Fyrri aukaspurning:
Hvaða ár er myndin hér að ofan tekin?
***
Aðalspurningar:
1. Orðið „alphabet“ er víðast notað yfir stafróf. Hvað þýðir það í raun?
2. Í hvaða landi voru Jagúar-bílar framleiddir?
3. Hver er afkastamesti bréfritari Biblíunnar?
4. Hvað eru mörg atóm í einni vatns-sameind?
5. Í hvaða landi heitir höfuðborgin Tblisi eða öllu heldur თბილისი?
6. Fornkappinn Grettir Ásmundarson misþyrmdi einkar hrottalega einni skepnu föður síns til að hann þyrfti ekki að sinna henni sem skyldi. Hvers konar dýr var þetta?
7. Og hvað hét vesalings dýrið?
8. En hvar dó Grettir?
9. Ungverski uppfinningamaðurinn László József Bíró fullkomnaði gamla uppfinningu Bandaríkjamanns nokkurs og gerði hana bæði brúklega og afar vinsæla. Hver var uppfinningin?
10. Hér koma nokkurra rómverskra skálda. Eða hvað? Hver þessara sex sker sig frá hinum? Nöfnin eru í stafrófsröð: Catullus — Homer — Horatius — Lucretius — Ovidius — Virgilius.
***
Seinni aukaspurning:
Hver af reikistjörnunum í sólkerfinu okkar skyldi prýða myndina sér að neðan? Breyta þurfti myndinni örlítið.
***
Svör við aðalspurningum:
1. Alfa og beta eru fyrstu tveir stafirnir í gríska stafrófinu.
2. Bretlandi.
3. Páll.
4. Þrjú. H2O þýðir tvö H-atróm og eitt O.
5. Georgíu.
6. Hrossi, hryssu.
7. Kengála.
8. Í Drangey.
9. Kúlupenni.
10. Homer var grískur, ekki rómverskur.
***
Svör við aukaspurningum:
Efri myndin var tekin 1997. Þarna syngur Elton John við útför Díönu prinsessu.
Á neðri myndinni er Satúrnus eftir að hringar hans hafa verið gerðir ósýnilegir.
Athugasemdir