Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Nicola Sturgeon segir af sér sem fyrsti ráðherra Skotlands

Nicola Stur­geon, fyrsti ráð­herra Skot­lands, hef­ur sagt af sé eft­ir átta ár í embætti. Hún er sann­færð um að arftaki henn­ar muni leiða Skota til sjálf­stæð­is.

Nicola Sturgeon segir af sér sem fyrsti ráðherra Skotlands
Afsögn Nicola Sturgeon tilkynnti afsögn sína á blaðamannafundi í Edinborg í morgun. Hún hefur verið fyrsti ráðherra Skotlands frá 2014, lengur en nokkur annar. Mynd: AFP

Nicola Sturgeon hefur sagt af sér sem fyrsti ráðherra Skotlands eftir átta ár í embætti.  BBC greindi frá áformum Sturgeon í morgun og greindi hún frá afsögn sinni á blaðamannafundi í Edinborg skömmu fyrir hádegi.  

Sturgeon segir ákvörðunina erfiða, starfið sé það besta í heiminum, og hún hafi velt því fyrir sér af alvöru í nokkrar vikur hvort hún ætti að segja af sér. Hún hefur nú ákveðið að gera svo og segir ákvörðunina byggða á því sem hefur átt sér stað yfir lengri tíma en ekki vegna pólitísks þrýstings vegna umdeildra mála svo sem frumvarps um kynrænt sjálfræði sem breska ríkisstjórnin beitti neitunarvaldi gegn í janúar.  

Hún tímann vera réttan, fyrir hana, fyrir flokkinn og fyrir Skotland. Hún ætlar ekki að segja alveg skilið við stjórnmálin þó óljóst sé hvernig þátttöku hennar verður háttað. Hún muni ekki leiða Skota til sjálfstæðis. „Ég trúi því staðfastlega að arftaki minn muni leiða Skota til sjálfstæðis,“ sagði Sturgeon á blaðamannafundinum, sem sjá má í heild sinni hér:

Afsögn hennar mun ekki taka gildi strax og ætlar Surgeon að sitja áfram þar til nýr ráðherra hefur verið kjörinn. Undirbúningur þess er þegar hafinn. 

Sturgeon, sem er 52 ára, hefur verið lengur í embætti fyrsta ráðherra Skotlands en nokkur annar. Samkvæmt heimildum BBC hefur Sturgeon einfaldlega „fengið nóg“. 

Sturgeon hefur setið á skoska þinginu frá 1999 og tók við sem varaformaður Skoska þjóðarflokksins árið 2004. Sturgeon tók við sem fyrsti ráðherra Skotlands af Alex Salmond í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands árið 2014. Þá vildu 45 prósent Skota sjálfstæði en 55 prósent vildu áfram vera hluti af Bretlandi. 

Sjálfstæði og frumvarp um kynrænt sjálfræði

Aukin sjálfsstjórn Skota hefur verið meðal baráttumála Sturgeon og í sumar lagði hún til að atkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands færi fram 19. október næstkomandi. Sú tillaga hefur ekki náð fram að ganga og í nóvember úrskurðaði Hæstiréttur Bretlands að Skotum væri ekki heimilt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði án heimildar bresku ríkisstjórnarinnar.  

Annað mál hefur hins vegar verið fyrirferðameira upp á síðkastið. Um miðjan janúar beitti ríkisstjórn Bretlands neitunarvaldi til að stöðva frumvarp um kynrænt sjálfræði í Skotlandi. Þetta var í fyrsta skipti í 23 ára sögu skoska þingsins sem breska ríkisstjórnin beitt neitunarvaldi. 

Skoska þingið samþykkti í desember frumvarp um kynrænt sjálfræði. Frumvarpið flýtir fyrir og gerir ferlið um að breyta kynskráningu auðveldara, auk þess sem 16-17 ára ungmennum verður heimilt að breyta kynskráningu sinni. Með frumvarpinu átti að fella kröfu um sjúkdómsgreiningu á kynama úr gildi.  

Beiting neitunarvaldsins var meðal annars rökstudd á þeim forsendum að frumvarpið ógni öryggi kvenna og að það stangist á við jafnréttislög. Alister Jack, ráðherra málefna Skotlands, sagði áhyggjur ríkisstjórnarinnar aðallega beinast að rýmum sem eru ætluð einu kyni, svo sem búningsklefar, salerni og fangelsi. Sturgeon sagðist vera tilbúin til að verja frumvarpið fyrir hæstarétti.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég er náttúrlega gangandi kraftaverk“
4
Viðtal

„Ég er nátt­úr­lega gang­andi krafta­verk“

Þeg­ar Thelma Björk Jóns­dótt­ir fata­hönn­uð­ur, jóga- og hug­leiðslu­kenn­ari og þriggja barna móð­ir, fann fyr­ir hnúð í öðru brjóst­inu fékk hún ekki að fara strax í skimun. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar greind­ist hún með mein­vörp í bein­um, sem hald­ið er niðri með lyfj­um. Hún seg­ir vald­efl­andi að eiga þátt í eig­in bata, með heild­rænni nálg­un og já­kvæðu hug­ar­fari. Hún seg­ir frá þessu, stóru ást­inni og gjöf­inni sem fólst í því að eign­ast barn með downs-heil­kenni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gjöfin frá Ásgeiri: „Þetta var hans draumur“
5
Vettvangur

Gjöf­in frá Ás­geiri: „Þetta var hans draum­ur“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son lést nótt­ina fyr­ir við­burð­inn sem hann hafði var­ið síð­ustu dög­um lífs­ins við að skipu­leggja ásamt vin­um sín­um og ætt­ingj­um. Nið­ur­stað­an var að það væri í anda Ás­geirs að halda við­burð­inn. „Þetta var ótrú­leg stund og mik­il gjöf sem hann færði okk­ur sem eft­ir stóð­um, að fá að vera þarna sam­an á þess­ari stundu,“ seg­ir Jón Bjarki Mag­ús­son, einn af hans nán­ustu vin­um.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár