Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Segir ákveðinn hóp beinlínis koma sér undan því að greiða skatt

Þing­mað­ur Vinstri grænna og formað­ur fjár­laga­nefnd­ar tel­ur að ekki hafi ver­ið brugð­ist nægi­lega vel við at­huga­semd­um Rík­is­end­ur­skoð­un­ar í skýrslu um inn­heimtu dómsekta vegna skatta­laga­brota. Hún seg­ir að end­ur­skoða þurfi skattaum­hverf­ið hér á landi í stóru sam­hengi.

Segir ákveðinn hóp beinlínis koma sér undan því að greiða skatt
Vill fylgja eftir heimsókn sem þingflokkur VG fór í til skattstjóra í vetur. Mynd: Bára Huld Beck

Þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir hefur sent skriflega fyrirspurn til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra er varðar skattalagabrot. Hún vill meðal annars vita hverjar upphæðir sekta séu fyrir skattalagabrot og hver lengd og tengund afplánunar sé. 

Hún segir í samtali við Heimildina að hún sé að fylgja eftir spurningum sem vöknuðu við lestur stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar um innheimtu dómsekta sem kom út í lok síðasta árs. 

Hún sendi fyrirspurnina upphaflega á Bjarna Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra en Bjarkey segir að sú fyrirspurn hafi verið afturkölluð eftir ráðleggingar þingsins og send til dómsmálaráðherra í staðinn. 

Þingmaðurinn spyr í fyrirspurn sinni hvernig refsingar fyrir brot á skattalögum hafi verið fullnustaðar frá árinu 2010 fram á þennan dag og óskar hún eftir samanburði á alvarleika brota, það er þeirri fjárhæð sem svikist var um að greiða, fjárhæð dómsektar og lengd og tegund afplánunar.

Enn fremur spyr hún hvort dómsmálaráðherra telji að fullnusta refsinga endurspegli almennt alvarleika þessara brota og hvort hann hyggist bregðast við lágu hlutfalli innheimtra dómsekta vegna skattalagabrota sem sýnt var fram á í skýrslu Ríkisendurskoðunar um innheimtu dómsekta í desember árið 2022.

„Hyggst ráðherra bregðast við tillögum Ríkisendurskoðunar um úrbætur að því er snertir innheimtu dómsekta sem fram komu í stjórnsýsluúttekt stofnunarinnar? Hvað líður framfylgd tillagna starfshóps sem skipaður var samkvæmt ákvæði til bráðabirgða III í lögum nr. 15/2016, um fullnustu refsinga? Hver er afstaða ráðherra til tillagna sem fram komu í skýrslu hópsins árið 2018? Þykir ráðherra koma til álita að hækka refsilágmark refsiákvæðis skattalaga?“ spyr hún jafnframt í fyrirspurn sinni til dómsmálaráðherra. 

Víða pottur brotinn

Bjarkey ritaði grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær um málið en þar talar hún um stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um innheimtu dómsekta. Hún segir að skýrslan sýni svart á hvítu að innheimta sekta, meðal annars vegna skattalagabrota á Íslandi sé langt frá því að standast væntingar og sé hlutfall innheimtra dómssekta mun lægra hér á landi en tíðkast annars staðar á Norðurlöndum. Þetta sé engin nýlunda en stofnunin hefur bent á þetta frá árinu 2009.

„Þetta ber að líta alvarlegum augum. Skattar eru undirstaða allra tekna hins opinbera, án þeirra getum við ekki viðhaldið þeim innviðum sem við svo mjög treystum á í daglegu lífi. Innheimta dómssekta er mikilvægur liður í öflugu skattkerfi en sömuleiðis þurfum við að huga að því að skattkerfið í heild sinni sé þannig úr garði gert að það standi undir hlutverki sínu sem tekjuöflunartæki ríkissjóðs. 

Þar er víða pottur brotinn og lagði ég m.a. fram frumvarp fyrr í vetur sem ætlað er að stemma stigu við ákveðnum annmörkum á reiknuðu endurgjaldi, en þar beini ég sjónum mínum sérstaklega að einstaklingum sem hafa umsjón og umsýslu með fjárfestingum í eigin félögum, félögum sem talist geta óvirk í skattalegu tilliti, að því leyti að þau greiða hvorki tekjuskatt né tryggingagjald en það er mikilvægt að öll starfsemi standi skil af sköttum og skyldum. Þetta er jafnframt liður í umræðunni um ofnotkun á einkahlutafélögum, en um 18.000 slík félög eru skráð í skattagrunnskrá á sama tíma og rannsóknir sýna að 71 prósent rekstraraðila skilar engum tekjuskatti, um 55% rekstraraðila greiða engin laun og um 42 prósent greiða hvorki tekjuskatt né tryggingagjald,“ skrifar Bjarkey. 

Í hennar huga er ljóst að endurskoða þurfi skattaumhverfi hér á landi í mjög stóru samhengi, allt frá skattaundanskotum, lagagloppum eða fullnustu refsinga en úttekt Ríkisendurskoðunar leiði í ljós að afplánun refsinga sé ítrekað tekin út með vararefsingum svo sem samfélagsþjónustu. „Það rýrir fælingarmátt refsingarinnar svo um munar að „vinna“ af sér hundraða milljóna skattabrot með samfélagsþjónustu, ég hef því lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra þar sem ég óska frekari útlistana á þessu fyrirkomulagi.“

Eftirsóknarvert að draga þessar upphæðir fram

Bjarkey segir í samtali við Heimildina að þingflokkur Vinstri grænna hafi farið í heimsókn til skattstjóra og hans fólks í vetur. „Við fórum yfir hitt og annað og hvað væri mest að gera og áríðandi hjá þeim. Eftir þá heimsókn, plús að hafa verið í fjárlaganefnd öll þessi ár og hafandi fjallað um það sem ekki innheimtist í þessum málaflokki, þá ýtti það við mér að fylgja þessum málum eftir,“ segir hún. 

Eftir að skýrsla Ríkisendurskoðunar kom út í desember þá vildi Bjarkey athuga hverjar upphæðir sekta væru og hvernig væri verið að afplána fyrir brot. „Mér finnst það áhugavert og við verðum að draga það betur fram,“ segir hún við Heimildina. 

Hún segir að fram hafi komið í samtali þingflokksins við skattstjóra og hans fólk að stór hópur greiði engan skatt – bara ekkert. „Einkahlutafélögin verða fleiri og fleiri og skila engu. Við vitum að sannarlega eru til óvirkar kennitölur og einhverjir vilja geyma þær og hafa einhvern tímann verið með sem þeir vilja ekki afskrifa. Það er eitt, en svo erum við með hóp sem við allavega teljum að sé beinlínis að koma sér undan því að greiða skatt.“

Bjarkey telur að skortur geti verið á eftirliti varðandi skattalagabrot. „Þar eru fjárhæðir sem við teljum eftirsóknarvert að reyna að draga fram,“ segir hún og bætir því við að með því að senda fyrirspurn á dómsmálaráðherra sé hún einnig „að pota í embættið því undanfarin ár hafi ekki verið brugðist við athugasemdum frá ríkisendurskoðanda. „Ég sá ástæðu til þess að það sé horft til þeirra. Ég er allavega þar í lífinu.“

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Skattsvikarar og okrarar samtímans

    Greinilegt er að ástandið er sífellt að verða líkara því sem var fyrir hrun. Þegar fólk færði heimilishald sitt í stórum stíl inn í einkahlutafélagsformið.

    Það gætti þess að eiga sjálft engar bókfærðar eignir heldur hlutafélagið sem er yfirleitt skuldsett upp í rjáfur.

    Þetta fólkið sem urðu eins og fiskar á þurru landi við hrunið. Fólkið sem var komið með reglulega fastagesti á mottuna frá sýslumönnum samfélagsins löngu fyrir hrun.

    Fólkið sem vældi og orgaði hæst við hrunið og það gat ekki lengur spilað á samfélagið.

    Slík hlutafélög áttu þá húsnæðið sem búið var í og ásamt rekstri ýmiskonar. Íbúðin og bílar eða annað var allt í eigu hlutafélagsins og heimilisútgjöldin rekstrarkostnaður.
    Allt eyðlufé hluthafanna var úttekinn arður sem þá var greiddur 10% (Davíðsskattur) fjármagnstekjuskattur af, ekkert í lífeyrissjóði og ekkert útsvar.

    Öll útgjöld til heimilishalds var greitt með stóru bláu seðlunum og fengin fylgiseðill í matvörubúðinni.

    Í viðtalinu við Bjarkey segir m.a.
    „Einkahlutafélögin verða fleiri og fleiri og skila engu. Við vitum að sannarlega eru til óvirkar kennitölur og einhverjir vilja geyma þær og hafa einhvern tímann verið með sem þeir vilja ekki afskrifa. Það er eitt, en svo erum við með hóp sem við allavega teljum að sé beinlínis að koma sér undan því að greiða skatt.“.

    Þessi skollaleikur er um allt og ekki bara í grófum byggingariðnaði heldur einnig í hverskonar annarri atvinnustarfsemi sem hefur heimastöð á sama stað og hlutahafar.
    Húsnæðis útleigjendur eru einmitt skæðir í svona hundakúnstum og lífsmáta. Á sama tíma er það sífellt fleira fólk sem eru í hreinni ánauð leiguokraranna.
    1
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Snilldarþykjustuleikur hjá henni blessaðri. Sá ekki mikið til hennar þegar Skattrannsóknarstjóraembættið var þurrkað út í deild hjá skattinum... né stuðning við skattarannsóknir og misferli... nema auðvitað launamanna og þeirra sem eiga ekki þak yfir höfuðið eða eru í fjármálahlekkjum til æviloka.

    Milljón plús á mánuði og líkt og kollegar hennar þá er bara bullað og auðjöfrar studdir með ráðum og dáðum.

    Viltu þurrka út 80 % skattsvika í byggingariðnaði Bjarkey ? Þarft ekki einu sinni laga né reglugerðarbreytingu.... bara fá nokkra aðila til að breyta verklaginu... og þeir eru allir stálheiðalegir.. að eigin sögn. 6 til 7 aðilar væru líklega nóg til að valda keðjuverkaninni.

    En þá missir einhver vildarvinurinn líklega spón úr aski.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stefnuræða forsætisráðherra: „Hvar annars staðar en á Íslandi gæti þetta gerst?“
6
Fréttir

Stefnuræða for­sæt­is­ráð­herra: „Hvar ann­ars stað­ar en á Ís­landi gæti þetta gerst?“

Kristrún Frosta­dótt­ir jós sam­starfs­kon­ur sín­ar lofi í stefnuræðu for­sæt­is­ráð­herra og sagði að burt­séð frá póli­tísk­um skoð­un­um mætt­um við öll vera stolt af Ingu Sæ­land. Hún minnt­ist einnig Ólaf­ar Töru Harð­ar­dótt­ur sem var jarð­sung­in í dag og hét því að bæta rétt­ar­kerf­ið fyr­ir brota­þola of­beld­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár