Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Starfsmaður fjàrmálaráðuneytisins víkur sæti við meðferð Íslandsbankamálsins

Guð­rún Þor­leifs­dótt­ir, skri­stofu­stjóri í fjár­mála­ráðu­neyt­inu, hef­ur vik­ið í sæti við um­fjöll­un fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd­ar á Ís­lands­banka­mál­inu. Fjár­mála­ráðu­neyt­ið seg­ir að að þetta sé vegna að­komu ráðu­neyt­is­ins að mál­inu. Fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd­in stýr­ir því hvernig Ís­lands­banka­mál­inu lýk­ur hjá Seðla­banka Ís­lands.

Starfsmaður fjàrmálaráðuneytisins víkur sæti við meðferð Íslandsbankamálsins

Starfsmaður fjármálaráðuneytisins sem situr í fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands sem pólitískt skipaður nefndarmaður hefur vikið sæti við meðferð nefndarinnar á Íslandsbankamálinu svokallaða. Þetta kemur fram í tölvupósti frá fjármálaráðuneytinu til Heimildarinnar.

Tölvupósturinn frá ráðuneytinu er viðbragð við umfjöllun blaðsins um átök um stjórnskipulag Seðlabanka Íslands sem nú eiga sér stað innan stjórnkerfisins og í stjórnmálum á Íslandi sem birt var fyrir helgi. Einn helsti ásteytingarsteinninn í þeirri umræðu er fjármálaeftirlitsnefndin og hvort seðlabankastjóri eigi að sitja í henni sem formaður og eins hvort halda eigi því fyrirkomulagi að skipa ytri nefndarmenn í hana. 

Endurskoðun á stjórnkerfi Seðlabanka Íslands Endurskoðun fer nú fram á hluta af stjórnkerfi Seðlabanka Íslands, meðal annars fjármálaeftirlitsnefndinni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill að Ásgeir Jónsson verði líka formaður þessarar nefndar.

Eina fastanefndin sem er pólitískt skipuð að meirihluta

Starfsmaðurinn heitir Guðrún Þorleifsdóttir og er skrifstofustjóri fjármálamarkaða í ráðuneytinu. Hún var skipuð í fjármálaeftirlitsnefnd af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra en ráðuneyti hans ber ábyrgð á hlutabréfum íslenska ríkisins í fjármálafyrirtækjum, sem og á sölumeðferð þeirra.

Sérstaða fjármálaeftirlitsefndar meðal hinna þriggja fastanefnda Seðlabanka Íslands er að fjármálaráðherra skipar meirihluti nefndarmanna. 

Í tölvupóstinum frá fjármálaráðuneytinu kemur fram að Guðrún hafi getað verið skipuð í fjármálaeftirlitsnefnd þar sem hún hafi ekki beina aðkomu að eignarhaldi og sölumeðferð hlutabréfa íslenska ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Enn fremur segir að talið hafi verið æskilegt að starfsmaður fjármálaráðuneytisins sæti í nefndinni. „Ráðuneytið vill af því tilefni árétta að við skipan í fjármálaeftirlitsnefnd er gætt að ákvæðum um að nefndarmenn megi ekki sinna störfum utan bankans sem geta verið til þess fallin að draga óhlutdrægni þeirra í efa. Í ljósi þess að ráðherra er með lögum falin ábyrgð á málaflokknum sem hér um ræðir hefur verið talið æskilegt að starfsmaður ráðuneytisins sitji í nefndinni. Það er á þeim grundvelli sem Guðrún Þorleifsdóttir var skipuð, en hún hefur í starfi sínu ekki aðkomu að meðferð eignarhalds ríkisins á fjármálafyrirtækjum eða sölumeðferð fjármálafyrirtækja,“ segir fjármálaráðuneytið. 

Nefndin metur Íslandsbankamálið án Guðrúnar

Fjármálaeftirlitsnefnd er æðsta stjórnvald fjármálaeftirlits á Íslandi. Nefndin  hefur nú til meðferðar niðurstöðurnar úr rannsókn fjármálaeftilits Seðlabanka Íslands á Íslandsbanka vegna útboðs bankans á tæplega fjórðungs hlutar íslenska ríkisins í bankanum. Fjármálaeftirlitsnefnd mun líklega leggja sekt á Íslandsbanka vegna aðkomu hans að sölunni á hlutabréfum ríkisins í bankanum og eins ákveða hversu mikið verður greint frá málavöxtum rannsóknarinnar opinberlega. Bankinn hefur hingað til ekki viljað gefa upphæð sektarinnar upp„Við höfum ekki gefið það upp. [...] Við erum bara ennþá að klára að afhenda gögn og bregðast við áliti eftirlitsins, koma að andmælum um alla þessa þætti,“ sagði Birna Einarsdóttir, forstjóri Íslandsbanka, á fundi um ársuppgjör bankans með blaðamönnum á föstudaginn. 

„Að hennar sögn mat hún aðstæður þannig að hæfi hennar yrði ekki hafið yfir vafa m.t.t. aðkomu ráðuneytisins að málinu, en málið hefði mikla sérstöðu.“
Fjármálaráðuneytið,
um Guðrúnu Þorleifsdóttur og vanhæfi hennar til að fjalla um Íslandsbankamálið í fjármálaeftirlitsnefnd

Það sem til rannsóknar er í Íslandsbankamálinu er meðal annars skilgreining bankans á fagfjárfestum í útboðinu á hlutabréfum ríkisins sem viðskipti starfsmanna hans sjálfs með bréfin, líkt og Heimildin greindi frá fyrir skömmu. 

Samkvæmt tölvupósti fjármálaráðuneytisins þá hafa umræðurnar í fjármálaeftirlitsnefnd um Íslandsbankamálið hins vegar farið fram án þátttöku þessa starfsmanns ráðuneytisins. „Við þetta er að bæta að nefndarmenn meta hæfi sitt í hverju máli. Guðrún hefur upplýst ráðuneytið um að hún hafi ekki talið sig hæfa til að taka þátt í ákvörðunum í málum vegna sölumeðferðar á Íslandsbanka og því vikið sæti við meðferð nefndarinnar á málum tengdum sölumeðferðinni. Af því leiðir að hún hefur ekki getað haft áhrif á ákvarðanir nefndarinnar í þeim málum. 

Þegar ráðuneytið er spurt nánar að því hvað það er nákvæmlega sem gerir það að verkum að Guðrún telji sig vera vanhæfa í Íslandsbankamálinu segir í svari þess: „Að hennar sögn mat hún aðstæður þannig að hæfi hennar yrði ekki hafið yfir vafa m.t.t. aðkomu ráðuneytisins að málinu, en málið hefði mikla sérstöðu.

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Seðlabanki Íslands og Ásgeir Jónsson

Mælt með að frumvarp um Seðlabankann verði samþykkt en að valdreifing verði tryggð
FréttirSeðlabanki Íslands og Ásgeir Jónsson

Mælt með að frum­varp um Seðla­bank­ann verði sam­þykkt en að valdreif­ing verði tryggð

Efna­hags- og við­skipta­nefnd Al­þing­is legg­ur til að frum­varp um Seðla­banka Ís­lands, sem með­al ann­ars fel­ur það í sér að seðla­banka­stjóri verði formað­ur fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd­ar, verði sam­þykkt. Nefnd­in bend­ir hins veg­ar á að horft verði til gagn­rýni á stjórn­ar­hætti og verklag í Seðla­banka Ís­lands sem snýst um að tryggja betri vald­dreif­ingu frá seðla­banka­stjóra.
Þingmaður gagnrýnir að Bjarni skipi meirihluta fjármálaeftirlitsnefndar: „Galið fyrirkomulag“
FréttirSeðlabanki Íslands og Ásgeir Jónsson

Þing­mað­ur gagn­rýn­ir að Bjarni skipi meiri­hluta fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd­ar: „Gal­ið fyr­ir­komu­lag“

Þor­björg Sig­ríð­ur Gunn­laugs­dótt­ir, þing­mað­ur Við­reisn­ar, seg­ir enga arms­lengd á milli stjórn­mála og fjár­mála­eft­ir­lits ef fjár­mála­ráð­herra skip­ar meiri­hlut­ann í fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd. Hún spurði Bjarna Bene­dikts­son út í mál­ið í nóv­em­ber en hef­ur enn ekki feng­ið svör. Spurn­ing­ar Þor­bjarg­ar tengj­ast þeirri um­ræðu sem nú fer fram inn­an stjórn­mála og stjórn­kerf­is um Seðla­banka Ís­lands og fjár­mála­eft­ir­lit­ið.
Forsætisráðherra vill áfram skipa pólitískt í æðsta stjórnvald fjármálaeftirlits
FréttirSeðlabanki Íslands og Ásgeir Jónsson

For­sæt­is­ráð­herra vill áfram skipa póli­tískt í æðsta stjórn­vald fjár­mála­eft­ir­lits

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra seg­ir að gagn­rýni á fyr­ir­hug­að­ar breyt­ing­ar á stjórn­skipu­lagi Seðla­banka Ís­lands sem hún hef­ur lagt fram séu ekki and­stæð­ar þeim hug­mynd­um sem koma fram í skýrslu þriggja sér­fræð­inga um bank­ann. Hún er ekki sam­mála því að hætta eigi að skipa ytri nefnd­ar­menn í fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd.
Átökin um völd Ásgeirs
ÚttektSeðlabanki Íslands og Ásgeir Jónsson

Átök­in um völd Ás­geirs

Á bak við tjöld­in eiga sér nú stað átök í stjórn­sýslu og stjórn­mál­um á Ís­landi sem hverf­ast um embætti og per­sónu seðla­banka­stjóra. Gagn­rýn­end­ur Ás­geirs Jóns­son­ar telja að völd hans séu orð­in of mik­il inn­an bank­ans á með­an aðr­ir telja að seðla­banka­stjóri þurfi þessi sömu völd, til að standa vörð um sjálf­stæði Seðla­bank­ans í bar­átt­unni við sér­hags­muna­öfl. Inn í þessi átök bland­ast svo for­sæt­is­ráð­herra, Katrín Jak­obs­dótt­ir og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra.

Mest lesið

Varð skugginn af sjálfri sér
3
Móðursýkiskastið#6

Varð skugg­inn af sjálfri sér

Í þess­um loka­þætti Móð­ur­sýkiskasts­ins fá­um við að heyra frá konu sem var sett á lyf sem gætu hafa haft mjög nei­kvæð áhrif á heilsu henn­ar. Lyf sem henni voru gef­in við sjúk­dómi sem svo kom í ljós að hún var ekki með. Hún gekk á milli lækna í ald­ar­fjórð­ung áð­ur en hún fékk rétta grein­ingu. Ragn­hild­ur Þrast­ar­dótt­ir hef­ur um­sjón með þáttar­öð­inni. Hall­dór Gunn­ar Páls­son hann­aði stef og hljóð­heim þátt­anna. Þátt­ur­inn í heild sinni er að­eins að­gengi­leg­ur áskrif­end­um Heim­ild­ar­inn­ar. Áskrift má nálg­ast á heim­ild­in.is/askrift.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár