Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vaxtakostnaður ríkissjóðs Íslands einn sá hæsti í Evrópu

Ís­lenska rík­ið hef­ur safn­að um­tals­verð­um skuld­um á síð­ustu ár­um, enda ver­ið rek­ið í mörg hundruð millj­arða króna halla. Í ár er reikn­að með að vaxta­gjöld verði næst­um 95 millj­arð­ar króna. Ís­land er á pari við Ítal­íu, sem er ekki þekkt fyr­ir burð­ug op­in­ber fjár­mál, þeg­ar kem­ur að vaxta­kostn­aði sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu.

Vaxtakostnaður ríkissjóðs Íslands einn sá hæsti í Evrópu
Fjármála- og efnahagsráðherra Bjarni Benediktsson hefur eytt þorra síðasta áratugar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem hann stýrir fjármálum ríkissjóðs. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Í skýrslu sem Alþjóðabankinn gaf út í síðasta mánuði kom fram að hagvöxtur á heimsvísu muni hægja verulega á sér á þessu ári. Raunar verði hann sá þriðji minnsti í næstum þrjá áratugi. Einu árin sem komi verr út séu 2009, í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar, og 2020, þegar kórónuveirufaraldurinn skall á heiminum í upphafi árs. 

Þennan samdrátt má rekja til meira aðhalds í ríkisrekstri, hárrar verðbólgu, versnandi fjármögnunarskilyrða á heimsvísu og áframhaldandi truflunum á heimsbúskapinn vegna áhrifa af innrás Rússa í Úkraínu. Þá er varað við að frekari áföll á árinu 2023 geti ýkt samdráttinn enn frekar. 

Í skýrslunni segir að lítil ríki séu sérstaklega viðkvæm fyrir slíkum áföllum vegna þess að þau treysta á utanríkisviðskipti og aðgengi að skaplega verðlagðri alþjóðlegri fjármögnun, hvíla á fáum efnahagslegum stoðum og með frekar einsleitt atvinnulíf, skuldir þeirra hafa verið að aukast og þau eru afar næm fyrir áhrifum af náttúruhamförum. 

Eitt slíkt lítið land er Ísland. 

Mörg hundruð milljarða króna halli

Íslenska ríkið hefur verið rekið í miklum halla á undanförnum árum. Alls var afkoma ríkissjóðs neikvæð um 274 milljarða króna á árunum 2020 og 2021, þegar kórónuveirufaraldurinn geisaði með tilheyrandi áhrifum á efnahagskerfi landsins. Þegar frumvarp til fjáraukalaga var lagt fram í nóvember í fyrra kom fram að það stefndi í að hallinn vegna ársins 2022 yrði 126 milljarðar króna. Í afgreiddu fjárlagafrumvarpi yfirstandandi árs kemur fram að hann sé 120 milljarðar króna á árinu 2023. Til viðbótar reikna fjárlög með því að hlutur íslenska ríkisins í Íslandsbanka verði seldur fyrir 76 milljarða króna í ár, sem er alls ekki fyrirliggjandi að gerist. Verði ekki af þeirri sölu þarf að fjármagna skuldbindingar upp á þá upphæð með nýrri lántöku. 

Þessi mikli halli hefur eðlilega mikil og neikvæð áhrif á skuldastöðu íslenska ríkisins. Hluti af þeirri stöðu var mætt með því að taka 190 milljarða króna lán úr hinum umdeilda ÍL-sjóði á árunum 2020 og 2021, en fjármála- og efnahagsráðuneytið fer með stjórn sjóðsins. Þau lán bera verðtryggða vexti sem bíta fast í hárri verðbólgu líkt og nú er, en verðbólga mælist 9,9 prósent um þessar mundir. Ríkissjóður þarf að byrja endurgreiðslu þeirra lána á árinu 2026. Þótt ÍL-sjóður sé með ríkisábyrgð, og ríkissjóður sé helsti skuldari hans, eru skuldir hans ekki taldar með þegar skuldahlutfall ríkissjóðs er reiknað út. Fyrir vikið lítur það betur út en ella. 

Um 155 milljarða króna lánsþörf á árinu 2023

Í lok síðasta árs birti fjármála- og efnahagsráðuneytið stefnu í lánamálum og fjármögnun ríkissjóðs á árinu 2023. Þar kom fram að lánsþörf í ár er 155 milljarðar króna. Samkvæmt skuldareglu mega heild­ar­skuldir rík­is­sjóðs, að frá­töldum líf­eyr­is­skuld­bind­ingum og við­skipta­skuldum og að frá­dregnum sjóðum og bankainn­stæð­um, ekki fara yfir 30 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu. Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á var sú skuldaregla, sem sett er fram í lögum um opinber fjármál, tekin úr sambandi og skuldir ríkissjóðs hafa verið yfir því marki síðan 2019. Þegar með eru taldar skuldir A-hluta sveitarfélaga þá eru skuldir hins opinbera á Íslandi yfir meðallagi í samanburði við önnur Evrópuríki.

 Í samantekt fjármála- og efnahagsráðuneytisins, sem kynnt var fyrir fjárlaganefnd snemma árs, kom fram að 16 ríki innan Evrópusambandsins væru með lægra skuldahlutfall en Ísland, en tíu með hærra. 

Stærsta vandamálið sem ríkissjóður stendur frammi fyrir er þó ekki vaxandi skuldir, heldur stóraukinn vaxtakostnaður. Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa hefur hækkað hratt undanfarin tvö ár, sem hefur leitt af sér miklar hækkanir á vaxtagjöldum. Þannig er ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkisbréfa nú rúmlega tvöfalt hærri en hún var lengst af árið 2020. Fyrir vikið er mun dýrara að taka lán.

Einungis Ítalía borgar hærri vaxtagjöld

Ofan á það er hlutur verðtryggðra lána að jafnaði 20 til 30 prósent af lánasafni ríkissjóðs. Í næstum tíu prósent verðbólgu stóreykst hlutur verðbóta. Fyrir vikið eru vaxtagjöld ríkissjóðs Íslands í erlendum samanburði verulega há. Í glæru sem birt var í áðurnefndri kynningu kom fram að í samanburði við Evrópusambandsríkin séu vaxtagjöld Íslands þau næsthæstu. Einungis Ítalía greiði hærri vaxtagjöld sem hlutfall af landsframleiðslu á ári. Ísland greiðir meira en Grikkland, sem er ekki þekkt fyrir góða stöðu þegar kemur að opinberum fjármálum. Vaxtabyrði Norðurlanda er til að mynda brot af því sem hún er á Íslandi. 

Til að setja þessa þróun í samhengi þá má benda á að þegar fjáraukalög síðasta árs voru samþykkt lá fyrir að auka þurfti útgjöld ríkissjóðs vegna vaxtakostnaðar um 37 milljarða króna frá því sem áætlað hafði verið í fjárlögum sama árs. Heildartalan fór úr 51,7 í 88,7 milljarða króna. 

Samkvæmt fjárlögum ársins 2023 eru vaxtagjöld ríkissjóðs áætluð 94,7 milljarðar króna í ár. Þau hækkuðu um 13,6 milljarða króna frá því að fjárlagafrumvarpið var lagt fram í september 2022 og þar til lokaafurðin var samþykkt í desember sama ár.

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurveig Eysteins skrifaði
    Ríkið er að troða á næstu kynslóð algjörlega ókleift að búa á Íslandi til framtíðar.... ef ekkert breytist þá verður algjörlega vonlaust að búa á Íslandi nema þú viljir vera þræl ríkisins.. hvernig væri að þjóð vaknaði og hætti þessari meðvirkni ... við lifum ekki á fegurð landsins... 150 milljarðar i lán.... hver á að borga það... ? VAKNIÐ...🫣😳🥴
    0
  • Sigurveig Eysteins skrifaði
    Já Bjarni Ben er búin að gera þessa þjóð gjaldþrota...
    hvernig væri að við tækjum landhelgina aftur og skattleggjum þá ríku....er eðlilegt að fyrirtæki sem lifa á þjóðareign séu að borga sér milljarða í arð ....takið eftir ekki milljónir ... heldur MILLJARÐA... til skammar ... af hverju fórum við í þrjú þorskastríð... ?
    Já af hverju ...?
    0
  • Baldur Gudmundsson skrifaði
    Góð eins og venjulega hjá Þórði
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
5
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
6
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár