Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1058. spurningaþraut: Hver er stefnan í karlamálum?

1058. spurningaþraut: Hver er stefnan í karlamálum?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða íslensku jurt má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða fluga er alræmd fyrir að breiða út svefnsýki?

2.  Hvaða hljómsveit samdi og flutti lagið Stairway to Heaven?

3.  Hvað rannsaka þeir sem leggja stund á felinology?

4.  Gilli, Sjúrður og Símun gegndu fyrir mörgum öldum tilteknu embætti, sem enn er reyndar til. Sá sem gegnir embættinu nú heitir Aksel Johannesen. Hvaða embætti er þetta?

5.  Til hvers og hvernig notar sverðfiskurinn „sverð“ sitt?

6.  Hvað hét áróðursmálaráðherra Hitlers?

7.  Hver er stærsta eyjan í Eystrasalti?

8.  Aðeins ein evrópsk höfuðborg er ekki jafnframt fjölmennasta borg viðkomandi ríkis. Hvaða ríki er það?

9.  Í hvaða bók Halldórs Laxness kemur við sögu persónan Snæfríður Íslandssól?

10.  Á einum stað í bókinni setur Íslandssól þessi fram skýra og skorinorða stefnu sína í karlamálum. Hver er sú stefna?

***

Seinni aukaspurning:

Hér að neðan má sjá kort af úrslitum forsetakosninga í Bandaríkjunum einhvern tíma síðustu 50 árin. Ljóst má vera að annar frambjóðandinn hefur unnið stórsigur því hann vinnur öll ríkin nema eitt og svo höfuðborgina Washington. Hvaða ár fóru þessar mjög svo ójöfnu kosningar fram?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Tse tse flugan.

2.  Led Zeppelin.

3.  Ketti.

4.  Lögmaður Færeyja.

5.  Hann slær fiska með því, rotar þá þannig og étur þá síðan. Hann stingur sem sagt EKKI með því, heldur SLÆR.

6.  Goebbels.

7.  Sjáland. Eyjan sú er meira en helmingi stærri en Gotland. Sjáland er vitaskuld í Eystrasalti sem telst ná frá dönsku eyjunum (þar á meðal Sjálandi) og inn í botnana í norðri og austri.

8.  Sviss. Höfuðborgin er Bern. Ankara er ekki evropsk borg.

9.  Íslandsklukkunni.

10.  „Heldur þann versta en þann næstbesta.“

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er vallhumall.

Neðri myndin sýnir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 1984.

Þá vann Ronald Reagan forseti stórsigur á Minnesota-manninum Walter Mondale.

Minnesota er einmitt bláa ríkið á kortinu.

En þið þurfið bara að hafa ártalið rétt.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Emil Kristjánsson skrifaði
    Úps! Höfuðborg Möltu, Valetta, er fjarri því að vera stærsta borg landsins... hún er, held ég, í 5. eða 6. sæti. Já, og Malta er í Evrópu.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu