Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Flóttafólk hýst meðal fíkla á áfangaheimili sem brann

Eld­ur kom upp á áfanga­heim­il­inu Betra Líf í morg­un. Þar býr fólk sem er í virkri fíkni­efna­neyslu og þang­að hef­ur flótta­mönn­um ver­ið vís­að. Áfanga­heim­il­ið var áð­ur stað­sett í Kópa­vogi en hluta húss­ins þar var lok­að vegna ófull­nægj­andi bruna­varna.

Flóttafólk hýst meðal fíkla á áfangaheimili sem brann

Flóttafólk hefur búið samhliða fíklum á áfangaheimilinu Betra lífi í Vatnagörðum, sem stóð í ljósum logum í morgun. Íbúar áttu fótum fjör að launa og hafa fimm þeirra verið fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar.

Arnar Hjálmtýsson rekur meðferðarheimilið Betra líf í Vatnagörðum. Hann sagðist vera önnum kafinn við að sinna skjólstæðingum sínum þegar Heimildin hafði samband við hann í morgun vegna brunans í húsinu. Slökkvilið hefur áður gert alvarlegar athugasemdir vegna eldvarna í fyrra húsnæði Betra lífs.

Þrjátíu flúðu brunann

Slökkviliðið var kallað út um klukkan tíu í morgun eftir að eldur kviknaði í einu herberginu. Alls voru um þrjátíu manns í húsinu þegar eldurinn kom upp, hluti af hópnum flóttafólk sem hafði fengið hýsingu á áfangaheimilinu vegna þess að önnur úrræði voru ekki í boði.

Á meðan slökkviliðið vann að því að slökkva eldinn stóðu íbúar áfangaheimilisins stóðu fyrir utan og horfðu á eigur sínar verða að engu. Í frétt RÚV sagði Jón Viggó Jónsson slökkviliðsstjóri að betur hefði farið en á horfðist. Reykkafarar hefðu farið inn í brennandi húsið og hjálpað fimm einstaklingum að komast þaðan út. Einhverjir þurftu aðhlynningu í sjúkrabílum og fimm voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli. 

Flóttamenn búsettir með fíklum

Um er að ræða jaðarsettan hóp í íslensku samfélagi, í húsnæðinu leigja í flestum, ef ekki öllum, tilfellum einstaklingar með fjölþættan vanda, þá vímuefna- og geðrænan vanda auk húsnæðisleysis. Á þetta áfangaheimili, þar sem fíkniefnaneytendur neyta vímuefna um æð, hefur flóttamönnum síðan verið vísað af yfirvöldum.

„Þetta er ófremdarástand“

„Ég er að leigja virkum fíklum og umsækjendum um alþjóðlega vernd,“ staðfesti Arnar Hjálmtýsson, forstöðumaður áfangaheimilisins Betra líf í Vatnagörðum, nú í lok janúar. Í umfjöllun Heimildarinnar kom í ljós að þá leigðu sex flóttamenn herbergi á áfangaheimilinu. Fyrir tveggja manna herbergi greiddu þeir 140 þúsund krónur hvor, samtals 280 þúsund krónur. „Þetta er ófremdarástand fyrir þennan hóp af fólki,“ sagði Arnar þá. 

Áfangaheimilinu áður lýst sem dauðagildru

Fyrir tæpu ári síðan fjallaði Stundin, nú Heimildin, fyrst um áfangaheimilið Betra líf, sem hafði þá aðsetur í Kópavogi og stóð frammi fyrir lokun ef ekki yrðu gerðar úrbætur á brunavörnum. Slökkviliðið lýsti húsinu sem dauðagildru. Forstöðumaður áfangaheimilisins sagði ekki forsendur til að leggja í slíkan kostnað og sakaði yfirvöld um að reka heimilislaust fólk á götuna.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár