Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Undrið

Sófa­kartafl­an held­ur áfram að rýna í Net­flix og nú gleypti hún í sig mynd sem fólk með áfalla- og streiturösk­un ætti að láta vera.

Undrið
Sjónvarp & Bíó

The Wond­er

Niðurstaða:

Mynd sem fólk með áfalla- og streituröskun ætti að sleppa.

Gefðu umsögn

Florence Pugh, ég gæti horft á hana borða kássur þar til heimurinn ferst. Í kvikmyndinni The Wonder borðar Florence ófáar skeiðar af gumsi. Ég veit ekki hvers vegna það er heillandi, kannski er hún verulega góð í að þræla í sig kartöflukássu, kannski er þetta sniðug brella sem handritshöfundurinn eða leikstjórinn fundu upp á til að búa til andstæðu við sveltandi litla dýrlinginn í myndinni. En hvað veit ég svo sem?

Ég er bara búin með nokkra áfanga í bókmenntafræði og örlítið í kvikmynda- og menningarfræði og grunar að a.m.k. einn kennari hafi talið mig vera hálfvita. Ástæðan fyrir því að ég hef leikstjórann, Sebastián Lelio, og handritshöfundinn grunaða um að beita „sniðugum brellum“ er sú að áður en hinn eiginlegi söguþráður myndarinnar hefst, fær áhorfandinn að sjá bak við tjöldin, bókstaflega. Myndin hefst nefnilega í kvikmyndaveri fyrir utan leikmyndina. Ég þarf líklega að sitja fleiri kvikmyndafræðiáfanga til að skilja …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sófakartaflan

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár