The Wonder
Mynd sem fólk með áfalla- og streituröskun ætti að sleppa.
Florence Pugh, ég gæti horft á hana borða kássur þar til heimurinn ferst. Í kvikmyndinni The Wonder borðar Florence ófáar skeiðar af gumsi. Ég veit ekki hvers vegna það er heillandi, kannski er hún verulega góð í að þræla í sig kartöflukássu, kannski er þetta sniðug brella sem handritshöfundurinn eða leikstjórinn fundu upp á til að búa til andstæðu við sveltandi litla dýrlinginn í myndinni. En hvað veit ég svo sem?
Ég er bara búin með nokkra áfanga í bókmenntafræði og örlítið í kvikmynda- og menningarfræði og grunar að a.m.k. einn kennari hafi talið mig vera hálfvita. Ástæðan fyrir því að ég hef leikstjórann, Sebastián Lelio, og handritshöfundinn grunaða um að beita „sniðugum brellum“ er sú að áður en hinn eiginlegi söguþráður myndarinnar hefst, fær áhorfandinn að sjá bak við tjöldin, bókstaflega. Myndin hefst nefnilega í kvikmyndaveri fyrir utan leikmyndina. Ég þarf líklega að sitja fleiri kvikmyndafræðiáfanga til að skilja …
Athugasemdir