Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Kjósendur Flokks fólksins safna skuldum en kjósendur Sjálfstæðisflokksins safna sparifé

Fjár­hag­ur heim­il­anna fer versn­andi og þeim fjölg­ar sem ekki ná end­um sam­an hver mán­aða­mót. Kjós­end­ur Flokks fólks­ins og Sósí­al­ista safna skuld­um á með­an kjós­end­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins geta safn­að spari­fé.

Kjósendur Flokks fólksins safna skuldum en kjósendur Sjálfstæðisflokksins safna sparifé
Fjárhagur heimilanna 18 prósent heimila í landinu safna skuldum eða nota sparifé til að ná endurm saman. Hlutfallið hefur ekki verið jafn hátt í sjö ár. Mynd: Shutterstock

Hlutfall þeirra sem ekki ná endum saman um mánaðamót hefur ekki verið jafn hátt í sjö ár samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup um fjárhag heimila og fátækt. 18 prósent ná ekki endum saman. Hlutfall þeirra sem ná að safna sparifé er 58 prósent og hefur ekki mælst lægra síðan fyrir sex árum. 

Frá hruni hefur fjárhagur heimilanna vænkast jafnt og þétt og var bestur fyrir tveimur árum, þegar samkomutakmarkanir vegna heimsfaraldurs voru í gildi. Þá náðu nærri sjö af hverjum tíu heimilum að safna sparifé en sex prósent söfnuðu skuldum eða notuðu sparifé til að ná endum saman. 

Nú fjölgar þeim aftur sem ekki ná endum saman og er nú jafn hátt og það var árið 2016. Átta prósent heimila safna skuldum og 10 prósent nota sparifé til að ná endum saman. Ríflega 32 prósent svarenda segja einhvern í fjölskyldu sinni búa við fátækt, annað hvort í nánustu fjölskyldu eða nánir ættingjar. 

Kjósendur Sjálfstæðisflokksins safna síst skuldum og leggja mest fyrir. Tíu prósent þeirra sem kysu Sjálfstæðisflokksins ef kosið yrði til Alþingis í dag safna skuldum eða nota sparifé til að ná endum saman en 67 prósent geta safnað sparifé. 

Kjósendur Flokks fólksins safna mestum skuldum og ná að leggja minnst fyrir. 34 prósent þeirra sem kysu Flokk fólksins ef kosið yrði til Alþingis í dag safna skuldum eða nota sparifé til að ná endum saman en 35 prósent geta safnað sparifé. Þar á eftir koma þau sem myndu kjósa Sósíalistaflokkinn. 32 prósent þeirra safna skuldum eða nota sparifé til að ná endum saman en rúmur helmingur, 51 prósent, getur safnað sparifé. 

Fólk undir þrítugu nær helst að safna sparifé en fólk á milli þrítugs og fimmtugs nær því síst. Þau sem búa í leiguhúsnæði eru talsvert líklegri til að safna skuldum en þau sem búa í eigin húsnæði eða í foreldrahúsum. Einhleypir á aldrinum 35-66 ára virðast helst safna skuldum. Á eftir þeim kemur yngra fjölskyldufólk, á aldrinum 18-45 ára. Barnlaus pör og einhleypt fólk á aldrinum 18-34 ára nær helst að safna sparifé. 

Niðurstöður þjóðarpúlsins eru úr netkönnun sem Gallup gerði dagana 26. janúar til 6. febrúar. Heildarúrtaksstærð var 1.697 og þátttökuhlutfall var 49,4 prósent. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár