Ég er í endurmörkun. Endurhalningu á vörumerki sjálfs míns. Þar sem áður var tálgaður og frægur rokkari er nú mjúkur pabbi í skrifstofuvinnu.
Hvenær hófst þessi umturnun? Var það þegar Herra Hnetusmjör var krýndur vörumerki ársins? Eða þegar gervigreindin hóf innreið sína í skapandi greinar? Eða var það þegar ég fékk leiða á því að öskra? Allt gildar ástæður en svarið er nei. Það gerist ómeðvitað við okkur flest við tvenns konar tilefni.
Fyrra tilefnið er tuttugu og átta ára afmælisdagurinn. Við verðum eldri en Jimi Hendrix varð nokkurn tímann. Hvað þá Janis Joplin. Skrokkurinn segir okkur hversu hægt eða hratt við drukkum af lífsins bikar og við fáum áhuga á hjólreiðum.
„Skyndilega hef ég snarminnkandi áhuga á kosmósinu, ég bið bara um að það sé fyrirsjáanlegt, að minnsta kosti rétt á meðan ég les mig til um harðlífi ungbarna“
Seinna tilefnið er öllu merkilegra. Ég eignaðist barn. Allt …
Athugasemdir (1)