Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1049. spurningaþraut: Hversu gömul er Vikan?

1049. spurningaþraut: Hversu gömul er Vikan?

Fyrri aukaspurning:

Árið 1987 var þessi glaða kona mynduð. Hún var þá á hátindi frægðar sinnar sem söngkona, leikkona og fyrirsæta. Hvað heitir hún?

***

Aðalspurningar:

1.  Vinsæl bandarísk kvikmynd frá 1996 nefndist Þjóðhátíðardagur eða Independence Day. Um hvað fjallaði hún?

2.  Tékkneski landsliðsmaðurinn Jakub Jankto komst í fréttir fyrir örfáum vikum. Hann hefur leikið 45 landsleiki í fótbolta fyrir karlalið Tékka en af hverju komst hann í fréttirnar?

3.  Hvað gera slagæðar? Svarið þarf að vera þokkalega nákvæmt.

4.  Vikan er komin í hóp elstu og virðulegustu tímarita landsins. Hvenær byrjaði Vikan að koma út? Var það 1788 — 1838 — 1888 — eða 1938?

5.  Argentínumenn eru frægir fyrir kjötútflutning. En hvernig kjöt flytja þeir aðallega út?

6.  Hvað kallast farartækið hovercraft á íslensku?

7.  Árið 1961 tók nýr maður við embætti Bandaríkjaforseta. Hvað hét hann?

8.  Nýstárlegt þótti að aldrei áður hafði maður tiltekins trúflokks náð þessu háa embætti. Hvaða trúflokkur var það?

9.  Árið 1983 kom út fyrsta ljóðabók ungs höfundar, Svarthvít axlabönd. Árið eftir kom sú næsta, Tvíbreitt (svig)rúm. Ljóðabækurnar eru síðan orðnar margar en fyrsta skáldsaga höfundar kom út 1987, Gangandi íkorni. Árið 2000 fékk höfundur Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir smásagnasafnið Gula húsið. Höfundurinn er ... hver?

10.  Odoacer eða Ódóvakar var herforingi einn sem tók sér konungsnafn í tilteknu landi árið 476 e.Kr. eftir að hafa velt fyrri valdhafa úr sessi. Í sjálfu sér var þetta ekki stórmál því svo margt gekk á þau misserin að ekki er víst að alþýðan hafi látið sig þetta miklu skipta, en í sögubókum þykir atburðurinn marka þáttaskil. Hvers vegna?

***

Seinni aukaspurning:

Af hverjum er myndin hér að neðan? Athugið að myndin er ekki öll þar sem hún er séð.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Innrás geimvera á Jörðu.

2.  Hann greindi frá því að hann væri samkynhneigður. Slík yfirlýsing frá atvinnufótboltakarli þykir enn verulega fréttnæm.

3.  Þær flytja blóð FRÁ hjarta út um líkamann.

4.  1938.

5.  Nautakjöt.

6.  Svifnökkvi.

7.  John F. Kennedy.

8.  Kaþólikkar.

9.  Gyrðir Elíasson.

10.  Vegna þess að Odoacer tók sér konungsnafn á Ítalíu og velti úr sessi síðasta keisara vesturrómverska ríkisins. Þar með var saga Rómaveldis í vestri ölll.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er danska filmstjarnan Brigitte Nielsen.

Á neðri myndinni er Adolf Hitler.

Myndina lét bandarísk leyniþjónustustofnun OSS útbúa í lok síðari heimsstyrjaldar og var hún ein nokkurra mynda sem áttu að gefa hermönnum Bandaríkjanna hugmynd um hvernig Hitler gæti litið út ef hann reyndi að dulbúast og komast undan. Myndin hér til hægri var sú sem leyniþjónustumenn höfðu til hliðsjónar þegar þeir útbjuggu myndina.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár