fyrrum ballerína sem nam við The Royal Ballet School í London 1961–1963. Hún dansaði þó ekki mikið á sínum tíma en kenndi dans og fleira við marga skóla gegnum tíðina. Einnig hefur hún fengist mikið við leikstjórn og reyndar komið víða við á starfsferlinum, stýrt listastofnunum, sinnt stjórnmálum, rekið gistiheimili o.fl. Hvað heitir hún?

9.  24. júní 1987 fæddist í borginni Rosario í Argentínu piltur sem þegar fyrir tvítugt var farinn að vekja athygli fyrir óvenjulega hæfileika á tilteknu sviði. Hann blómstraði brátt svo mjög að margir telja hann þann besta í heimi fyrr og síðar. Hvað heitir hann?

10.  Hvað heitir teiknarinn sem teiknar skopmyndir í Fréttablaðið á virkum dögum?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Hjúkrunarfræði.

2.  Filippseyja.

3.  Snæfellsjökull.

4.  Mótmælendur í Frakklandi fyrr á tíð.

5.  Samsung er kóreskt fyrirtæki.

6.  Hera Hilmarsdóttir.

7.  Sléttbakur.

8.  Þórhildur Þorleifsdóttir.

9.  Messi.

10.  Halldór Baldursson.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndina málaði Spánverjinn Goya. Hún sýnir guðinn Satúrnus. Þið fáið líka rétt fyrir Krónus, sem var sá gríski guð sem samsvaraði Satúrnusi.

Á neðri myndinni er Raquel Welch kvikmyndastjarna sem nýlega lést.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Emil Kristjánsson skrifaði
    Er sléttbakur ekki fullyfirgripsmikil skigreining?
    Það eru til fleiri tegundir af sléttbökum en Norður-Kyrrahafs sléttbakurinn.
    0
  • Einar Karlsson skrifaði
    Var málsverðurinn ekki afkvæmi hans - man ekki hvort það var piltur eða stúlka.
    1
    • Emil Kristjánsson skrifaði
      Hann át 2 sona sinna og 3 dætur. Þeim yngsta, Júpíter (Seif) náði móðirin að bjarga með því láta Satúrnus (Krónus) fá stein til gleypa.
      Hann átti síðar eftir að ráðast gegn föður sínum og neyða hann til þess æla upp systkinunum.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu