Fyrri aukaspurning:
Hvar má kynnast þessum miklu reykingadísum?
***
Aðalspurningar:
1. Hvaða svæði var fyrrum kallað Litla-Asía?
2. En hvaða svæði var kallað Anatólía?
3. Hver var leiðtogi Sturlunga í Flóabardaga?
4. Í hvaða ríki var Gustav Vasa konungur?
5. Hversu langur er hringvegurinn? Er hann 921 kílómetri, 1.121 kílómetri, 1.321 kílómetri eða 1.521 kílómetri?
6. Hvað öld kom á undan járnöld í skrifum sagnfræðinga?
7. Hvað kallast steinar sem má sjá í sumum hellum og virðast leka niður úr hellisloftinu eins og grýlukerti?
8. Dýr eitt heitir „ocelot“ á flestum erlendum málum. Hvers konar dýr er það?
9. Sjálfstjórnarhérað Gyðinga er nafn á sjálfstjórnarhéraði í landi einu. Þrátt fyrir nafnið er innan við eitt prósent íbúa í héraðinu Gyðingar. Í hvaða landi er þetta hérað?
10. Í hvaða landi er minestrone-súpa upprunnin?
***
Seinni aukaspurning:
Hér má sjá leikkonu eina unga að árum frá 1985 en hún er nú rúmlega sextug. Hvað heitir hún?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Tyrkland.
2. Tyrkland.
3. Þórður kakali.
4. Svíþjóð.
5. 1.321 kílómetri.
6. Bronsöld.
7. Dropasteinar.
8. Kattardýr, stór villiköttur. Ocelot heitir pardusköttur á íslensku en það er nóg að nefna kattardýr.
9. Rússlandi.
10. Ítalíu.
***
Svör við aðalspurningum:
Á efri myndinni eru tvíburasysturnar úr Simpsons.
Á neðri myndinni er Demi Moore.
Athugasemdir