Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Nicola Sturgeon segir af sér sem fyrsti ráðherra Skotlands

Nicola Stur­geon, fyrsti ráð­herra Skot­lands, hef­ur sagt af sé eft­ir átta ár í embætti. Hún er sann­færð um að arftaki henn­ar muni leiða Skota til sjálf­stæð­is.

Nicola Sturgeon segir af sér sem fyrsti ráðherra Skotlands
Afsögn Nicola Sturgeon tilkynnti afsögn sína á blaðamannafundi í Edinborg í morgun. Hún hefur verið fyrsti ráðherra Skotlands frá 2014, lengur en nokkur annar. Mynd: AFP

Nicola Sturgeon hefur sagt af sér sem fyrsti ráðherra Skotlands eftir átta ár í embætti.  BBC greindi frá áformum Sturgeon í morgun og greindi hún frá afsögn sinni á blaðamannafundi í Edinborg skömmu fyrir hádegi.  

Sturgeon segir ákvörðunina erfiða, starfið sé það besta í heiminum, og hún hafi velt því fyrir sér af alvöru í nokkrar vikur hvort hún ætti að segja af sér. Hún hefur nú ákveðið að gera svo og segir ákvörðunina byggða á því sem hefur átt sér stað yfir lengri tíma en ekki vegna pólitísks þrýstings vegna umdeildra mála svo sem frumvarps um kynrænt sjálfræði sem breska ríkisstjórnin beitti neitunarvaldi gegn í janúar.  

Hún tímann vera réttan, fyrir hana, fyrir flokkinn og fyrir Skotland. Hún ætlar ekki að segja alveg skilið við stjórnmálin þó óljóst sé hvernig þátttöku hennar verður háttað. Hún muni ekki leiða Skota til sjálfstæðis. „Ég trúi því staðfastlega að arftaki minn muni leiða Skota til sjálfstæðis,“ sagði Sturgeon á blaðamannafundinum, sem sjá má í heild sinni hér:

Afsögn hennar mun ekki taka gildi strax og ætlar Surgeon að sitja áfram þar til nýr ráðherra hefur verið kjörinn. Undirbúningur þess er þegar hafinn. 

Sturgeon, sem er 52 ára, hefur verið lengur í embætti fyrsta ráðherra Skotlands en nokkur annar. Samkvæmt heimildum BBC hefur Sturgeon einfaldlega „fengið nóg“. 

Sturgeon hefur setið á skoska þinginu frá 1999 og tók við sem varaformaður Skoska þjóðarflokksins árið 2004. Sturgeon tók við sem fyrsti ráðherra Skotlands af Alex Salmond í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands árið 2014. Þá vildu 45 prósent Skota sjálfstæði en 55 prósent vildu áfram vera hluti af Bretlandi. 

Sjálfstæði og frumvarp um kynrænt sjálfræði

Aukin sjálfsstjórn Skota hefur verið meðal baráttumála Sturgeon og í sumar lagði hún til að atkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands færi fram 19. október næstkomandi. Sú tillaga hefur ekki náð fram að ganga og í nóvember úrskurðaði Hæstiréttur Bretlands að Skotum væri ekki heimilt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði án heimildar bresku ríkisstjórnarinnar.  

Annað mál hefur hins vegar verið fyrirferðameira upp á síðkastið. Um miðjan janúar beitti ríkisstjórn Bretlands neitunarvaldi til að stöðva frumvarp um kynrænt sjálfræði í Skotlandi. Þetta var í fyrsta skipti í 23 ára sögu skoska þingsins sem breska ríkisstjórnin beitt neitunarvaldi. 

Skoska þingið samþykkti í desember frumvarp um kynrænt sjálfræði. Frumvarpið flýtir fyrir og gerir ferlið um að breyta kynskráningu auðveldara, auk þess sem 16-17 ára ungmennum verður heimilt að breyta kynskráningu sinni. Með frumvarpinu átti að fella kröfu um sjúkdómsgreiningu á kynama úr gildi.  

Beiting neitunarvaldsins var meðal annars rökstudd á þeim forsendum að frumvarpið ógni öryggi kvenna og að það stangist á við jafnréttislög. Alister Jack, ráðherra málefna Skotlands, sagði áhyggjur ríkisstjórnarinnar aðallega beinast að rýmum sem eru ætluð einu kyni, svo sem búningsklefar, salerni og fangelsi. Sturgeon sagðist vera tilbúin til að verja frumvarpið fyrir hæstarétti.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár