Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Slökkviliðið hafði brunavarnir áfangaheimilisins sem brann til skoðunar

Slökkvi­lið­ið fór í síð­ustu viku í vett­vangs­skoð­un í Vatna­garða 18 til að taka bruna­varn­irn­ar út en ekki var kom­in end­an­leg nið­ur­staða um fram­hald­ið.

Slökkviliðið hafði brunavarnir áfangaheimilisins sem brann til skoðunar

Guðný Elísabet Ingadóttir, mannauðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við Heimildina að slökkviliðið hafi farið í þessa skoðun í áfangaheimili Betra lífs við Vatnagarða. Vegna þess að ekki hafi verið komin niðurstaða í málið hafi slökkviliðið ekki haft samband við eiganda vegna mögulegra aðgerða. „Þetta var allt í eðlilegu ferli en í millitíðinni kviknar í,” segir hún.

Horfðu á eigur sínar brenna

Eins og greint var frá fyrr í dag var slökkviliðið kallað út um klukkan tíu í morgun eftir að eldur kviknaði í einu herberginu. Alls voru um þrjátíu manns í húsinu þegar eldurinn kom upp. Fimm voru fluttir á slysadeild með minniháttar 

Á meðan slökkviliðið vann að því að slökkva eldinn stóðu íbúar áfangaheimilisins stóðu fyrir utan og horfðu á eigur sínar verða að engu.

Arnar Hjálmtýsson, forstöðumaður áfangaheimilisins, fullyrðir að eldvarnir hafi verið í góðu lagi. 

Enginn umsækjandi um alþjóðlega vernd í húsinu

Arnar sagði í samtali við Heimildina í janúar að hann væri þarna að leigja virkum fíklum og umsækjendum um alþjóðlega vernd.

Heimildin hefur hins vegar fengið staðfest að þegar eldurinn kom upp var þar enginn umsækjandi um alþjóðlega vernd búsettur. Hins vegar hafi þarna verið fólk sem áður hafði stöðu flóttafólks en heyrði ekki lengur undir úrræði stjórnvalda og var því að leigja á markaði eins og hver annar. 

Í janúar sagði Arnar að hann væri að leigja sex flóttamönnum tveggja manna herbergi þar sem hver greiði 140 þúsund krónur, samtals 280 þúsund krónur fyrir herbergið. 

Áður hefur Stundin, nú Heimildin, fjallað um starfsemi Betra líf. Á árinu 2022 þurfti að loka áfangaheimili þeirra í Fannborg í Kópavogi vegna þess að slökkviliðið taldi „öryggi þeirra sem dvelja í húsinu óviðunandi“ vegna ófullnægjandi brunavarna. Húsráðandi fékk ítrekuð tækifæri til að laga húsnæðið, þannig að það uppfyllti lágmarkskröfur um brunavarnir, en gerði það ekki.

Hver sem er getur opnað áfangaheimili og ekki þarf starfsleyfi til að reka það. Ekkert eftirlit er heldur með slíkri atvinnustarfsemi. 

Betra líf Frá vettvangsferð ljósmyndara á áfangaheimilið í Vatnagörðum á dögunum.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár