Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Kjósendur Flokks fólksins safna skuldum en kjósendur Sjálfstæðisflokksins safna sparifé

Fjár­hag­ur heim­il­anna fer versn­andi og þeim fjölg­ar sem ekki ná end­um sam­an hver mán­aða­mót. Kjós­end­ur Flokks fólks­ins og Sósí­al­ista safna skuld­um á með­an kjós­end­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins geta safn­að spari­fé.

Kjósendur Flokks fólksins safna skuldum en kjósendur Sjálfstæðisflokksins safna sparifé
Fjárhagur heimilanna 18 prósent heimila í landinu safna skuldum eða nota sparifé til að ná endurm saman. Hlutfallið hefur ekki verið jafn hátt í sjö ár. Mynd: Shutterstock

Hlutfall þeirra sem ekki ná endum saman um mánaðamót hefur ekki verið jafn hátt í sjö ár samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup um fjárhag heimila og fátækt. 18 prósent ná ekki endum saman. Hlutfall þeirra sem ná að safna sparifé er 58 prósent og hefur ekki mælst lægra síðan fyrir sex árum. 

Frá hruni hefur fjárhagur heimilanna vænkast jafnt og þétt og var bestur fyrir tveimur árum, þegar samkomutakmarkanir vegna heimsfaraldurs voru í gildi. Þá náðu nærri sjö af hverjum tíu heimilum að safna sparifé en sex prósent söfnuðu skuldum eða notuðu sparifé til að ná endum saman. 

Nú fjölgar þeim aftur sem ekki ná endum saman og er nú jafn hátt og það var árið 2016. Átta prósent heimila safna skuldum og 10 prósent nota sparifé til að ná endum saman. Ríflega 32 prósent svarenda segja einhvern í fjölskyldu sinni búa við fátækt, annað hvort í nánustu fjölskyldu eða nánir ættingjar. 

Kjósendur Sjálfstæðisflokksins safna síst skuldum og leggja mest fyrir. Tíu prósent þeirra sem kysu Sjálfstæðisflokksins ef kosið yrði til Alþingis í dag safna skuldum eða nota sparifé til að ná endum saman en 67 prósent geta safnað sparifé. 

Kjósendur Flokks fólksins safna mestum skuldum og ná að leggja minnst fyrir. 34 prósent þeirra sem kysu Flokk fólksins ef kosið yrði til Alþingis í dag safna skuldum eða nota sparifé til að ná endum saman en 35 prósent geta safnað sparifé. Þar á eftir koma þau sem myndu kjósa Sósíalistaflokkinn. 32 prósent þeirra safna skuldum eða nota sparifé til að ná endum saman en rúmur helmingur, 51 prósent, getur safnað sparifé. 

Fólk undir þrítugu nær helst að safna sparifé en fólk á milli þrítugs og fimmtugs nær því síst. Þau sem búa í leiguhúsnæði eru talsvert líklegri til að safna skuldum en þau sem búa í eigin húsnæði eða í foreldrahúsum. Einhleypir á aldrinum 35-66 ára virðast helst safna skuldum. Á eftir þeim kemur yngra fjölskyldufólk, á aldrinum 18-45 ára. Barnlaus pör og einhleypt fólk á aldrinum 18-34 ára nær helst að safna sparifé. 

Niðurstöður þjóðarpúlsins eru úr netkönnun sem Gallup gerði dagana 26. janúar til 6. febrúar. Heildarúrtaksstærð var 1.697 og þátttökuhlutfall var 49,4 prósent. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
2
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár