Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1061. spurningaþraut: Hvaða tæknifyrirtæki er EKKI frá Japan?

1061. spurningaþraut: Hvaða tæknifyrirtæki er EKKI frá Japan?

Fyrri aukaspurning:

Hver málaði málverkið hér að ofan?

Og svo fæst lárviðarstig fyrir að vita hver er þarna að snæðingi?

***

Aðalspurningar:

1.  Á dögunum vakti athygli þegar Kristófer Kristófersson lauk með glæsibrag háskólaprófi í tiltekinni grein eftir að hafa áður lokið meistaraprófi í viðskiptafræði. Hvaða grein var það — býsna ólík viðskiptafræðinni — sem Kristófer lagði fyrir sig eftir að hafa lagt viðskiptafræðina á hilluna?

2.  Til hvaða eyjaklasa telst Luzon-eyja?

3.  Hvað er hæsta fjallið sem sést frá Reykjavík?

4.  Hverjir voru húgenottar?

5.  Hvað af þessum tæknifyrirtækjum á ekki uppruna sinn í Japan? Mitsubishi — Nintendo — Samsung — Sony — Toshiba — Yamaha.

6.  Leikkona sem fer með allstórt hlutverk í mynd Hilmars Oddssonar Á ferð með mömmu hefur áður gert garðinn frægan í myndum eins og Vonarstræti og Eiðinum, sem og útlensku sjónvarpsþáttunum Da Vinci's Demons og fleira. Hvað heitir hún?

7.  Við Beringssund og Alaska á Norður-Kyrrahafi býr sjaldgæfasta hvalategund heims en sumir telja að aðeins örfáir tugir hvala af tegundinni séu eftir. Þessi tegund er sú næstþyngsta í heimi á eftir steypireyði (hún er ekki næstlengst samt). Náfrændur tegundarinnar búa í Suður-Kyrrahafi og Atlantshafi og eru öllu fleiri, en reyndar ekki eins stórir. Hvaða hvalategund er þetta?

8.  Meðal þeirra listamanna sem fengu heiðurslaun Alþingis nú síðast var fyrrum ballerína sem nam við The Royal Ballet School í London 1961–1963. Hún dansaði þó ekki mikið á sínum tíma en kenndi dans og fleira við marga skóla gegnum tíðina. Einnig hefur hún fengist mikið við leikstjórn og reyndar komið víða við á starfsferlinum, stýrt listastofnunum, sinnt stjórnmálum, rekið gistiheimili o.fl. Hvað heitir hún?

9.  24. júní 1987 fæddist í borginni Rosario í Argentínu piltur sem þegar fyrir tvítugt var farinn að vekja athygli fyrir óvenjulega hæfileika á tilteknu sviði. Hann blómstraði brátt svo mjög að margir telja hann þann besta í heimi fyrr og síðar. Hvað heitir hann?

10.  Hvað heitir teiknarinn sem teiknar skopmyndir í Fréttablaðið á virkum dögum?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Hjúkrunarfræði.

2.  Filippseyja.

3.  Snæfellsjökull.

4.  Mótmælendur í Frakklandi fyrr á tíð.

5.  Samsung er kóreskt fyrirtæki.

6.  Hera Hilmarsdóttir.

7.  Sléttbakur.

8.  Þórhildur Þorleifsdóttir.

9.  Messi.

10.  Halldór Baldursson.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndina málaði Spánverjinn Goya. Hún sýnir guðinn Satúrnus. Þið fáið líka rétt fyrir Krónus, sem var sá gríski guð sem samsvaraði Satúrnusi.

Á neðri myndinni er Raquel Welch kvikmyndastjarna sem nýlega lést.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Emil Kristjánsson skrifaði
    Er sléttbakur ekki fullyfirgripsmikil skigreining?
    Það eru til fleiri tegundir af sléttbökum en Norður-Kyrrahafs sléttbakurinn.
    0
  • Einar Karlsson skrifaði
    Var málsverðurinn ekki afkvæmi hans - man ekki hvort það var piltur eða stúlka.
    1
    • Emil Kristjánsson skrifaði
      Hann át 2 sona sinna og 3 dætur. Þeim yngsta, Júpíter (Seif) náði móðirin að bjarga með því láta Satúrnus (Krónus) fá stein til gleypa.
      Hann átti síðar eftir að ráðast gegn föður sínum og neyða hann til þess æla upp systkinunum.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
2
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.
Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
3
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
„Hann sagðist ekki geta meir“
5
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár