Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Slökkviliðið hafði brunavarnir áfangaheimilisins sem brann til skoðunar

Slökkvi­lið­ið fór í síð­ustu viku í vett­vangs­skoð­un í Vatna­garða 18 til að taka bruna­varn­irn­ar út en ekki var kom­in end­an­leg nið­ur­staða um fram­hald­ið.

Slökkviliðið hafði brunavarnir áfangaheimilisins sem brann til skoðunar

Guðný Elísabet Ingadóttir, mannauðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við Heimildina að slökkviliðið hafi farið í þessa skoðun í áfangaheimili Betra lífs við Vatnagarða. Vegna þess að ekki hafi verið komin niðurstaða í málið hafi slökkviliðið ekki haft samband við eiganda vegna mögulegra aðgerða. „Þetta var allt í eðlilegu ferli en í millitíðinni kviknar í,” segir hún.

Horfðu á eigur sínar brenna

Eins og greint var frá fyrr í dag var slökkviliðið kallað út um klukkan tíu í morgun eftir að eldur kviknaði í einu herberginu. Alls voru um þrjátíu manns í húsinu þegar eldurinn kom upp. Fimm voru fluttir á slysadeild með minniháttar 

Á meðan slökkviliðið vann að því að slökkva eldinn stóðu íbúar áfangaheimilisins stóðu fyrir utan og horfðu á eigur sínar verða að engu.

Arnar Hjálmtýsson, forstöðumaður áfangaheimilisins, fullyrðir að eldvarnir hafi verið í góðu lagi. 

Enginn umsækjandi um alþjóðlega vernd í húsinu

Arnar sagði í samtali við Heimildina í janúar að hann væri þarna að leigja virkum fíklum og umsækjendum um alþjóðlega vernd.

Heimildin hefur hins vegar fengið staðfest að þegar eldurinn kom upp var þar enginn umsækjandi um alþjóðlega vernd búsettur. Hins vegar hafi þarna verið fólk sem áður hafði stöðu flóttafólks en heyrði ekki lengur undir úrræði stjórnvalda og var því að leigja á markaði eins og hver annar. 

Í janúar sagði Arnar að hann væri að leigja sex flóttamönnum tveggja manna herbergi þar sem hver greiði 140 þúsund krónur, samtals 280 þúsund krónur fyrir herbergið. 

Áður hefur Stundin, nú Heimildin, fjallað um starfsemi Betra líf. Á árinu 2022 þurfti að loka áfangaheimili þeirra í Fannborg í Kópavogi vegna þess að slökkviliðið taldi „öryggi þeirra sem dvelja í húsinu óviðunandi“ vegna ófullnægjandi brunavarna. Húsráðandi fékk ítrekuð tækifæri til að laga húsnæðið, þannig að það uppfyllti lágmarkskröfur um brunavarnir, en gerði það ekki.

Hver sem er getur opnað áfangaheimili og ekki þarf starfsleyfi til að reka það. Ekkert eftirlit er heldur með slíkri atvinnustarfsemi. 

Betra líf Frá vettvangsferð ljósmyndara á áfangaheimilið í Vatnagörðum á dögunum.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár