Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Erfðu Samherja og hafa hagnast um rúma tíu milljarða á tveimur árum

Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar fékk lán hjá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hf. Eign­ir þess voru metn­ar á 45 millj­arða króna í lok árs 2021. Er­lend starf­semi Sam­herja­sam­stæð­unn­ar var seld til Bald­vins Þor­steins­son­ar í lok síð­asta árs.

Erfðu Samherja og hafa hagnast um rúma tíu milljarða á tveimur árum
Búsettur erlendis Baldvin Þorsteinsson leiðir alþjóðlega starfsemi Samherja. Hann er með lög­­heim­ili í Hollandi, þar sem hann býr.

K&B ehf., félag sem er að mestu í eigu systk­in­anna Bald­vins og Kötlu Þor­steins­barna, hagn­að­ist um 49 milljónir evra, um 7,2 milljarða króna, á árinu 2021 miðað við árslokagengi evru á því ári. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem birtur var á heimasíðu Skattsins í gær, en ársreikningum á alla jafna að skila átta mánuðum eftir lok reikningsárs. Nú eru liðnir rúmir 13 mánuðir frá því að reikningsárinu 2021 lauk. 

Stærsti eigandi SamherjaKatla Þorsteinsdóttir, dóttir Þorsteins Más Baldvinssonar, er stærsti einstaki eigandi útgerðarfélagsins Samherja ásamt bróður sínum, Baldvin Þorsteinssyni.

Félagið hagnaðist um 20,8 millj­ónir evra, 3,2 millj­arða króna á þávirði, árið 2020. K&B ehf. hefur því hagnast um 10,4 milljarða króna á fyrstu tveimur árunum eftir að félagið var stofnsett. 

Félagið er stærsti ein­staki eig­andi Sam­herja hf., þess hluta Sam­herj­a­sam­stæð­unnar sem heldur á starf­semi hennar á Íslandi og Fær­eyj­um, með 43 pró­sent eign­ar­hlut. Hlut­ur­inn í Sam­herja er eina eign félags­ins og hagn­aður félags­ins hlut­deild í hagn­aði útgerð­ar­ris­ans. Bald­vin á 49 pró­sent hlut í K&B ehf. en Katla systir hans 48,9 pró­sent. Faðir þeirra, Þor­steinn Már Bald­vins­son for­stjóri Sam­herja, á 2,1 pró­sent hlut.

Eignir K&B ehf. voru metnar á 304,4 milljónir evra, um 45 milljarða króna, í lok árs 2021. Á móti þeim eignum voru langtímaskuldir upp á alls 210,4 milljónir evra, 31 milljarð króna. Eigið fé félagsins var því um 14 milljarðar króna fyrir rúmu ári síðan. 

Langtímaskuldin er við Eignarhaldsfélagið Stein, sem er í eigu foreldra Baldvins og Kötlu, Þorsteins Más og Helgu S. Guðmundsdóttur. Það félag var lengi stærsti eigandi Samherja hf. en hlutur foreldranna var færður til barnanna í maí 2020. Þegar leitað var svara um hvernig sú tilfærsla hafði átt sér stað fengust þau svör hjá Björgólfi Jóhanns­­syni, þá ann­­ars for­­stjóra Sam­herja, að ann­­ars vegar hefðu börnin fengið fyr­ir­fram­greiddan arf, og hins vegar væri um sölu milli félaga að ræða. 

Samhliða sölunni veitti Eignarhaldsfélagið Steinn seljendalán fyrir öllum kaupunum. Samkvæmt ársreikningi á K&B ehf. að greiða 8,4 milljónir evra á ári af láninu á hverju ári, eða um 1,3 milljarða króna. Á árinu 2021 greiddi félagið hins vegar enga slíka greiðslu heldur einungis vaxtagjöld upp á um 200 milljónir króna. 

„Við telj­um að fé­lagið sé vel komið í hans hönd­um og þeirra stjórn­­enda sem hafa starfað þar“
Þorsteinn Már Baldvinsson,
forstjóri Samherja tjáir sig um viðskiptin við Baldvin Þorsteinsson

Tilfærsla milli kynslóða

Samherja var skipt upp í tvö fyrirtæki árið 2018. Eftir það var þorri inn­­­­­­­­­­­­­lendrar starf­­­­­­­sem­i Sam­herja og starf­­­­­­­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Fær­eyj­um undir hatti Sam­herja hf. en önnur erlend starf­­­­­­­sem­i og hluti af fjár­­­­­­­­­­­fest­ing­­­­­­ar­­­­­­starf­­­­­­semi á Íslandi í félag­inu Sam­herji Holding ehf. Stærsta eign síð­ar­nefnda félags­ins var dótt­ur­fé­lagið Alda Seafood

Saman áttu þessi tvö félög, Sam­herji hf. og Sam­herji Holding, eigið fé upp á um 160 millj­­arða króna í lok árs 2021. Þor­­steinn Már er for­­stjóri bæði Sam­herja hf. og Sam­herja Holding

Til­­kynnt var um það um miðjan maí 2020 að stærstu eigendur Samherja hf. væru að færa stóran hluta af eign­­­ar­haldi á Sam­herja hf., sem heldur utan um inn­lendu starf­sem­ina, til barna sinna. Þorsteinn og Helga færðu, líkt og áður sagði, sinn hlut til K&B ehf., í eigu barna þeirra.

ForstjóriÞorsteinn Már Baldvinsson hefur fært eign sína í Samherjasamstæðunni að mestu til barna sinna.

Útgerð­ar­stjór­inn Krist­ján Vil­helms­­son færði sinn hlut til sinna barna og eftir það eiga Hall­­­dór Örn, Krist­ján Bjarni og Katrín Krist­jáns­­­börn, sam­an­lagt um 41,5 pró­­­sent hluta­fjár í Sam­herja, en ekk­ert þeirra meira en 8,5 pró­­sent hlut hvert. Þar á eftir kemur félagið Bliki ehf. með 11,9 pró­­­­sent hlut, sem er líka í eigu Sam­herj­a­fjöl­skyld­unn­ar.

Verðmætasta eign Samherja hf. eru aflaheimildir í íslenskri fiskveiðilögsögu. 

Erlenda starfsemin seld til Baldvins

Í lok árs í fyrra greindi Morgunblaðið frá því að Baldvin hefði keypt Öldu Seafood af Samherja Holding. Í blaðinu var haft eftir Þorsteini Má að ástæðan fyrir söl­unni væru kyn­slóða­skipti sem átt hefði sér stað innan Sam­herja, og að salan á Öldu væri eðli­legt fram­hald af því. „Við telj­um að fé­lagið sé vel komið í hans hönd­um og þeirra stjórn­­enda sem hafa starfað þar.“

Alda Seafood heldur utan um erlenda starf­semi Sam­herj­a­sam­stæð­unn­ar, fyr­ir­tæki á sviði veiða, vinnslu og sölu sjá­v­­­ar­af­­urða í Evr­­ópu og Norð­­ur­-Am­er­íku. Fjár­fest­inga­fé­lagið Sæból til­heyrir líka Öldu. Það félag á tvö dótt­­­­­ur­­­­­fé­lög, Esju Shipping Ltd. og Esju Seafood Ltd. sem bæði eru með heim­il­is­­­­­festi á Kýp­­­­­ur. Þau félög héldu meðal ann­­­­­ars utan um veiðar Sam­herja í Namib­­­­­íu, þar sem sam­­­­­stæðan og stjórn­­­­­endur hennar eru nú grun­aðir um að hafa greitt mútur til að kom­­­­­ast yfir ódýran kvóta.

Auk þess á Sæból þrjú dótt­ur­fé­lög í Fær­eyj­um, þar á meðal Spf Tindhólm.

Alda Seafood er því risa­stórt félag. Bók­fært virði þess í lok árs 2021 var 361 milljón evr­ur, eða um 55,3 millj­arðar króna á gengi dags­ins í dag. Í frétt Morg­un­blaðs­ins var ekki greint frá því á hvaða verði Bald­vin keypti Öldu Seafood né hvernig kaupin voru fjár­mögn­uð. 

Utan Öldu var stærsta eign Sam­herja Holding 32,79 pró­sent hlutur í Eim­skip. Sá hlutur var færður í eign­ar­halds­fé­lagið Seley ehf. sem er í eigu sömu aðila og hafa átt Sam­herja Holding

Með söl­unni á Öldu var búið að koma sjáv­ar­út­vegs­hluta Sam­herj­a­sam­stæð­unnar að mestu til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Og nær allar eignir Sam­herja Holding, félags­ sem er til rann­sóknar í Namibíu og á Íslandi vegna gruns um mútu­greiðsl­ur, pen­inga­þvætti og skatta­snið­göngu, hafa verið færðar ann­að.

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MB
    Magnús Bjarnason skrifaði
    Áhugaverð greining. Erfitt að átta sig á þessum flóknu fléttum. Það veldur stundum ruglingi þegar bornar saman upphæðir í evrum við upphæðir í krónum.
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Reyndar miðast ábyrgðin við tíma gjörningsins og keðjuabyrgðin bara lengir listann
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Keðjuabyrgðin gerir því Öldu ábyrga fyrir peningaþvætti vegna Namibíu málsins
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Var kypur fyrirtækjunum ekki lokað í ágúst 2022 ? Open corporates register.
    0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Geta kvótakóngarnir arfleitt börn sín af því sem þeir eiga ekki?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umfjöllun um fimm prósenta mörkin hafi verið meðal þess sem skaðaði VG
3
Fréttir

Um­fjöll­un um fimm pró­senta mörk­in hafi ver­ið með­al þess sem skað­aði VG

Formað­ur Vinstri grænna boð­ar í ára­móta­kveðju sinni að hreyf­ing­in muni veita nýrri rík­is­stjórn að­hald ut­an Al­þing­is og styrkja tengsl sín við lands­menn á kom­andi ári. Hún reif­ar ýms­ar ástæð­ur fyr­ir löku gengi Vinstri grænna í kosn­ing­un­um og með­al ann­ars áherslu á fimm pró­senta mörk­in í um­fjöll­un um skoð­anakann­an­ir. Flokk­ur­inn hafi ít­rek­að ver­ið reikn­að­ur út af þingi.
Erlendur annáll: Kosningar og ófriður lituðu árið
6
ErlentUppgjör ársins 2024

Er­lend­ur ann­áll: Kosn­ing­ar og ófrið­ur lit­uðu ár­ið

Pia Hans­son, for­stöðu­mað­ur Al­þjóða­mála­stofn­un­ar Há­skóla Ís­lands, seg­ir að ár­ið 2024 hafi ver­ið óvenju við­burð­ar­ríkt ár. Ár­ið ein­kennd­ist af kosn­ing­um þar sem sitj­andi vald­höf­um var refs­að og blóð­ug­um stríðs­átök­um sem stig­mögn­uð­ust á ár­inu. Pia seg­ist mið­að við það sem und­an hef­ur geng­ið í heims­mál­un­um fari hún því mið­ur ekki full bjart­sýni inn í nýja ár­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár