Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1052. spurningakeppni: Hvað heitir litla álfastúlkan?

1052. spurningakeppni: Hvað heitir litla álfastúlkan?

Fyrri aukaspurning:

Hér er yfirlitsmynd af frægri sjóorrustu. Floti sem hér er sýndur með rauðu leggur úr höfn í firði einum og hyggst sigla sem leið liggur yfir að landinu hægra megin á myndinni og raunar lengra. En öðrum flota (hér sýndur með svörtu) hefur borist njósn af og mætir rauða flotanum á hafi úti og hófst þá harður slagur. Orrustunni lauk án þess að hvorugum flota tækist að vinna afgerandi sigur á hinum. Hvað kallast orrustan?

***

Aðalspurningar:

1.  Jennifer Aniston varð fræg fyrir að leika í ... hvaða sjónvarpsseríu?

2.  Hvaða ættarnafn ber breska konungsfjölskyldan?

3.  Dramb er ... hvað?

4.  Sauerkraut er víðfrægur þýskur réttur. Hvað er uppistaðan í honum?

5.  Hvaða viðurkenningu fékk veitingahúsið Dill árið 2017, fyrst íslenskra veitingahúsa?

6.  Hvað heitir hringtorgið stóra fyrir framan Hótel Sögu í Reykjavík?

7.  Hvernig fugl er langvía?

8.  Hvað heitir litla álfastúlkan sem kemur við sögu Péturs Pan — á íslensku?

9.  Hvaða svissneska súkkulaði var í áratugi tákn munaðar og framandleika á Íslandi af því eingöngu var hægt að kaupa það í fríhöfninni við komu frá útlöndum?

10.  Péturshorn er hæsti tindur á tilteknu fjalli, felli, jökli, gnúpi eða bjargi, 1.355 metra hátt. Hvar er Péturshorn?

***

Seinni aukaspurning:

Önnur sjóorrusta. Floti A (rauður) taldi sig hafa ráð flota B (blár) í hendi sér. Meginfloti A þokaði sér inn í sund þar sem floti B virtist í úlfakreppu. Á sama tíma hélt minnihluti flota A inn í sundið hinum megin frá til að stöðva (væntanlegan) flótta skipanna úr flota B. En allt snerist í höndum flota A. Skipin úr flota B voru mun liðugri og liprari og gjörsigruðu flota A á sundinu. Hvað kallast þessi sjóorrusta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Friends.

2.  Windsor.

3.  ... falli næst.

4.  Hvítkál.

5.  Michelin-stjörnu.

6.  Hagatorg.

7.  Svartfugl.

8.  Skellibjalla.

9.  Toblerone.

10.  Á Langjökli.

***

Svör við aukaspurningum:

Fyrra kortið sýnir orrustuna á Húnaflóa, sem kallast Flóabardagi. Suður snýr upp á þessari mynd.

Á neðra kortinu er yfirlit yfir orrustuna við Salamis 480 f.Kr. þar sem Grikkir gereyddu flota Persa.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
6
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár