Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1059. spurningaþraut: Allir hafa lesið Grettissögu, er það ekki?

1059. spurningaþraut: Allir hafa lesið Grettissögu, er það ekki?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða ár er myndin hér að ofan tekin?

***

Aðalspurningar:

1.  Orðið „alphabet“ er víðast notað yfir stafróf. Hvað þýðir það í raun?

2.  Í hvaða landi voru Jagúar-bílar framleiddir?

3.  Hver er afkastamesti bréfritari Biblíunnar?

4.  Hvað eru mörg atóm í einni vatns-sameind?

5.  Í hvaða landi heitir höfuðborgin Tblisi eða öllu heldur თბილისი?

6.  Fornkappinn Grettir Ásmundarson misþyrmdi einkar hrottalega einni skepnu föður síns til að hann þyrfti ekki að sinna henni sem skyldi. Hvers konar dýr var þetta?

7.  Og hvað hét vesalings dýrið?

8.  En hvar dó Grettir?

9.  Ungverski uppfinningamaðurinn László József Bíró fullkomnaði gamla uppfinningu Bandaríkjamanns nokkurs og gerði hana bæði brúklega og afar vinsæla. Hver var uppfinningin? 

10.  Hér koma nokkurra rómverskra skálda. Eða hvað? Hver þessara sex sker sig frá hinum? Nöfnin eru í stafrófsröð: Catullus — Homer — Horatius — Lucretius — Ovidius — Virgilius.

***

Seinni aukaspurning:

Hver af reikistjörnunum í sólkerfinu okkar skyldi prýða myndina sér að neðan? Breyta þurfti myndinni örlítið.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Alfa og beta eru fyrstu tveir stafirnir í gríska stafrófinu.

2.  Bretlandi.

3.  Páll.

4.  Þrjú. H2O þýðir tvö H-atróm og eitt O.

5.  Georgíu.

6.  Hrossi, hryssu.

7.  Kengála.

8.  Í Drangey.

9.  Kúlupenni.

10.  Homer var grískur, ekki rómverskur.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin var tekin 1997. Þarna syngur Elton John við útför Díönu prinsessu.

Á neðri myndinni er Satúrnus eftir að hringar hans hafa verið gerðir ósýnilegir.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár