Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fjögur þúsund milljarða hagnaður

Skipa­fé­lag­ið A.P. Møller-Mærsk birti í síð­ustu viku upp­gjör sitt fyr­ir ár­ið 2022. Hagn­að­ur fyr­ir­tæk­is­ins á sér ekki hlið­stæðu í Dan­mörku. Sér­stök skatta­lög gera að verk­um að Mærsk borg­ar sára­lít­inn skatt í heima­land­inu.

Fjögur þúsund milljarða hagnaður
Methagnaður Vincent Clerc framkvæmdastjóri Mærsk þegar hann kynnti niðurstöðu ársins 2023 fyrr í þessum mánuði. Mynd: AFP

Þótt mörg dönsk fyrirtæki hafi í gegnum árin verið rekin með miklum hagnaði hafa aldrei sést tölur sem komast í námunda við það sem sjá mátti í uppgjöri Mærsk (eins og fyrirtækið er yfirleitt kallað) fyrir árið 2022. Hagnaður síðasta árs var rúmir 200 milljarðar danskra króna. Það jafngildir um það bil 4 þúsund milljörðum íslenskum. Þegar danska útvarpið, DR, greindi frá ársuppgjörinu á síðu sinni var talað um 200 milljóna hagnað, og sömu villu mátti sjá á síðu eins af stóru dönsku dagblöðunum. Þetta var skömmu síðar leiðrétt í milljarða á báðum stöðum.  

Mærsk skipafélagið hefur lengi verið í hópi stærstu skipafélaga í heimi og mörg undanfarin ár, þangað til í fyrra, stærst þeirra allra. Á síðasta ári bættist nýtt skip í flota Mediterranian Shipping Company, MSC, og við það skaust það félag á topp listans. Svo litlu munar þó að ef Mærsk myndi kaupa lítið skip, langtum minna en félagið notar annars, yrði það aftur komið í toppsætið. Þetta má lesa í tímaritinu Alphaliner, sem flytur fréttir af flestu því sem viðkemur vöruflutningum á sjó. Að sögn talsmanns Mærsk er það ekki keppikefli að vera stærst „en við viljum gjarna vera best“.

 Upphafið

Árið 1904 þegar maður að nafni Peter Mærsk Møller, sem þá var 68 ára, ákvað ásamt syninum Arnold Peter Møller að stofna skipafélag hefur líklega hvorugan grunað að 100 árum síðar yrði félagið meðal þeirra stærstu á sínu sviði í heiminum. 

Peter Mærsk Møller hafði byrjað sem messagutti hjá föður sínum 14 ára gamall, en kunni ekki við sig á sjónum. Hann ákvað að læra rennismíði í Kaupmannahöfn, komst þar á samning en sá fljótlega að framtíð sín yrði ekki við rennibekkinn. Hann fór því aftur á sjóinn, réðst sem háseti á seglskipið Roda sem sigldi til Brasilíu og flutti kaffi til Danmerkur og fleiri landa. Peter Mærsk Møller fékk skipstjórnarréttindi 1855, aðeins 19 ára gamall. Nokkrum árum síðar varð hann skipstjóri, eða kafteinn eins og það var kallað, á litlu seglskipi. 1874 var hann ráðinn kafteinn á seglskipinu Valkyrjunni, sem þá var næst stærsta seglskipið í eigu Dana. Nokkrum árum síðar fékk hann réttindi til að stjórna gufuskipum sem þá voru að leysa seglskipin af hólmi. Árið 1886 keypti Peter Mærsk Møller ásamt félaga sínum gamalt gufuskip sem fékk nafnið Laura, með heimahöfn í Svendborg. Á skorsteini skipsins létu þeir félagar mála breiða bláa rönd og á hliðum skorsteinsins var máluð hvít sjö arma stjarna. Þessi stjarna varð síðar, og er enn, einkennistákn Mærsk skipafélagsins. Eftir að hafa verið kafteinn á Laura í 12 ár hætti Peter Mærsk Møller á sjónum. Hann var mikill áhugamaður um gufuskip og taldi þau standa seglskipunum framar, að öllu leyti.  

Gufuskipafélögin Svendborg og 1912

Þótt Peter Mærsk Møller hefði sagt skilið við sjómennskuna skömmu fyrir aldamótin 1900 hafði hann ekki lagt árar í bát. Hann hóf nú, ásamt syni sínum, Arnold Peter Møller, að undirbúa stofnun skipafélags. Árið 1904 stofnuðu feðgarnir Dampskibsselskabet Svendborg, tilgangur félagsins var að annast fragtflutninga. Reksturinn gekk vel en syninum fannst faðirinn full varkár og vilja fara of hægt í sakirnar. Arnold Peter Møller stofnaði því annað félag, það fékk heitið Dampskibsselskabet af 1912. Rekstur beggja félaganna gekk vel en sonurinn einbeitti sér ekki eingöngu að rekstri skipanna. Hann hafði háleitar hugmyndir og sá fyrir sér að tími gufuskipanna liði undir lok áður en langt um liði og vöruflutningar landa og heimsálfa á milli yrðu æ mikilvægari. Peter Mærsk Møller lést árið 1927 en hafði þá að mestu dregið sig út úr rekstri fyrirtækisins. Þess má geta að Ane eiginkona hans lést árið 1922, þau eignuðust 12 börn, 7 dætur og fimm syni.  

A.P. Møller og sonurinn Arnold Mærsk Mc-Kinney Møller

Í stuttum pistli sem þessum er engin leið að gera grein fyrir stórfyrirtækinu Mærsk eða Maersk eins og það er kallað utan danskra landsteina. Arnold Peter Møller (ætíð kallaður A.P. Møller) var forstjóri í áratugi en eftir síðari heimsstyrjöldina tók sonurinn Arnold Mærsk Mc-Kinney Møller (ætíð kallaður Mærsk Mc-Kinney Møller) æ meiri þátt í stjórnun fyrirtækisins. Eftir andlát A.P. Møller árið 1965 varð sonurinn og barnabarn stofnandans forstjóri fyrirtækisins og gegndi því starfi til ársins 1993. Hann sat þó áfram í stjórn fyrirtækjasamsteypunnar, sem þá hafði fengið nafnið A.P. Møller Gruppen og ennfremur í stjórn tveggja eignarhaldsfélaga innan samsteypunnar. Mærsk Mc-Kinney Møller lést í apríl 2012, tæplega 99 ára að aldri. Dóttir hans Ane Mærsk Mc-Kinney Uggla og synir hennar tveir sitja í stjórnum og stjórnunarstöðum innan A.P. Møller Gruppen.

Undir stjórn feðganna sem getið var um hér að framan varð A.P. Møller Gruppen að sannkölluðu risafyrirtæki, sem einbeitti sér ekki einungis að skipaútgerð og tengdum greinum. Skipaútgerðin hefur þó alla tíð verið grunnstoðin í rekstrinum.

Árið 2003 var nafni skipafélaganna tveggja, Svendborg og 1912, breytt og þau heita nú A.P. Møller – Mærsk A/S.

Rúmlega 700 skip og 90 þúsund starfsmenn

Mærsk er með rúmlega 700 skip í förum. Stærstur hluti þessara skipa eru svokölluð gámaskip en í flotanum eru líka annars konar skip. Nær allur flotinn samanstendur af mjög stórum skipum, þau stærstu rúmlega 400 metra löng og geta flutt 23 þúsund gáma. Enkennislitur skipanna er blár, kirfilega merkt Maersk Line á báðum hliðum og sjöarma stjarnan er enn einkennistákn fyrirtækisins. Hjá Mærsk samsteypunni starfa nú um 90 þúsund manns víða um heim, en höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Kaupmannahöfn.

Methagnaður en létt skattbyrði 

Eins og fram kom framar í þessum pistli gekk rekstur Mærsk vel í fyrra. Hagnaðurinn var meira en 200 milljarðar danskra króna, það jafngildir rúmum 4 þúsund milljörðum íslenskra króna.  Slíkur hagnaður hefur ekki áður sést í Danmörku og Vincent Clerc framkvæmdastjóri Mærsk sagði, þegar ársreikningurinn var kynntur, að bið yrði á að svona hagnaðartala sæist aftur. Hann sagði að gert væri ráð fyrir að hagnaður þessa árs yrði 76 milljarðar danskra króna „sem er svosem alveg viðunandi“.

Í tengslum við kynningu ársreikningsins kom fram að skattgreiðslur danskra skipafélaga eru hlutfallslega langtum lægri en annarra fyrirtækja í Danmörku. Almennt er fyrirtækjaskatturinn 22% en Mærsk borgar innan við 3% í skatt. Ástæða þessa er svokölluð tonnaregla, skipafélögin borga þá skatt sem miðast við stærð skipanna en ekki hagnað. Þessari reglu var ætlað að sjá til þess að dönsk skipafélög flyttu ekki úr landi. 

Í lokin má geta þess að Mærsk samsteypan ver árlega háum fjárhæðum í alls kyns styrki, ekki síst til menningarmála af ýmsu tagi. Þar kemur kannski Óperuhúsið í Kaupmannahöfn fyrst upp í hugann en það færði Mærsk Mc-Kinney Møller dönsku þjóðinni að gjöf árið 2005.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorsteinn V. Sigurðsson skrifaði
    Hækkuðu hressilega í Covid ástandinu eins og íslensku skipafélögin 50-100% álag á gefin tilboð....(eimskip)
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár