Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Lára Ómarsdóttir hættir hjá Róberti Wessman

Lára Óm­ars­dótt­ir hef­ur skrif­að und­ir starfs­loka­samn­ing sem sam­skipta­stjóri fjár­fest­inga­fé­lags­ins Azt­iq.

Lára Ómarsdóttir hættir hjá Róberti Wessman
Hætt Lára Ómarsdóttir er hætt að vinna fyrir Róbert Wessman.

Lára Ómarsdóttir, fyrrverandi fjölmiðlakona, hefur látið af störfum sem samskiptastjóri hjá fjárfestingarfélagi Róberts Wessman, Aztiq. Segir Lára að sýn hennar og þeirra sem stýra félaginu sé ólík og því hætti hún störfum.

Lára segir í færslu á Facebook að tíminn hjá fyrirtækinu hafi verið lærdómsríkur og ánægjulegur en nú sé komið að leiðarlokum. „Nú mun starfið taka ákveðnum breytingum og sýn okkar er um margt ólík. Því var það niðurstaðan að ég myndi stíga frá borði.“

Lára var ráðin til Aztiq fyrir rúmum tveimur árum en hafði áður starfað í fréttaskýringaþættinum Kveik í Ríkisútvarpinu. Í færslu sinni segir hún að ekki sé ljóst hvað hún muni taka sér fyrir hendur nú.

Aztiq hefur leitt uppbyggingu Alvotech og Alvogen, auk fleiri félaga, en Róbert er forstjóri Alvogen og stjórnarformaður Alvotech.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár