Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1059. spurningaþraut: Allir hafa lesið Grettissögu, er það ekki?

1059. spurningaþraut: Allir hafa lesið Grettissögu, er það ekki?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða ár er myndin hér að ofan tekin?

***

Aðalspurningar:

1.  Orðið „alphabet“ er víðast notað yfir stafróf. Hvað þýðir það í raun?

2.  Í hvaða landi voru Jagúar-bílar framleiddir?

3.  Hver er afkastamesti bréfritari Biblíunnar?

4.  Hvað eru mörg atóm í einni vatns-sameind?

5.  Í hvaða landi heitir höfuðborgin Tblisi eða öllu heldur თბილისი?

6.  Fornkappinn Grettir Ásmundarson misþyrmdi einkar hrottalega einni skepnu föður síns til að hann þyrfti ekki að sinna henni sem skyldi. Hvers konar dýr var þetta?

7.  Og hvað hét vesalings dýrið?

8.  En hvar dó Grettir?

9.  Ungverski uppfinningamaðurinn László József Bíró fullkomnaði gamla uppfinningu Bandaríkjamanns nokkurs og gerði hana bæði brúklega og afar vinsæla. Hver var uppfinningin? 

10.  Hér koma nokkurra rómverskra skálda. Eða hvað? Hver þessara sex sker sig frá hinum? Nöfnin eru í stafrófsröð: Catullus — Homer — Horatius — Lucretius — Ovidius — Virgilius.

***

Seinni aukaspurning:

Hver af reikistjörnunum í sólkerfinu okkar skyldi prýða myndina sér að neðan? Breyta þurfti myndinni örlítið.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Alfa og beta eru fyrstu tveir stafirnir í gríska stafrófinu.

2.  Bretlandi.

3.  Páll.

4.  Þrjú. H2O þýðir tvö H-atróm og eitt O.

5.  Georgíu.

6.  Hrossi, hryssu.

7.  Kengála.

8.  Í Drangey.

9.  Kúlupenni.

10.  Homer var grískur, ekki rómverskur.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin var tekin 1997. Þarna syngur Elton John við útför Díönu prinsessu.

Á neðri myndinni er Satúrnus eftir að hringar hans hafa verið gerðir ósýnilegir.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sendu skip til Grænlands
1
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
3
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
5
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár